Barnaverndarstofa sýknuð

Freyja Haraldsdóttir á þingi en hún var varaþingmaður Bjartrar framtíðar …
Freyja Haraldsdóttir á þingi en hún var varaþingmaður Bjartrar framtíðar 2013-2016. mbl.is/Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Barnaverndarstofu í máli sem Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, höfðaði gegn stofnuninni eftir að henni var synjað um að gerast varanlegt fósturforeldri.

Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málsmeðferðar og ófatlaðir við umsókn sína um að gerast fósturforeldri. Var henni m.a. neitað um að sækja námskeiði Foster Pride sem er haldið á vegum Barnaverndarstofu ætlað áhugasömum fósturforeldrum, en umsækjendum um að taka barn í fóstur er skylt að sækja slíkt áður en leyfi er veitt til að gerast varanlegt fósturforeldri. Dómur í málinu var kveðinn upp klukkan 13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert