Ljósmæður felldu kjarasamninginn

Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirhluta. Frá fundi deiluaðila …
Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning með yfirgnæfandi meirhluta. Frá fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í síðasta mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Tæplega 70 prósent ljósmæðra greiddu atkvæði gegn nýgerðum kjarasamningi ríkisins við ljósmæður. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands. Samningurinn hljóðaði upp á 4,21 prósenta launahækkun og innspýtingu fjármagns inn í heilbrigðisstofnanir frá heilbrigðisráðuneytinu.

Að sögn Katrínar ætlar kjaranefnd ljósmæðra að hittast og fara yfir næstu skref, en ljóst sé að töluvert vantaði upp á til þess að ljósmæður samþykktu samninginn. Fjöldi uppsagna taka gildi þann 1. júlí næstkomandi og er því neyðarástand yfirvofandi.

„Að mér vitandi hefur engin dregið uppsagnirnar til baka, og af því sem maður heyri gæti maður trúað því að uppsögnum fjölgi frekar en að þær verði dregnar til baka,“ sgeir Katrín. 87 prósent ljósmæðra tóku þátt í atkvæðagreiðslunni um nýjan samning og 3,3 prósent skiluðu auðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert