Þrír með yfir 10 tonn á strandveiðum í maí

Góðum afla úr róðri strandveiðibáts landað í Hafnarfirði
Góðum afla úr róðri strandveiðibáts landað í Hafnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrír bátar á strandveiðum komu með yfir 10 tonn að landi í maímánuði.

Grímur AK frá Akranesi reri á A-svæði, sem nær frá Arnarstapa í Súðavík, og var aflahæstur með rúmlega 12 tonn, Birta SU frá Djúpavogi var með 11,3 tonn og Lundey ÞH frá Húsavík með rúmlega 10 tonn. Síðarnefndu bátarnir tveir róa á C-svæði, sem nær frá Húsavík til Djúpavogs.

Alls náði 41 strandveiðibátur tólf veiðidögum í maí, en það er mesti mögulegi róðrafjöldi í einum mánuði á fjögurra mánaða strandveiðitímabili. Í mánuðinum veiddust 1.906 tonn en 2.095 tonn í maí í fyrra og er maíaflinn nú 18,7% af 10.200 tonna viðmiði sumarsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert