Wappað víða um landið

Heimskautsgerðið á Melrakkaási við Raufarhöfn vekur athygli.
Heimskautsgerðið á Melrakkaási við Raufarhöfn vekur athygli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þessa dagana er verið að setja inn leiðsögn á fjórum gönguleiðum á Melrakkasléttu á símaappið Wapp. Þar er nú að finna lýsingu á alls 253 leiðum víða um land.

Fyrstu pistlarnir fóru í loftið haustið 2015 og var einn þeirra um Skáldaleiðina svonefndu sem Halldór Laxnes gekk oft, það er frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal, upp með Köldukvísl að Helgufossi. Síðan þá hefur mikið bæst við og ætla má að efnið á þessum vef, sem er bæði á íslensku og ensku, dygði til að fylla tólf 200 blaðsíðna bækur á hvoru tungumáli.

Wappinu má helst líkja við stafræna GPS-gönguleiðabók. Hverri gönguleið er lýst með korti og meðfylgjandi er fróðleikur um menningu, sögu og náttúru,“ segir Einar Skúlason sem er höfundur efnisins. Hann hefur lagt mikið í heimildavinnuna og leitað fanga til dæmis í héraðslýsingum og þjóðlegum fróðleik.

Sjá viðtal við Einar um þessa þjónustu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Einar Skúlason á göngu á Þingvöllum.
Einar Skúlason á göngu á Þingvöllum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert