Vill setja strætó í sparifötin á ný

Kjartan Magnússon sat í dag sinn síðasta borgarstjórnarfund, alla vega ...
Kjartan Magnússon sat í dag sinn síðasta borgarstjórnarfund, alla vega í bili, eftir óslitna setu frá árinu 1999. mbl.is/Eggert

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat í dag sinn síðasta fund í borgarstjórn Reykjavíkur á þessu kjörtímabili, en hann hefur setið í borgarstjórn óslitið frá árinu 1999 og sem varaborgarfulltrúi frá árinu 1994.

Hann segir í samtali við mbl.is að það sé sérstök tilfinning að yfirgefa borgarmálin, en hann var ekki á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar undir lok síðasta mánaðar.

Kjartan flutti þrjár tillögur á síðasta fundi fráfarandi borgarstjórnar í dag og ein þeirra laut að því að strætisvagnar muni aftur verða skreyttir fánum á hátíðardögum.

„Það var ekkert sérstaklega vel tekið í tillöguna af hálfu meirihlutans en henni var vísað áfram til stjórnar Strætó,“ segir Kjartan, en hann lagði þessa tillögu einnig fram í upphafi kjörtímabilsins.

„Þá var henni vísað frá vegna kostnaðar, það var sagt að þetta myndi kosta margar milljónir en ég held að það hafi nú verið svolítið ýkt. Ég aflaði upplýsinga í millitíðinni um að þetta ætti ekki að vera svona dýrt, þetta á bara að vera tiltölulega ódýrt og einfalt,“ segir Kjartan, sem segist hafa heyrt það frá mörgum þeir sakni þess að hafa fána á strætisvögnunum á tyllidögum.

Strætisvagnar voru eitt sinn skreyttir fána á tyllidögum og þannig ...
Strætisvagnar voru eitt sinn skreyttir fána á tyllidögum og þannig vill Kjartan Magnússon sjá það aftur.

„Þetta var mjög hátíðlegt og starfsmenn Strætó voru mjög hrifnir af þessu, en í tíð R-listans sáluga þá lagðist þetta af. Þá gengu gömlu fánarnir sér til húðar og þeir voru ekki endurnýjaðir,“ segir Kjartan, sem vill sjá strætisvagnana í sparifötum á ný.

Segir borginni hafa verið illa stjórnað

Hann segir annars þróunina í borginni á afstöðnu kjörtímabili ekki hafa verið heillavænlega.

„Eins og menn hafa fylgst með þá höfum við borgarfulltrúarnir í Sjálfstæðisflokknum verið í stjórnarandstöðu og ég held að hún hafi verið nokkuð hörð hjá okkur, enda nóg til að benda á sem betur hefði mátt fara,“ segir Kjartan, sem telur borginni að mörgu leyti illa stjórnað.

„Fjármál borgarinnar eru ekki í góðu horfi og húsnæðismálin í mjög slæmu horfi og í menntamálum þarf að taka til hendi. Það er unnið af metnaði hjá borginni á ýmsum sviðum en maður sér að því miður hefur stjórn helstu málaflokka verið slæm,“ segir Kjartan, sem segir fjárhagsstöðu borgarinnar miklu verri nú en þegar hann tók fyrst sæti sem borgarfulltrúi.

Mörg framfaramál hafa þó að mati Kjartans áunnist í borginni á þessum hartnær tveimur áratugum sem hann sat sem borgarfulltrúi. Sennilega of mörg til að telja þau upp.

Ungt fólk eyði of miklu í steinsteypu

Kjartan segir þó stöðuna í húsnæðismálum í Reykjavík nú til dags ekki góða og að það þyki honum miður.

„Fyrir 20 árum var það tiltölulega lítið mál fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Það gátu flestir sem voru með vinnu á annað borð keypt sér íbúð, litla íbúð, án þess að það reyndi mjög mikið á það. En núna er þetta orðið miklu erfiðara og það er leiðinlegt að sjá það,“ segir Kjartan.

„Ungt fólk sem vill flytjast að heiman frá foreldrum sínum, neyðist til að fara á leigumarkað sem er erfiður og ungt fólk ætti að vera að gera eitthvað annað við peningana sína en að setja þá alla í steinsteypu, það er tilneytt til þess að setja allt of stóran hluta sinna ráðstöfunartekna í húsnæðiskaup eða leigu,“ segir Kjartan, sem í dag talaði einnig fyrir því á fundi borgarstjórnar að borgin lækkaði álagningarprósentu fasteignagjalda.

mbl.is

Innlent »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Úrræðaleysið algjört

05:30 Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Í gær, 18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

Í gær, 18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

Í gær, 17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

Í gær, 17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

Í gær, 17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

Í gær, 16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...