Stelpurnar „drulluþreyttar á feðraveldinu“

Ergelsi kvenna á feðraveldinu braust meðal annars út með #freethenipple.
Ergelsi kvenna á feðraveldinu braust meðal annars út með #freethenipple. mbl.is/Eggert

Ásta Jóhannsdóttir hefur nýlokið vinnu við doktorsverkefni sitt í félagsfræði. Hún hefur komist að því að þrátt fyrir að Ísland sé eins konar „jafnréttisparadís“, þá bendir ýmislegt til þess að fullkomnu jafnrétti hafi enn ekki verið náð. Sýnir það sig sérstaklega vel í viðtölum við ungar konur sem eru ergilegar yfir því hve þröngur stakkur þeim er sniðinn í hugmyndum um kvenleika.

Hún segir þó allt á réttri leið og að hún hafi ekki áhyggjur af framtíðinni, því unga fólkið sé farið að efast um og ögra hinum ýmsu „normum“. 

Í doktorsverkefni sínu fjallar Ásta um kynjaðar sjálfsmyndir ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á Íslandi, landi kynjajafnréttis. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi samtíma kyngervishugmyndir ungs fólks í Reykjavík, og að hve miklu leyti konur og karlar eru takmörkuð af viðteknum hugmyndum um kyngervi.

Ásta Jóhannsdóttir félagsfræðingur.
Ásta Jóhannsdóttir félagsfræðingur. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Verkefnið samanstendur af fjórum vísindagreinum. Sú fyrsta fjallar um karlmennskuhugmyndir ungra manna, önnur um kvenleikahugmyndir ungra kvenna, sú þriðja um #freethenipple-byltinguna, og sú fjórða er tilraun sem Ásta gerði í sambandi við líkamsháravenjur ungs fólks.

Hafna eldri hugmyndum um karlmennsku

„Hryggjarstykkin í ritgerðinni eru þessar fjórar greinar, svo flétta ég þeim saman og skrifa kápu utan um,“ útskýrir Ásta fyrir blaðamanni mbl.is. En þá að fyrstu greininni. „Strákarnir í fyrstu greininni tala svolítið um gamlar og nýjar karlmennskuhugmyndir, skipta þeim í tvennt. Þeir samsama sig nýrri hugmyndum og hafna þeim gömlu, en á sama tíma verða þeir fyrir ákveðinni pressu að standa undir þeim.“

Viðmælendur Ástu nefndu föðurhlutverkið sem hluta af karlmennsku.
Viðmælendur Ástu nefndu föðurhlutverkið sem hluta af karlmennsku. Mynd/Monkey Business

Það sem kom Ástu mest á óvart var hvernig ungu mennirnir tengdu föðurhlutverkið við hugmyndir sínar um karlmennsku. „Ég spurði enga af mínum viðmælendum foreldrahlutverkið. Það var viljandi gert að enginn viðmælenda var orðinn foreldri því það breytist svo margt við það. En strákarnir töluðu um mikilvægi þess að vera umhyggjusamir feður. Ég vann þessa grein með Ingólfi V. Gíslasyni, leiðbeinanda mínum, og við veltum fyrir okkur hvort breytt löggjöf um fæðingarorlof feðra frá árinu 2000 hafi haft þessi áhrif. Ég held að þarna sjáum við hvernig opinber stefnumótun getur haft mjög stýrandi og jákvæð áhrif á hugmyndir okkar um kyngervi.“

Mega ekki sofa hjá of mörgum en heldur ekki engum

„Í annarri greininni er fókusinn svo á stelpurnar. Þar töluðu þær um sínar hugmyndir um kvenleika og voru mjög ergilegar. Þær lýstu því hversu þröngur stakkur þeim er sniðinn í hugmyndum um kvenleika. Þetta er vandrataður vegur, þær mega ekki vera of feitar og ekki of mjóar, ekki of mikið málaðar en ekki ekkert málaðar. Þær mega ekki sofa hjá of mörgum en heldur ekki hjá ekki neinum.“

Það sem Ásta veltir fyrir sér í greininni er hvaða áhrif það hefur þegar raunveruleikinn stenst ekki væntingar. „Stelpurnar eru aldar upp á Íslandi, í þessari svokölluðu „jafnréttisparadís“, þar sem hugmyndir eru uppi um að fullkomnu jafnrétti sé náð. Þær alast upp í þessum hugmyndum en svo upplifa þær ekki fullkomið jafnrétti.“

Í þriðju greininni orðræðugreindu Ásta og samstarfskona hennar, Annadís G. Rúdólfsdóttir, fjölmiðlaumfjöllun um #freethenipple frá því að byltingin hófst og í ár eftir það. „Ég held að þetta ergelsi kvenna hafi brotist út í #freethenipple og fleiri samfélagsmiðlabyltingum sem fylgdu í kjölfarið. Stelpur  voru bara orðnar drulluþreyttar á feðraveldinu.“

„Við skoðum upp úr hverju þessi bylting spratt og hvernig henni var tekið. Henni var tekið mjög jákvætt af langflestum fjölmiðlum. Ungar konur höfðu allt í einu gott aðgengi inn í fjölmiðla sem þær eru ekki vanar að hafa. Það sem var líka áhugavert var að eldri femínistar studdu þær opinberlega og ég held að stuðningur þeirra og jákvæð umfjöllum fjölmiðla hafi gert gæfumuninn fyrir þessa byltingu. Það hefði svo vel getað farið þannig að fjölmiðlar hefðu talað þetta niður, kvennahreyfingin hefði þagað og þetta hefði endað sem einhver misheppnuð tilraun.“

„Fjórða og síðasta greinin fjallar svo um líkamsháravenjur ungra Íslendinga. Þegar ég byrjaði að taka viðtöl árið 2012 komu til umræðu líkamshár. Ég var ekki með það í upprunalega viðtalsrammanum en þetta var eitthvað sem þau ræddu, mikilvægi þess að konur rökuðu sig frá hálsi og niður. Þau sögðu það vera eitthvað sem væri gert og að þannig væri það bara,“ segir Ásta, en það kom henni svolítið á óvart. „Þegar Reykjavíkurdætur voru stofnaðar árið 2013 varð til einhverskonar femínísk undiralda og í kjölfar þess og #freethenipple velti ég því fyrir mér hvort þetta hefði kannski breyst eitthvað, hvort þessi líkamsháraögun væri minni.“

Stelpur rökuðu sig ekki í 10 vikur og fundu skömm

Á vorönn 2016 fékk Ásta því nemendur í félagsfræði til þess að taka þátt í líkamsháratilraun. Í tilrauninni máttu stelpur ekki fjarlægja nein líkamshár frá hálsi og niður í tíu vikur, á meðan strákar urðu að fjarlægja öll hár frá hálsi og niður í tíu vikur. Þátttakendur skrifuðu Ástu svo vikulegar dagbækur og sendu henni í tölvupósti, og hefur

„Þau voru ekki að tala við mig í persónu heldur sendu mér bara dagbækurnar, og þau voru svo persónuleg. Ég fékk rosalega áhugaverðar sögur. Í stuttu máli þá hafði líkamsháraögunin ekkert breyst. Hún var alveg jafn mikil og það var mjög neikvæð hlið á þessu, stelpurnar upplifðu skömm og kærustum þeirra og vinkonum þótti þetta bara ógeðslegt. Stelpunum fannst mjög erfitt að taka þátt í þessari tilraun. Hún snerti strákana minna, þeim fannst þetta vesen að raka fjarlægja öll hárin en ekki mikið meira.“

Reykjavíkurdætur hafa löngum verið taldar nokkuð ögrandi.
Reykjavíkurdætur hafa löngum verið taldar nokkuð ögrandi. mbl.is/Eggert

Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar síðan Ásta vann að rannsóknunum, en þær gerði hún á árunum 2012 til 2016, en þar má helst nefna #metoo-byltinguna. Ásta segist hafa ákveðið að fjalla ekki um hana í verkefninu, enda hefði það verið flókið þar sem byltingin er í raun enn í gangi. „En #freethenipple, Beauty Tips-byltingin, #höfumhátt og #þöggun, allur þessi femíníski aktívismi sem er búinn að eiga sér stað undanfarin ár er eitthvað sem er ótrúlega spennandi. Þetta gerir mann svolítið bjartsýnan.“

„Þetta unga fólk mitt er að ögra fullt af hugmyndum og það efast um allskonar „norm“, þó ekki öll „norm“, eins og líkamshár. En þau eru hugsandi og þau eru til í þetta.“

Vill gera samanburðarrannsókn í ólíkri menningu

Það sem Ástu langar að gera næst er að gera samanburð á kyngervishugmundum ungs fólks á Íslandi og fólks sem elst ekki upp við eins mikla kynjajafnréttisorðræðu. „Það væri áhugavert að sjá hvort það er einhver munur. Hvað áhrif orðræðan hefur.“

„Þó ég segi „jafnréttisparadís“ innan gæsalappa þá erum við náttúrulega framarlega á mörgum sviðum hér á landi. Femínismi á frekar greiða leið inn í fjölmiðla, miklu greiðari en annarsstaðar, sem og inni í opinbera stefnumótun. Við erum með fullt af „femókrötum“ í stjórnsýslunni sem hafa mikil áhrif. Það væri áhugavert að gera einhvern nánari samanburð á ungu fóli sem elst upp í þessari „jafnréttisparadís“ og svo þar sem menningin er ólík.“

mbl.is

Innlent »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

05:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris
Pierre Lannier Crystal Line dömuúrin með SWAROVSKI kristals skífu eru kjörin fer...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...