Fornir gripir fundust í sorpgámi

Oddar af örvum og spjótum, skrautlauf, brot úr lyfjaglasi og …
Oddar af örvum og spjótum, skrautlauf, brot úr lyfjaglasi og hálsfesti voru í sendingunni góðu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leita nú upplýsinga um fjölda gripa sem því bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins á föstudaginn í sl. viku.

Í plastkassa sem barst á gámastöðina við Dalveg í Kóapvogi voru, vafðir innan í salernispappír, oddar af örvum og spjótum, sveigðar járnþynnur, glerbrot úr lyfjaglösum, axarhöfuð, skrautlauf og fleira; alls tugir gripa sem allir eru mjög fágætir.

Ármann Guðmundsson, sérfræðingur fornminja hjá Þjóðminjasafninu, segir þessa sendingu mjög óvenjulega. Nauðsynlegt sé að sá eða sú sem fór með gripina í sorpið gefi sig fram og greini frá vitneskju sinni, hver sem hún kunni að vera. Öðruvísi upplýsist málið varla, að því er fram kemur í umfjöllun um munina fornu í Morgunblaðinu í dag.

Ármann Guðmundsson með axarhöfuð sem var í kassanum dularfulla.
Ármann Guðmundsson með axarhöfuð sem var í kassanum dularfulla. mbl/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: