Ekki ólíklegt að hafísjaka reki að landi

Flugvél Landhelgisgæslunnar kannar legu íssins.
Flugvél Landhelgisgæslunnar kannar legu íssins. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Hafís sem borist hefur frá austurströnd Grænlands er næst landi í aðeins sjö sjómílna fjarlægð norður af Hornströndum.

Núverandi vindátt veldur því að ísinn færist sífellt nær og er því ekki ólíklegt að jaka beri að landi. Landhelgisgæslan og lögreglan á Vestfjörðum fylgjast náið með málum og eru í viðbragðsstöðu, m.a. vegna ísbjarna.

„Ísbirnir una sér best á ís og því kemur mikil bráðnun íss sér illa fyrir þá. Erfitt er að áætla hvort og hvenær ísbirni rekur hingað en það er alltaf möguleiki,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur, í umfjöllun um hafískomuna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert