Vill setja strætó í sparifötin á ný

Kjartan Magnússon sat í dag sinn síðasta borgarstjórnarfund, alla vega ...
Kjartan Magnússon sat í dag sinn síðasta borgarstjórnarfund, alla vega í bili, eftir óslitna setu frá árinu 1999. mbl.is/Eggert

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sat í dag sinn síðasta fund í borgarstjórn Reykjavíkur á þessu kjörtímabili, en hann hefur setið í borgarstjórn óslitið frá árinu 1999 og sem varaborgarfulltrúi frá árinu 1994.

Hann segir í samtali við mbl.is að það sé sérstök tilfinning að yfirgefa borgarmálin, en hann var ekki á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar undir lok síðasta mánaðar.

Kjartan flutti þrjár tillögur á síðasta fundi fráfarandi borgarstjórnar í dag og ein þeirra laut að því að strætisvagnar muni aftur verða skreyttir fánum á hátíðardögum.

„Það var ekkert sérstaklega vel tekið í tillöguna af hálfu meirihlutans en henni var vísað áfram til stjórnar Strætó,“ segir Kjartan, en hann lagði þessa tillögu einnig fram í upphafi kjörtímabilsins.

„Þá var henni vísað frá vegna kostnaðar, það var sagt að þetta myndi kosta margar milljónir en ég held að það hafi nú verið svolítið ýkt. Ég aflaði upplýsinga í millitíðinni um að þetta ætti ekki að vera svona dýrt, þetta á bara að vera tiltölulega ódýrt og einfalt,“ segir Kjartan, sem segist hafa heyrt það frá mörgum þeir sakni þess að hafa fána á strætisvögnunum á tyllidögum.

Strætisvagnar voru eitt sinn skreyttir fána á tyllidögum og þannig ...
Strætisvagnar voru eitt sinn skreyttir fána á tyllidögum og þannig vill Kjartan Magnússon sjá það aftur.

„Þetta var mjög hátíðlegt og starfsmenn Strætó voru mjög hrifnir af þessu, en í tíð R-listans sáluga þá lagðist þetta af. Þá gengu gömlu fánarnir sér til húðar og þeir voru ekki endurnýjaðir,“ segir Kjartan, sem vill sjá strætisvagnana í sparifötum á ný.

Segir borginni hafa verið illa stjórnað

Hann segir annars þróunina í borginni á afstöðnu kjörtímabili ekki hafa verið heillavænlega.

„Eins og menn hafa fylgst með þá höfum við borgarfulltrúarnir í Sjálfstæðisflokknum verið í stjórnarandstöðu og ég held að hún hafi verið nokkuð hörð hjá okkur, enda nóg til að benda á sem betur hefði mátt fara,“ segir Kjartan, sem telur borginni að mörgu leyti illa stjórnað.

„Fjármál borgarinnar eru ekki í góðu horfi og húsnæðismálin í mjög slæmu horfi og í menntamálum þarf að taka til hendi. Það er unnið af metnaði hjá borginni á ýmsum sviðum en maður sér að því miður hefur stjórn helstu málaflokka verið slæm,“ segir Kjartan, sem segir fjárhagsstöðu borgarinnar miklu verri nú en þegar hann tók fyrst sæti sem borgarfulltrúi.

Mörg framfaramál hafa þó að mati Kjartans áunnist í borginni á þessum hartnær tveimur áratugum sem hann sat sem borgarfulltrúi. Sennilega of mörg til að telja þau upp.

Ungt fólk eyði of miklu í steinsteypu

Kjartan segir þó stöðuna í húsnæðismálum í Reykjavík nú til dags ekki góða og að það þyki honum miður.

„Fyrir 20 árum var það tiltölulega lítið mál fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Það gátu flestir sem voru með vinnu á annað borð keypt sér íbúð, litla íbúð, án þess að það reyndi mjög mikið á það. En núna er þetta orðið miklu erfiðara og það er leiðinlegt að sjá það,“ segir Kjartan.

„Ungt fólk sem vill flytjast að heiman frá foreldrum sínum, neyðist til að fara á leigumarkað sem er erfiður og ungt fólk ætti að vera að gera eitthvað annað við peningana sína en að setja þá alla í steinsteypu, það er tilneytt til þess að setja allt of stóran hluta sinna ráðstöfunartekna í húsnæðiskaup eða leigu,“ segir Kjartan, sem í dag talaði einnig fyrir því á fundi borgarstjórnar að borgin lækkaði álagningarprósentu fasteignagjalda.

mbl.is

Innlent »

Dagur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp

09:27 Dagur Hoe Sigurjónsson hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun og hefur verið dæmdur til að sæta 17 ára langri fangelsisvist. Meira »

Fólk í vandræðum í Rússlandi

08:28 Embætti ríkislögreglustjóra hefur heyrt af mörgum sem hafa lent í vandræðum eftir að hafa týnt skráningarkortinu (migration card) sem fólk fær við komuna til Rússlands. Meira »

Sjúkum sinnt í Templarahöll

08:18 Baksvið Landspítalinn hefur ákveðið að skrifstofum spítalans við Eiríksgötu 5 verði breytt í þá veru að þar verði í framtíðinni þjónusta við sjúklinga. Meira »

Super Puma umdeildar í Noregi

07:57 Teknisk Ukeblad (TU) í Noregi greindi frá því 15. júní að nota ætti þyrlur sem enginn vildi fljúga með í Noregi til björgunarstarfa á Íslandi. Um er að ræða tvær Airbus H225 Super Puma-þyrlur sem verða afhentar Landhelgisgæslunni (LHG) í lok ársins eða byrjun næsta árs. Meira »

Leitin að arftaka komin á skrið

07:37 „Ég virði það við Gylfa að koma fram núna og tilkynna þetta. Það hefði verið erfitt að fara inn í sumarið í óvissu fram á haust,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í október. Meira »

Ók á 210 km hraða

07:35 Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku um níuleytið í gærkvöldi eftir að lögregla hafði mælt hjólið á 210 km/klst. Meira »

Í vímu yfir á rauðu ljósi

07:31 Ökumaður vélhjóls, sem var undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ók gegn rauðu ljósi og á bifreið á mótum Geirsgötu og Tryggvagötu um ellefuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og var með fíkniefni í fórum sínum. Meira »

Hlýtt á Norðausturlandi

06:50 Veðurstofan varar við varasömum aðstæðum á norðanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum vegna vindhviða í dag og kvöld. Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi en hlýju og þurru á Norðausturlandi. Meira »

Ómannúðleg framkvæmd

06:30 „Þessi framkvæmd sem hefur verið við landamæraeftirlit í Bandaríkjunum að undanförnu, þar sem börn eru skilin frá foreldrum sínum, er ómannúðleg og samræmist ekki þeim gildum sem við aðhyllumst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Reiðhjól landsliðsmanna seld á uppboði eftir HM

05:30 „Hugmyndin er sú að hjólin verði sett á uppboð eftir HM og ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála,“ segir Valur Rafn Valgeirsson, markaðsstjóri reiðhjólaverslunarinnar Tri, um reiðhjólin sem íslensku landsliðsmennirnir hafa notað á HM í Rússlandi. Meira »

Raforkuverð neyðir bónda til að hætta

05:30 „Það borgar sig að loka fremur en að vera með opið á veturna,“ segir Gísli Hallgrímsson, eigandi garðyrkjustöðvarinnar Brúnulaugar í Eyjafirði, sem mun í haust hætta ræktun paprika á veturna. Meira »

Umsvif upp á 23 milljarða

05:30 Áætlað er að félög tengd Norvik í timburvinnslu muni velta um 23 milljörðum króna í ár. Það yrði um 10% aukning milli ára. Umsvif Norvik í timbri hafa aldrei verið meiri síðan félagið hóf timburvinnslu í Lettlandi árið 1993. Meira »

Fleiri markmannstreyjur selst

05:30 Viðar Valsson, verslunarstjóri í Jóa útherja, telur að sala á íslensku markmannstreyjunni sé um þrefalt meiri en á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Meira »

Kostar samfélagið 15 milljarða

05:30 Umferðarslysum fer fjölgandi og það er kostnaðarsamt fyrir samfélagið, segja sérfræðingar sem fara með erindi á Samgönguþingi í dag. Meira »

Sólskinsdagarnir vel nýttir í heyskap

05:30 Víða um land nýttu bændur heiðríkju og sólskin vel og hófu slátt í gær. Í Stóru-Sandvík í Árborg hófst sláttur í fyrradag en gærdagurinn var nýttur til hirðingar. Meira »

Svik og vanefndir tíðir fylgifiskar

05:30 Í niðurstöðum nýlegrar skýrslu Íslandsstofu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að meira en helmingur útflutningsfyrirtækja hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í starfsemi sinni. Meira »

Yfir landið á ská og langsum

05:30 Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, ætlar að ríða á ská landshorna á milli og síðan eftir landinu endilöngu. Eftir ferðalagið verður hann búinn að ríða um flest héruð landsins og teikna stjörnu með ferðum sínum. Meira »

Segir starfsfólki Hvals meinað að vera í VLFA

Í gær, 23:40 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), segir að starfsfólki Hvals hf. hafi verið meinað að vera í félaginu á fundi með forsvarsmönnum Hvals hf. í morgun. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en hvalveiðar hófust að nýju í dag. Meira »

Tóku sólinni opnum örmum

Í gær, 22:48 Þar kom að því að allir landsmenn fengu að njóta sólarinnar. Sú gula lét sjá sig um allt land í dag og þótt ekki hafi verið mjög hlýtt þar sem vind­ur stend­ur af hafi komst hiti á nokkrum stöðum yfir 20 gráður. Mesti hiti á landinu í dag mældist í Árnesi, 20,7 gráður. Meira »
Kynlífsvörur 30% afsláttur af vörum ss titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Unaðsvörur ss ódýrar kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkku...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Til sölu - Marína
Til sölu La Marína á Spáni 25 mín. frá Alicante flugvelli. Gott einbýlishús, stu...