„Ég er ekki lengur hrædd við hann“

Sonja Einarsdóttir á málþinginu í dag.
Sonja Einarsdóttir á málþinginu í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Áreitið heldur áfram. Ég er ekki alveg laus við hann en ég er ekki lengur hrædd við hann,“ segir Sonja Einarsdóttir félagsfræðingur sem hélt erindi á málþingi sem Bjark­ar­hlíð og Kvenna­at­hvarfið stóðu fyr­ir í dag. Hún lýsti þar reynslu sinni af grófu heimilisofbeldi og segist hafa þagað í mörg ár yfir ofbeldinu sem hún sætti af hendi fyrrverandi eiginmanns síns, en sagði að nú hafi hún skilað skömminni. Lýsti hún því meðal annars hvernig maðurinn hefði ráðist á hana og barið hana um allan líkamann meðal annars með skaftpotti. Höggin hafi verið svo þung að skaftið hafi brotnað af pottinum.

Þann 4. október 2016 taldi Sonja botninum náð þar sem hún stóð úti á götu á nærbuxum og flíspeysu einum klæða eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar hafði hent henni út af heimili þeirra eins og oft áður. Hún hringdi þó ekki á lögreglu, heldur hringdi hún á leigubíl til þess að komast í burtu frá ástandinu. Leigubílstjórinn gat sér til um hvernig í pottinn væri búið, sagði henni að hann væri björgunarsveitarmaður og spurði hvort hann mætti hringja á lögreglu fyrir hana. Sonja þáði það og þaðan fór hún í Kvennaathvarfið með börn sín þar sem hún dvaldi í 8 vikur. „Þetta var yndislegur tími. […] Þegar kona kemur úr svona aðstæðum, þá er þetta bara auðn.“

Kerfið ekki hliðhollt þolendum

Við tók erfiður tími hjá Sonju þar sem ofbeldismaðurinn reyndi ítrekað að ná sambandi við hana. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í nálgunarbann, sem hann braut einnig ítrekað. Gefin var út ákæra á hendur manninum í september á síðasta ári, og í kjölfarið fékk Sonja lögskilnað með dómi og fullt forræði, tæpu ári eftir að hún leitaði sér aðstoðar. Hún stendur þó enn í málaferlum við manninn, þar sem hún kærði hann fyrir áreiti og hótanir í apríl. 

Sonja sagði í erindinu að kerfið á Íslandi sé þolendum heimilisofbeldis ekki hliðhollt. Þeir þurfi að fara í gegn um langt og strangt ferli til þess að fá lögskilnað, sitja sáttafundi hjá sýslumanni með gerandanum og fjárskipti séu mjög flókin, jafnvel þótt þau virðist einföld. Þá hafi fyrrverandi eiginmaður Sonju, milli þess sem hann sætti nálgunarbanni, ítrekað reynt að nálgast hana með ógnandi samskiptum. „Þetta er kerfið. Á þessu ári hef ég fengið 125 tölvupósta [frá fyrrverandi eiginmanni mínum]. Viljum við þetta kerfi? Breytum þessu. Það er okkar mannanna verk, að breyta kerfinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vill fjallahjólastíg niður Esjuna

10:37 „Esjan er frábært útivistarsvæði og er jafnframt þekktasta útivistarsvæði okkar Reykvíkinga. Ég sá tækifæri í að nýta þetta svæði betur. Fjallahjólafólk notar nú þegar stígana. Hægt væri að búa þannig um að fleiri gætu notið Esjunnar,” segir Katrín Atladóttir. Meira »

Deiluaðilar sitja á rökstólum

10:32 Fundur hófst klukkan 10:00 í húskynnum ríkissáttasemjara í kjardeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Meira »

„Krafturinn mætti vera dálítið meiri“

09:45 „Það hefur verið góð veiði en ekki aðgæsluveiði eins og undanfarin ár. Hins vegar er alltaf fiskur að bætast við það sem fyrir er. Ýsan er til dæmis ekki komin að neinu ráði en í fyrra hófst ýsuveiði fyrst í lok mars,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE. Meira »

„Ástandið var hræðilegt“

09:35 Mjög rólegt er yfir öllu í Christchurch eftir hryðjuverkaárásirnar segir Eggert Eyjólfsson, læknir á bráðamóttökunni á sjúkrahúsi borgarinnar. Hann segir að ástandið hafi verið hræðilegt fyrst eftir árásirnar en á 2 tímum komu þangað 48 manns með alvarlega skotáverka. Meira »

Sýklalyfjaónæmi til staðar í íslensku búfé

09:05 Sýklalyfjaónæmi er til staðar í íslensku búfé og horfa þarf til fleiri þátta en innflutnings til að sporna við frekari útbreiðslu. Þetta kemur fram í frétt á vef Matvælastofnunar sem segir sýklalyfjaónæmi þó vera minna í íslensku búfé en í flestum Evrópulöndum. Meira »

Morð og pyntingar í sömu setningu

09:02 Morð, pyntingar, kynbundið ofbeldi, fangelsanir án dóms og laga eru meðal orða sem koma upp í hugann þegar fjallað er um mannréttindi og Sádi-Arabíu í sömu setningu. Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Meira »

Búið að opna Súðavíkurhlíð og Öxnadalsheiði

08:36 Búið er að opna á umferð um Súðavík­ur­hlíð, en veginum var lokað í nótt eftir að snjóflóð féll. Einnig er búið að opna Öxna­dals­heiði á ný, en veg­in­um var lokað í gær­kvöldi vegna stór­hríðar. Meira »

Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu

08:21 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar núna kl. 8:30. Efni fundarins er „aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga“ eins og segir á vef Alþingis. Meira »

Átaki í þágu byggðar við Bakkaflóa

08:18 Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var nýlega haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði. Meira »

Helmingi færri aðgerðum frestað nú

07:57 Frestanir hjartaaðgerða á Landspítalanum það sem af er árinu eru helmingi færri en á sama tíma í fyrra, að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs. Meira »

Hönnun hótelturns verði endurskoðuð

07:37 Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur farið þess á leit að hönnun 17 hæða byggingar við Skúlagötu 26 verði endurskoðuð. Hótel er fyrirhugað í turninum en sunnan hans verður 28 íbúða fjölbýlishús. Meira »

Kröpp lægð á hraðri siglingu

06:40 Langt suður í hafi er kröpp og ört dýpkandi lægð á hraðri siglingu norður á bóginn. Eftir miðnætti er lægðin farin að nálgast suðurströndina og eykst þá vindur af norðaustri, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Snjóflóð féll í Súðavíkurhlíð

05:52 Veginum um Súðavíkurhlíð var lokað í nótt vegna snjóflóðs og eins er Öxnadalsheiði lokuð en veginum var lokað í gærkvöldi vegna stórhríðar. Meira »

Verkföll að skella á í kvöld

05:30 Sólarhringsverkföll ríflega tvö þúsund félaga í VR og Eflingar sem beinast að 40 hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum skella á að óbreyttu á miðnætti í kvöld. Sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu félaganna og SA kl. 10 í dag. Meira »

Orkupakkinn fyrir lok mars

05:30 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og mál þeim tengd fyrir þann frest,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við mbl.is í gærkvöldi spurður hvort ríkisstjórnin hygðist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til þess rynni út 30. mars næstkomandi. Meira »

Hyggjast vera leiðandi í Evrópu 2020

05:30 Fyrirtækið Arctic Trucks stefnir á að verða leiðandi í breytingum á fjórhjóladrifnum bílum í Evrópu á næsta ári.  Meira »

Tillögu um talmeinaþjónustu vísað frá

05:30 „Allir í minnihluta studdu þetta, en með því að vísa þessari tillögu frá finnst mér borgarmeirihluti ekki skilja mikilvægi þess að börn sem þurfa á talmeinaþjónustu að halda fái áframhaldandi þjónustu í grunnskóla,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »

Kallað eftir sjálfboðaliðum

05:30 „Þetta er þessi árlega barátta eftir veturinn. Það fýkur hingað mikið af rusli, einkum frá Egilshöll og byggingarsvæðum í Úlfarsárdal. Mikið af þessu rusli er popppokar, gosglös og alls konar plast tengt framkvæmdum. Svo er auðvitað mikið af kertadósum og öðru dóti sem fýkur af leiðunum.“ Meira »

Haslar sér völl á raforkumarkaði

05:30 Festi, sem m.a. á N1 og Krónuna, hefur fest kaup á 15% hlut í Íslenskri orkumiðlun.  Meira »