Virðist ekki standast stjórnarskrána

mbl.is/Hjörtur

„Vonandi gefst nægur tími til að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum stjórnarskrárinnar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur þess á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar,“ segir Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, í aðsendri grein í laugardagsblaði Morgunblaðinu þar sem hann gerir að umtalsefni fyrirhugaða upptöku persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins hér á landi í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Fram kemur í greininni að ekki verði betur séð en að upptaka löggjafarinnar feli í sér bæði framsal á framkvæmdavaldi og dómsvaldi til stofnana ESB án þess að Ísland eigi aðild að þessum stofnunum, enda utan sambandsins. Bent er á að á undanförnum árum hafi undirstofnunum ESB fjölgað. Ýmis dæmi megi finna úr nýlegri löggjöf ESB um að þeim hafi í auknum mæli verið falið beint eftirlit innan ríkja sambandsins og þeim jafnvel falið bindandi ákvörðunarvald.

„Þessi þróun felur tvímælalaust í sér áskoranir fyrir EES-samninginn, enda eru íslensk stjórnvöld bundin af stjórnarskránni þegar þau setjast að samningaborðinu í sameiginlegu EES-nefndinni með hinum EFTA-ríkjunum og ESB, segir Arnaldur. Kveðið sé á um það í frumvarpi, sem lagt hefur verið fram á Alþingi og ætlað er að innleiða persónuverndarlöggjöf ESB, að ekki sé stuðst við svonefnt tveggja stoða kerfi EES-samningsins við innleiðingu hennar.

Farið út fyrir tveggja stoða kerfið

Arnaldur Hjartarson.
Arnaldur Hjartarson.

Tveggja stoða kerfið felur í sér að þau aðildarríki EES sem standa utan ESB, það er Ísland, Noregur og Liechtenstein, eigi aðeins að lúta valdi stofnana sem haldið er úti af Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) sem ríkin þrjú eiga aðild að. Arnaldur bendir á að ekki komi fram í frumvarpinu hví íslensk stjórnvöld hafi samþykkt að falla frá tveggja stoða kerfinu þannig að stofnun ESB fái vald til þess að veita íslenskri ríkisstofnun, það er Persónuvernd, fyrirmæli.

„Ætlunin með frumvarpinu virðist því vera sú að valdheimildir verði framseldar til stofnunar ESB, en að fulltrúum íslenska ríkisins verði ekki veittur atkvæðisréttur innan stofnunarinnar, ólíkt fulltrúum ríkja ESB. Íslenska ríkið verður þar með ekki fullgildur aðili þeirrar stofnunar. Þessari stofnun ESB verður í einhverjum tilvikum heimilað að gefa Persónuvernd bindandi fyrirmæli. Í þessu felst fyrirætlun um framsal framkvæmdavalds, segir ennfremur í greininni.

Komist sé að þeirri niðurstöðu í frumvarpinu að framsal framkvæmdavalds til stofnunar ESB á sviði persónuverndar sé lítils háttar í þröngt afmörkuðum tilvikum og bindi aðeins íslensk stjórnvöld en ekki einstaklinga eða fyrirtæki. Arnaldur bendir hins vegar á að viðurkennt sé í frumvarpinu að ákvörðun tekin af Persónuvernd sem tekin er í framhaldi af ákvörðun stofnunar ESB og byggð á niðurstöðu hennar kunni að hafa áhrif á einstaklinga og lögaðila á Íslandi.

Ísland beint undir vald dómstóls ESB

Hvað framsal dómsvalds varðar segir Arnaldur að ákvarðanir stofnunar ESB á sviði persónuverndar megi aðeins bera undir Evrópudómstólinn, æðsta dómstól sambandsins, sem Ísland eigi ekki aðild að. Ennfremur muni ætlunin með persónuverndarlöggjöf ESB vera að binda hendur íslenskra dómstóla þegar komi að lögmæti ákvarðana Persónuverndar sem tengist ákvörðunum stofnunar ESB. Þetta þýði framsal á dómsvaldi til dómstóls sem Ísland eigi ekki aðild að.

Fram komi í frumvarpinu að ekki sé hægt að girða fyrir að einstaklingur leiti til íslenskra dómstóla vegna stjórnvaldsákvörðunar Persónuverndar enda sé sá réttur stjórnarskrárvarinn. Arnaldur segir að taka megi undir þann skilning frumvarpshöfunda en í þeim orðum virðist jafnframt felast sá skilningur þeirra að ákvæði persónuverndarlöggjafar ESB, sem virðast ætlað að setja íslenskum dómstólum ákveðnar skorður, standist ekki að öllu leyti stjórnarskrána.

Ennfremur sé gefið í skyn í frumvarpinu að afgreiðsla málsins sé í andstöðu við ráðgjöf Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors um að stofnunum EFTA yrði falið að taka ákvarðanir gagnvart Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þá segir að persónuverndarlöggjöf ESB muni hafa víðtæk áhrif á íslenskt samfélag og Alþingi fái nú tækifæri til þess að ræða málið. Nægur tími verði vonandi til þess að skoða hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum stjórnarskrárinnar.

Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB

Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa harðlega gagnrýnt kröfur ESB um að Ísland, Noregur og Liechtenstein samþykki að gangast beint undir vald stofnana sambandsins og að tveggja stoða kerfi EES-samningsins sé þannig sniðgengið. Þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Þannig sagði Bjarni á Alþingi í febrúar að vegið að grunnstoðum EES-samningsins með kröfum um að vikið yrði frá tveggja stoða kerfinu.

Bjarni sagði einnig af því tilefni að Íslendingar stæðu frammi fyrir kröfum um að gangast undir vald stofnana ESB, sem Ísland ætti enga aðild að, í hverju málinu á fætur öðru. Kröfur ESB um að að Ísland færi beint undir vald stofnana sambandsins voru einnig ræddar á Alþingi í janúar 2013 í umræðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá þar sem meðal annars var rætt um ákvæði sem heimilaði framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana sem Ísland ætti ekki aðild að.

Vísaði Bjarni til greinargerðar með frumvarpinu þar sem segði að tilgangurinn væri að greiða fyrir eðlilegri þróun EES-samstarfsins. „Það er mín skoðun að hér sé ekkert annað á ferðinni heldur en fullkomin eftirgjöf gagnvart óþolandi kröfum Evrópusambandsins um að við framseljum til stofnana, sem við eigum enga aðild að og starfa á grundvelli ESB-sáttmála, ríkisvald og þannig verði horfið frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samstarfið hefur ávallt byggst á,“ sagði hann.

mbl.is

Innlent »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »

Úrræðaleysið algjört

05:30 Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir. Meira »

Kanni bótaskyldu vegna Banksy

05:30 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr. Meira »

Hrun hjá haustfeta

05:30 Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.  Meira »

Þverárkot í vegasamband

05:30 „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Í gær, 18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »