Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

mbl.is/Hjörtur

Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um samþykkt á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, að ákveðið hafi verið að fara ekki eftir tveggja stoða kerfi EES-samningsins við innleiðingu hennar. Engin tillaga var raunar gerð um að sú leið yrði farin að því er segir í greinargerðinni.

Tveggja stoða kerfið er sá grundvöllur sem EES-samningurinn hefur hvílt á og gengur í stuttu máli út á það að þau ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem aðild eiga að samningnum, Ísland, Noregur og Liechtenstein, séu ekki undir ákvarðanavald stofnana Evrópusambandsins sett heldur einungis stofnana sem haldið er úti af EFTA og sem ríkin eiga aðild að.

Tvær leiðir voru einkum til skoðunar varðandi innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar, að Eftirlitsstofnun EFTA tæki ákvarðanir gagnvart EFTA/EES-ríkjunum með sama hætti og ákveðið var með fjármálaeftirlit Evrópusambandsins á sínum tíma, eða að Persónuvernd á Íslandi heyrði beint undir ákvörðunarvald stofnunar sambandsins á sviði persónuverndar.

Vilji ESB, Noregs og Liechtenstein

Fram kemur að ákveðið hafi verið að fara seinni leiðina. Einkum vegna þess að ákvarðanir stofnunar Evrópusambandsins á sviði persónuverndar muni ekki beinast að einstaklingum og lögaðilum á Íslandi og lögaðilum heldur opinberum aðilum. Einnig kemur fram að Evrópusambandið, Noregur og Liechtenstein hafi lagt áherslu á að fara þessa leið.

Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, benti hins vegar á það í grein í Morgunblaðið um síðustu helgi að viðurkennt væri í frumvarpi að lögum um innleiðingu persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins að ákvarðanir Persónuverndar byggðar á ákvörðunum stofnunarinnar kynnu að hafa áhrif á hérlenda einstaklinga og lögaðila.

Arnaldur segir ennfremur í greininni að innleiðing persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins virtist fara gegn stjórnarskránni og hvatti til þess að Alþingi tæki sér nauðsynlegan tíma til þess að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum hennar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur sína á vettvangi EES-samningsins.

Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa harðlega gagnrýnt kröfur ESB um að Ísland, Noregur og Liechtenstein samþykki að gangast beint undir vald stofnana sambandsins og að tveggja stoða kerfi EES-samningsins sé þannig sniðgengið. Þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Mikilvægt mál en þarf að skoða betur

Til stendur að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra á þingfundi í dag en síðari umræða um hana fór fram í gærkvöldi. Þar tóku þrír þingmenn til máls eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, gerði grein fyrir málinu.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, hvatti til þess að Alþingi tæki sér meiri tíma til þess að fara yfir málið. Ekki síst í ljósi athugasemda frá lögspekingum þess efnis að ekki hafi verið gætt nægjanlega vel að því hvort það stæðist stjórnarskrána.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði löggjöfina skref í rétta átt þegar kæmi að vernd persónuupplýsinga almennings. Ekki síst á netinu. Fór hann yfir ýmislegt dæmi þar sem ekki hafi verið farið varlega í þeim efnum og um það sem þyrfti að varast.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði málið mikilvægt en tók undir með Gunnar Braga um að það væri að koma alltof seint inn í þingið. Málið þyrfti meiri og ítarlegri umfjöllun og að huga þyrfti meðal annars að samspili þess við stjórnarskrána. 

mbl.is

Innlent »

Skór Gylfa hjálpuðu Kvennaathvarfinu

14:57 Takkaskór Gylfa Þórs Sigurðssonar skiluðu Kvennaathvarfinu 200 þúsund krónum eftir að þeir voru keyptir á uppboði sem Á allra vörum stóð fyrir í september á síðasta ári. Meira »

Meirihluti útleigu leyfislaus

14:56 Meirihluti leyfisskyldrar útleigu til skamms tíma virðist leyfislaus samkvæmt greiningu hagdeildar Íbúðarlánasjóðs. Þá hægir verulega á vexti framboðs húsnæðis til skammtímaleigu og vöxtur tekna af skammtímaleigu í gegnum Airbnb hefur verið mun minni fyrstu mánuði þessa árs en undanfarin ár. Meira »

Ný borhola á Hjalteyri

14:38 Ný og afkastamikil vinnsluhola Norðurorku á Hjalteyri, sem boruð var í vor, lofar góðu. Í tilkynningu frá ÍSOR segir að nýja holan hafi verið prófuð með svokölluðu blástursprófi nú á föstudag og sýna niðurstöður prófsins að holan er í góðu sambandi við jarðhitakerfið á svæðinu. Meira »

Hefja veiðar eftir tveggja ára hlé

14:15 Veiðar á langreyð hófust í gærkvöldi á ný eftir tveggja ára dvala þegar Hvalur 8 hélt á miðin frá Hvalfirði. Hvalur hf. gerir út tvo hvalveiðibáta í sumar, Hval 8 og Hval 9. Sá síðarnefndi er enn í slipp en verður væntanlega klár strax upp úr helginni. Meira »

Erlendur ökumaður áfram í farbanni

13:43 Farbann Héraðsdóms Suðurlands yfir bandarískum ferðamanni sem lenti í árekstri á Suðurlandsvegi þann 16. maí var staðfest í Landsrétti í gær. Manninum, sem er bandarískur ríkisborgari, er meinuð för úr landi til 11. júlí. Einn dómari skilaði sérákvæði. Meira »

Orrusta stuðningsmannanna

11:50 Það er ekki einungis landslið Íslands í knattspyrnu sem er í sviðsljósinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi heldur virðast íslenskir stuðningsmenn vekja mikla athygli hvert sem þeir fara. Meira »

Mesta mildi að ekki fór verr

11:47 12 ára gömul stúlka var hætt komin í Eiðavatni á Austurlandi í gær. Stúlkan, sem sótti sumarbúðir Kirkjumiðstöðvar Austurlands við Eiðavatn, er flogaveik og fékk flogakast í vatninu þar sem börnin höfðu verið að leika sér við að stökkva í vatnið og svamla þar um. Meira »

Sigurður áfram í farbanni

11:45 Sigurður Kristinsson var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann er grunaður um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem snýr að innflutningi á amfetamíni til landsins. Meira »

Niðurstöðu ekki að vænta á stöðufundi

11:12 „Þetta er erfiður róður, hefur verið það og verður það væntanlega. Við mætum bara með opinn huga og leitum eftir sáttum.“ Þetta sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar, í samtali við mbl.is þar sem hún var á leið til fundar með samninganefnd ríkisins sem hófst klukkan 11. Meira »

Eignarhald og innviðir hafa neikvæð áhrif

11:00 Nýleg rannsókn bendir til þess að samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs sé með besta móti, ef miðað er við svokallaðan FPI-mælikvarða. Meira »

Japanir tóku til eftir sig í stúkunni

10:50 Aðdáendur japanska knattspyrnuliðsins sem knúði fram sigur í spennandi leik gegn Kólumbíu í gær hafa vakið talsverða athygli fyrir að taka sér tíma eftir leikinn til þess að hreinsa til í stúkunni eftir sig. Meira »

Þrjár sækjast eftir skólameistarastöðum

10:16 Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík og Verkmenntaskóla Austurlands rann út þann 11. júní. Tvær sóttust eftir stöðu skólameistara á Húsavík en ein á Neskaupstað. Meira »

Malbikað á Reykjanesbraut

09:42 Unnið er að því að malbika Reykjanesbraut á 1.200 m kafla á mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg til klukkan 23:30 í kvöld.  Meira »

Fjölmargir fuglar dauðir úr fuglakóleru

09:21 Matvælastofnun fékk í síðustu viku tilkynningu um að fjölmargar æðarkollur og nokkrir aðrir villtir fuglar hefðu fundist dauðir. Rannsókn á fuglunum á Tilraunastöð HÍ að Keldum leiddi í ljós að um fuglakóleru var að ræða. Fólki stafar ekki hætta af henni. Meira »

Pósturinn lokar fyrr

09:13 Í tilefni af landsleik Íslands og Nígeríu verður öllum afgreiðslustöðum og þjónustuveri Póstsins lokað klukkan 14:30 föstudaginn 22. júní. Meira »

Fá ungmenni án vinnu og utan skóla

09:07 Ísland var í fyrra með lægsta hlutfall ungs fólks á aldrinum 15–24 ára sem var án vinnu, utan skóla og ekki í starfsþjálfun (3,9%). Næst á eftir komu Holland og Noregur. Hæst var hlutfallið í Makedóníu (24,9%) og Tyrklandi (24,2%) en meðaltal Evrópusambandsins var 10,9%. Meira »

Landlæknir varar við sólinni í vætutíð

08:18 Landlæknisembættið hefur nú birt tilmæli á heimasíðu sinni þess efnis að nú sé sá árstími þegar landsmenn flykkjast út til að njóta útiveru og sólar. Þá þyrfti fólk að hafa í huga að gæta sín á sólinni. Meira »

Margir munu ekki fá lyfin sín

07:57 Með gildistöku reglugerðar um lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja frá 1. júlí nk. verður afgreiðsla lyfja sem innihalda amfetamín og metýlfenídat takmörkuð við lyfjaskírteini Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), skv. Meira »

Bergþór fékk fyrsta laxinn

07:33 Bergþór Grétar Böðvarsson er Reykvíkingur ársins og það var hann sem landaði fyrsta laxinum í Elliðaánum í morgun.   Meira »
Gleraugu fundust Gleraugu fundust við
Gleraugu fundust Gleraugu fundust við Miklubraut í Skeifunni, 13. júní um klukka...
Bækur til sölu
550 ljóðabækur til sölu á 82 þúsund. Einnig bréf til Láru, 1. útg. 2. útg. og ...
Silkihana
Flottir silkihanar til sölu, 3000 kr stk. s. 6956570...
Hreinsa þakrennur o.fl
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...