Stelpurnar „drulluþreyttar á feðraveldinu“

Ergelsi kvenna á feðraveldinu braust meðal annars út með #freethenipple.
Ergelsi kvenna á feðraveldinu braust meðal annars út með #freethenipple. mbl.is/Eggert

Ásta Jóhannsdóttir hefur nýlokið vinnu við doktorsverkefni sitt í félagsfræði. Hún hefur komist að því að þrátt fyrir að Ísland sé eins konar „jafnréttisparadís“, þá bendir ýmislegt til þess að fullkomnu jafnrétti hafi enn ekki verið náð. Sýnir það sig sérstaklega vel í viðtölum við ungar konur sem eru ergilegar yfir því hve þröngur stakkur þeim er sniðinn í hugmyndum um kvenleika.

Hún segir þó allt á réttri leið og að hún hafi ekki áhyggjur af framtíðinni, því unga fólkið sé farið að efast um og ögra hinum ýmsu „normum“. 

Í doktorsverkefni sínu fjallar Ásta um kynjaðar sjálfsmyndir ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á Íslandi, landi kynjajafnréttis. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi samtíma kyngervishugmyndir ungs fólks í Reykjavík, og að hve miklu leyti konur og karlar eru takmörkuð af viðteknum hugmyndum um kyngervi.

Ásta Jóhannsdóttir félagsfræðingur.
Ásta Jóhannsdóttir félagsfræðingur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Verkefnið samanstendur af fjórum vísindagreinum. Sú fyrsta fjallar um karlmennskuhugmyndir ungra manna, önnur um kvenleikahugmyndir ungra kvenna, sú þriðja um #freethenipple-byltinguna, og sú fjórða er tilraun sem Ásta gerði í sambandi við líkamsháravenjur ungs fólks.

Hafna eldri hugmyndum um karlmennsku

„Hryggjarstykkin í ritgerðinni eru þessar fjórar greinar, svo flétta ég þeim saman og skrifa kápu utan um,“ útskýrir Ásta fyrir blaðamanni mbl.is. En þá að fyrstu greininni. „Strákarnir í fyrstu greininni tala svolítið um gamlar og nýjar karlmennskuhugmyndir, skipta þeim í tvennt. Þeir samsama sig nýrri hugmyndum og hafna þeim gömlu, en á sama tíma verða þeir fyrir ákveðinni pressu að standa undir þeim.“

Viðmælendur Ástu nefndu föðurhlutverkið sem hluta af karlmennsku.
Viðmælendur Ástu nefndu föðurhlutverkið sem hluta af karlmennsku. Mynd/Monkey Business

Það sem kom Ástu mest á óvart var hvernig ungu mennirnir tengdu föðurhlutverkið við hugmyndir sínar um karlmennsku. „Ég spurði enga af mínum viðmælendum foreldrahlutverkið. Það var viljandi gert að enginn viðmælenda var orðinn foreldri því það breytist svo margt við það. En strákarnir töluðu um mikilvægi þess að vera umhyggjusamir feður. Ég vann þessa grein með Ingólfi V. Gíslasyni, leiðbeinanda mínum, og við veltum fyrir okkur hvort breytt löggjöf um fæðingarorlof feðra frá árinu 2000 hafi haft þessi áhrif. Ég held að þarna sjáum við hvernig opinber stefnumótun getur haft mjög stýrandi og jákvæð áhrif á hugmyndir okkar um kyngervi.“

Mega ekki sofa hjá of mörgum en heldur ekki engum

„Í annarri greininni er fókusinn svo á stelpurnar. Þar töluðu þær um sínar hugmyndir um kvenleika og voru mjög ergilegar. Þær lýstu því hversu þröngur stakkur þeim er sniðinn í hugmyndum um kvenleika. Þetta er vandrataður vegur, þær mega ekki vera of feitar og ekki of mjóar, ekki of mikið málaðar en ekki ekkert málaðar. Þær mega ekki sofa hjá of mörgum en heldur ekki hjá ekki neinum.“

Það sem Ásta veltir fyrir sér í greininni er hvaða áhrif það hefur þegar raunveruleikinn stenst ekki væntingar. „Stelpurnar eru aldar upp á Íslandi, í þessari svokölluðu „jafnréttisparadís“, þar sem hugmyndir eru uppi um að fullkomnu jafnrétti sé náð. Þær alast upp í þessum hugmyndum en svo upplifa þær ekki fullkomið jafnrétti.“

Í þriðju greininni orðræðugreindu Ásta og samstarfskona hennar, Annadís G. Rúdólfsdóttir, fjölmiðlaumfjöllun um #freethenipple frá því að byltingin hófst og í ár eftir það. „Ég held að þetta ergelsi kvenna hafi brotist út í #freethenipple og fleiri samfélagsmiðlabyltingum sem fylgdu í kjölfarið. Stelpur  voru bara orðnar drulluþreyttar á feðraveldinu.“

„Við skoðum upp úr hverju þessi bylting spratt og hvernig henni var tekið. Henni var tekið mjög jákvætt af langflestum fjölmiðlum. Ungar konur höfðu allt í einu gott aðgengi inn í fjölmiðla sem þær eru ekki vanar að hafa. Það sem var líka áhugavert var að eldri femínistar studdu þær opinberlega og ég held að stuðningur þeirra og jákvæð umfjöllum fjölmiðla hafi gert gæfumuninn fyrir þessa byltingu. Það hefði svo vel getað farið þannig að fjölmiðlar hefðu talað þetta niður, kvennahreyfingin hefði þagað og þetta hefði endað sem einhver misheppnuð tilraun.“

„Fjórða og síðasta greinin fjallar svo um líkamsháravenjur ungra Íslendinga. Þegar ég byrjaði að taka viðtöl árið 2012 komu til umræðu líkamshár. Ég var ekki með það í upprunalega viðtalsrammanum en þetta var eitthvað sem þau ræddu, mikilvægi þess að konur rökuðu sig frá hálsi og niður. Þau sögðu það vera eitthvað sem væri gert og að þannig væri það bara,“ segir Ásta, en það kom henni svolítið á óvart. „Þegar Reykjavíkurdætur voru stofnaðar árið 2013 varð til einhverskonar femínísk undiralda og í kjölfar þess og #freethenipple velti ég því fyrir mér hvort þetta hefði kannski breyst eitthvað, hvort þessi líkamsháraögun væri minni.“

Stelpur rökuðu sig ekki í 10 vikur og fundu skömm

Á vorönn 2016 fékk Ásta því nemendur í félagsfræði til þess að taka þátt í líkamsháratilraun. Í tilrauninni máttu stelpur ekki fjarlægja nein líkamshár frá hálsi og niður í tíu vikur, á meðan strákar urðu að fjarlægja öll hár frá hálsi og niður í tíu vikur. Þátttakendur skrifuðu Ástu svo vikulegar dagbækur og sendu henni í tölvupósti, og hefur

„Þau voru ekki að tala við mig í persónu heldur sendu mér bara dagbækurnar, og þau voru svo persónuleg. Ég fékk rosalega áhugaverðar sögur. Í stuttu máli þá hafði líkamsháraögunin ekkert breyst. Hún var alveg jafn mikil og það var mjög neikvæð hlið á þessu, stelpurnar upplifðu skömm og kærustum þeirra og vinkonum þótti þetta bara ógeðslegt. Stelpunum fannst mjög erfitt að taka þátt í þessari tilraun. Hún snerti strákana minna, þeim fannst þetta vesen að raka fjarlægja öll hárin en ekki mikið meira.“

Reykjavíkurdætur hafa löngum verið taldar nokkuð ögrandi.
Reykjavíkurdætur hafa löngum verið taldar nokkuð ögrandi. mbl.is/Eggert

Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar síðan Ásta vann að rannsóknunum, en þær gerði hún á árunum 2012 til 2016, en þar má helst nefna #metoo-byltinguna. Ásta segist hafa ákveðið að fjalla ekki um hana í verkefninu, enda hefði það verið flókið þar sem byltingin er í raun enn í gangi. „En #freethenipple, Beauty Tips-byltingin, #höfumhátt og #þöggun, allur þessi femíníski aktívismi sem er búinn að eiga sér stað undanfarin ár er eitthvað sem er ótrúlega spennandi. Þetta gerir mann svolítið bjartsýnan.“

„Þetta unga fólk mitt er að ögra fullt af hugmyndum og það efast um allskonar „norm“, þó ekki öll „norm“, eins og líkamshár. En þau eru hugsandi og þau eru til í þetta.“

Vill gera samanburðarrannsókn í ólíkri menningu

Það sem Ástu langar að gera næst er að gera samanburð á kyngervishugmundum ungs fólks á Íslandi og fólks sem elst ekki upp við eins mikla kynjajafnréttisorðræðu. „Það væri áhugavert að sjá hvort það er einhver munur. Hvað áhrif orðræðan hefur.“

„Þó ég segi „jafnréttisparadís“ innan gæsalappa þá erum við náttúrulega framarlega á mörgum sviðum hér á landi. Femínismi á frekar greiða leið inn í fjölmiðla, miklu greiðari en annarsstaðar, sem og inni í opinbera stefnumótun. Við erum með fullt af „femókrötum“ í stjórnsýslunni sem hafa mikil áhrif. Það væri áhugavert að gera einhvern nánari samanburð á ungu fóli sem elst upp í þessari „jafnréttisparadís“ og svo þar sem menningin er ólík.“

mbl.is

Innlent »

Vara við hvössum vindhviðum við fjöll

Í gær, 23:37 Búast má við allhvassri norðvestanátt suðaustan og austan til á landinu næsta sólarhringinn með hvössum vindhviðum við fjöll allt að 30 metrum á sekúndu. Meira »

Ógnaði nágrönnum með hnífi

Í gær, 22:20 Sérsveit lögreglu var kölluð út að Engihjalla í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld þar sem karlmaður í annarlegu ástandi otaði hnífi að íbúum blokkarinnar. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir í samtali við mbl.is að lögreglumönnum ásamt sérsveit lögreglu hafi tekist að leysa úr málum með farsælum hætti. Meira »

Fall reyndist fararheill

Í gær, 20:55 Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

Í gær, 20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

Í gær, 20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Í gær, 20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

Í gær, 19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

Í gær, 19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

Í gær, 19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

Í gær, 18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

Í gær, 18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

Í gær, 18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

Í gær, 17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

Í gær, 17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

Í gær, 17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

Í gær, 16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

Í gær, 16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

Í gær, 16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

Í gær, 16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »