Icelandair vissi ekki af mislingasmiti

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. mbl.is/Styrmir Kári

„Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um málið,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Heilbrigðisyfirvöld í Toronto hafa gefið út viðvörun til flugfarþega, samkvæmt frétt CBS í Kanada, eftir að farþegi, sem flaug frá Kænugarði til Toronto með viðkomu á Íslandi, greindist með mislinga. Af þremur flugferðum voru tvær með Icelandair.

„Við förum eftir leiðbeiningum frá sóttvarnalækni um hver okkar viðbrögð eigi að vera,“ bætir Guðjón við.

Kanadísk yfirvöld höfðu í morgun ekki haft samband við sóttvarnalækni vegna smitsins, sem er sagt hafa átt sér stað í síðustu viku.

Af þremur flugferðum voru tvær með Icelandair.
Af þremur flugferðum voru tvær með Icelandair. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Sóttvarnalæknir ætlar að vera í sambandi við Kanadamenn til að fá staðfest að um mislingasmit hafi verið að ræða. 

Ef það reynist rétt ætlar embættið í framhaldinu að ræða við Icelandair um viðbrögð. Láta þurfi farþeg­ana sem voru um borð í vél­un­um vita af smit­inu, sér­stak­lega Íslend­ing­ana.

Misl­ing­ar er veiru­sjúk­dóm­ur sem er mjög smit­andi og ein­kenn­ist af hita og út­brot­um um all­an lík­amann. Hann get­ur verið hættu­leg­ur og jafn­vel valdið dauða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert