„Svo sturlaður að ég þekkti ekki rödd hans“

Jenný Kristín Valberg flutti erindi á málþinginu „Ofbeldi sem kerfið ...
Jenný Kristín Valberg flutti erindi á málþinginu „Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda“ á dögunum og sagði frá reynslu sinni af heimilisofbeldi. Ljósmynd/Aðsend

„Eftir nokkurra daga stjórnlausa bræði þar sem dóttir okkar vaknaði við öskrin, hurðaskelli og höggin þegar hann barði í veggi vissi ég að það yrði aldrei snúið til baka. Ástandið var orðið stjórnlaust,“ sagði Jenný Kristín Valberg, MA nemi í kynjafræði, í erindi sínu á málþingi Bjarkarhlíðar og Kvennaathvarfsins í vikunni. Jenný Kristín flúði heimili sitt vegna ofbeldis sem hún sætti af hendi fyrrverandi sambýlismanns síns og barnsföður.

„Ég var í ofbeldissambandi í 13 ár,“ sagði Jenný. Fyrrverandi maður hennar hafi beitt fýlustjórnun, þögnum, ógnunum, augnarráði, líkamlegum tilburðum, skellt hurðum, látið hringla í hnífapörum, barið í veggi og barið í hurðakarma til þess að sýna fram á vald sitt.

„Þegar maðurinn er einu sinni búinn að sýna hvers megnugur hann er, þótt hann berji þig ekki eða börnin, en hann lemur í veggi og húsgögn og brýtur þau - þá þarf hann ekki að lemja þig, hann er með stjórnina.“ segir Jenný í myndbandi sem gefið var út fyrir herferðina „Þekkjum rauðu ljósin“.

Myndi ekki geta stoppað hann

Hún segir að fyrrverandi maður hennar hafi dag einn rokið út í bræðiskasti eftir að hafa sýnt sér og börnunum ógnandi tilburði og hún hafi þá nýtt tækifærið til þess að koma sér og börnum sínum út úr húsinu. „Á þeim tímapunkti vissi ég ekki hvert ég væri að fara, ég vissi bara að hann var að sleppa sér og ef hann myndi sleppa sér á mig myndi ég ekki geta stoppað hann,“ sagði Jenný.

Hún hringdi því í föður sinn og leitaði húsaskjóls hjá honum. Ekki leið á löngu þar til maðurinn hafði samband, öskureiður yfir því að hún hefði lagt á flótta með börnin. Hann hafi verið ævareiður fyrir en það hafi verið smávægilegt miðað við það sem á eftir kom. „Hann var svo sturlaður að ég þekkti hann ekki á röddinni.“

Maðurinn reyndi að telja Jenný á að snúa aftur á heimili þeirra milli þess sem hann öskraði á hana, því hann sagðist að sjálfsögðu elska hana og hún hlyti að skilja það. Þegar honum tókst ekki að telja hana á að koma heim hafi ofsinn rokið upp aftur og þá hafi hann hótað henni. „Bíddu bara, þú munt sjá, ég mun, ég ætla og ég skal...,“ sagði maðurinn við Jenný.

Einnig hafi hann í kjölfarið haft samband við dóttur þeirra Jennýar, sem þá var 12 ára gömul, með tölvupóstum þar sem hann útskýrði fyrir henni hversu mikið hann hataði Jenný, hversu mikið hann vildi meiða hana og að hann ætlaði sér að gera henni erfitt fyrir. „Hann var svo sturlaður að hann gerði sér enga grein fyrir því að hann var að tala við barn.“

Sat fyrir dóttur þeirra

Hótanir af hans hálfu dundu yfir Jenný á öllum samfélagsmiðlum þar sem maðurinn sagði hana vera að tálma umgengni hans við dóttur þeirra og að hún skildi passa sig. Dóttir þeirra hafi, á þessum tíma, verið orðin mjög hrædd við föður sinn. „Barnið hafði oft verið hrætt við hann áður þegar hann hafði tekið reiðisköstin heima, en það var ekkert í líkingu við þetta,“ sagði Jenný. Maðurinn hafi ekki sætt sig við að dóttir þeirra vildi ekki hitta hann og reyndi ítrekað að sitja fyrir henni við skólann og við íþróttahúsið þar sem hún æfði fimleika. Það hafi orðið til þess að hún hætti að þora að mæta á æfingar.

Maðurinn neitaði jafnframt að afhenda Jenný persónulega muni í eigu hennar og barnanna. Úr fór að Jenný réð lásasmið til þess að sækja eigur sínar. Maðurinn hafi þá ráðist á lásasmiðinn og lögreglan var í kjölfarið kölluð til. Þá hafi hann brugðist við með því að segja  „það er ekkert hér sem tilheyrir ykkur, þú átt ekkert hér inni.“

Nýtti síðasta tækifærið til að stjórna og drottna

Við tók langt skilnaðarferli og Jenný þurfti að byrja frá grunni. Hún hafði fengið úthlutað íbúð á Stúdentagörðum en var ekki með nein húsgögn til þess að taka með sér. „Ég gerði lista í hverri viku og sendi til hans með eigum sem ég vildi fá úr innbúinu og hann sendi það sem honum fannst ég eiga skilið að fá. Þarna hafði hann síðasta tækifærið til að stjórna og drottna.”

Hálft ár leið og maðurinn lét ekki ná í sig. Á þeim tíma fékk hún ekkert meðlag eða barnabætur og hann tók engan þátt í kostnaði vegna dóttur þeirra. „Ég var komin með nóg af hótunum, ásökunum og þvingunum. Ég prentaði út pappíra, sendi honum lista yfir örfáa hluti sem mig vantaði af heimilinu og sagði að hann mætti í raun fá allt annað,“ segir Jenný. „Á þessum tímapunkti gat ég hreinlega ekki meira, ég vildi vera laus og vildi fá að hvíla mig. Þetta voru auðvitað gríðarleg mistök, að skilja allt eftir, en kerfið býður bara ekki upp á annað.“

Jenný gagnrýndi í erindi sínu að kerfið miðaði að þolendum og sagði litið fram hjá gerendum. Hún hafi þurft að bera ábyrgð á því að halda góðum samskiptum við manninn til þess að dóttir þeirra gæti haldið tengslum við hann. „Það er svo magnað að það vita þetta allir, skólinn veit þetta, skólasálfræðingurinn veit þetta, félagsþjónustan veit þetta. Það vita allir að við erum fólk að koma úr þessum aðstæðum, og að hann skapaði þessar aðstæður, en hann fær ekkert rautt spjald. Hann þarf ekkert að stoppa og hugsa sinn gang.”

mbl.is

Innlent »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

Í gær, 20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Í gær, 20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

Í gær, 20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Grjótbækur Kjarvals, 3 stk. ib., Old Nordisk Ordbog 1863, Eiríkur...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...