Hvetur þingmenn til að hafna frumvarpinu

AFP

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur sent frá sér ályktun þarb sem alþingismenn eru hvattir til þess að hafna frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga enda feli það í sér valdaframsal til Evrópusambandsins.

„Heimssýn lýsir áhyggjum af frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Frumvarpið felur í sér valdaframsal til Evrópusambandsins. Óljóst er hvaða afleiðingar það kann að hafa og draga má í efa að slíkt standist stjórnarskrá. Heimssýn hvetur Alþingi til að hafna frumvarpinu,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert