Kosið að fara ekki tveggja stoða leiðina

mbl.is/Hjörtur

Fram kemur í greinargerð með þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um samþykkt á persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins, að ákveðið hafi verið að fara ekki eftir tveggja stoða kerfi EES-samningsins við innleiðingu hennar. Engin tillaga var raunar gerð um að sú leið yrði farin að því er segir í greinargerðinni.

Tveggja stoða kerfið er sá grundvöllur sem EES-samningurinn hefur hvílt á og gengur í stuttu máli út á það að þau ríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem aðild eiga að samningnum, Ísland, Noregur og Liechtenstein, séu ekki undir ákvarðanavald stofnana Evrópusambandsins sett heldur einungis stofnana sem haldið er úti af EFTA og sem ríkin eiga aðild að.

Tvær leiðir voru einkum til skoðunar varðandi innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar, að Eftirlitsstofnun EFTA tæki ákvarðanir gagnvart EFTA/EES-ríkjunum með sama hætti og ákveðið var með fjármálaeftirlit Evrópusambandsins á sínum tíma, eða að Persónuvernd á Íslandi heyrði beint undir ákvörðunarvald stofnunar sambandsins á sviði persónuverndar.

Vilji ESB, Noregs og Liechtenstein

Fram kemur að ákveðið hafi verið að fara seinni leiðina. Einkum vegna þess að ákvarðanir stofnunar Evrópusambandsins á sviði persónuverndar muni ekki beinast að einstaklingum og lögaðilum á Íslandi og lögaðilum heldur opinberum aðilum. Einnig kemur fram að Evrópusambandið, Noregur og Liechtenstein hafi lagt áherslu á að fara þessa leið.

Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, benti hins vegar á það í grein í Morgunblaðið um síðustu helgi að viðurkennt væri í frumvarpi að lögum um innleiðingu persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins að ákvarðanir Persónuverndar byggðar á ákvörðunum stofnunarinnar kynnu að hafa áhrif á hérlenda einstaklinga og lögaðila.

Arnaldur segir ennfremur í greininni að innleiðing persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins virtist fara gegn stjórnarskránni og hvatti til þess að Alþingi tæki sér nauðsynlegan tíma til þess að kanna hvort gætt hafi verið fyllilega að ákvæðum hennar í samningaviðræðum ríkisins við viðsemjendur sína á vettvangi EES-samningsins.

Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa harðlega gagnrýnt kröfur ESB um að Ísland, Noregur og Liechtenstein samþykki að gangast beint undir vald stofnana sambandsins og að tveggja stoða kerfi EES-samningsins sé þannig sniðgengið. Þar á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Mikilvægt mál en þarf að skoða betur

Til stendur að greiða atkvæði um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra á þingfundi í dag en síðari umræða um hana fór fram í gærkvöldi. Þar tóku þrír þingmenn til máls eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, gerði grein fyrir málinu.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, hvatti til þess að Alþingi tæki sér meiri tíma til þess að fara yfir málið. Ekki síst í ljósi athugasemda frá lögspekingum þess efnis að ekki hafi verið gætt nægjanlega vel að því hvort það stæðist stjórnarskrána.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði löggjöfina skref í rétta átt þegar kæmi að vernd persónuupplýsinga almennings. Ekki síst á netinu. Fór hann yfir ýmislegt dæmi þar sem ekki hafi verið farið varlega í þeim efnum og um það sem þyrfti að varast.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði málið mikilvægt en tók undir með Gunnar Braga um að það væri að koma alltof seint inn í þingið. Málið þyrfti meiri og ítarlegri umfjöllun og að huga þyrfti meðal annars að samspili þess við stjórnarskrána. 

mbl.is

Innlent »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »

„Fréttin strax orðin gömul“

13:14 „Makríllinn er sprettharður fiskur og það getur verið mikil fart á honum. Í túrnum eltum við hann í yfir 100 mílur á einungis tveimur sólarhringum. Hann fer svo hratt yfir að þegar fréttist af makríl einhvers staðar er fréttin strax orðin gömul því það er engin vissa fyrir því að finna makríl þegar komið er á staðinn.“ Meira »

Hljóp út í móa til að flýja lögreglu

12:39 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina tók á sprett út í móa til að flýja lögregluna. Hann sinnti því ekki þegar lögreglan gaf honum fyrirmæli um að stöðva og lögreglumaður hljóp hann þá uppi. Ökumaðurinn náði að sparka í lögreglumanninn svo á honum sá. Meira »

Vilja að Kristín Soffía biðjist afsökunar

12:34 Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist formlegrar afsökunar og dragi til baka ummæli sín um að trúnaður hafi verið brotinn á síðasta fundi ráðsins eftir að minnihlutinn gekk af fundinum. Meira »

Tónlistin færir gleði og tilgang

10:30 Goðsögnin David Crosby kemur fram ásamt hljómsveit í Háskólabíói á fimmtudag og á efnisskránni verða meðal annars lög sem Crosby, Stills, Nash & Young gerðu fræg. Crosby segist enn njóta þess að koma fram, meira en hálfri öld eftir að ævintýrið hófst. Meira »

Enginn í haldi vegna íkveikju

10:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að vinna úr vísbendingum sem hafa borist í tengslum við íkveikju fyrir utan bílaumboðið Öskju um fimm í nótt. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við íkveikjuna. Forstjóri Öskju segir að átta bifreiðar hafi skemmst í brunanum. Meira »
Óska ertir Kartell- borðlampa.
Vill kaupa Kartell- borðlampa, með skermi sem gerður er úr mörgum mislitum smág...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Skrifstofuhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3. Hentugt fyrir allt að 6 starfsmenn...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1250.000 + vsk ...