Komnir upp í flugvél á leið til Rússlands

Íslenska karlalandsliðið er komið á Saga Lounge á Keflavíkurflugvelli þar sem liðið bíður þangað til það fer um borð í flugvélina sem flytur þá til Gelendzhik í Rússlandi þar sem æfingabúðir liðsins verða á meðan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stendur.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu stillti sér upp fyrir framan flugvél …
Íslenska landsliðið í knattspyrnu stillti sér upp fyrir framan flugvél Icelandair sem flýgur þeim til Rússlands. mbl.is/Eggert

Seinkun var á flugi liðsins, sem átti að fara klukkan 10:30 en fer ekki fyrr en hálftólf, tólf og herma heimildir mbl.is að það sé vegna þess að taskan hans Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara hafi farið upp í ranga rútu sem var á leið til Stykkishólms í stað rútunnar sem fór til Keflavíkur. Til töskunnar náðist á Akranesi og var hún send með hraði til baka.

Þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson.
Þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson. mbl.is/Eggert

Fyrir utan brottfararhliðið var búið að koma fyrir stórum sjónvarpsskjá þar sem spilaðar voru kveðjur til strákanna, m.a. frá vinum og vandamönnum. 

Leikmenn liðsins og fylgdarlið eru 45 talsins og voru allir klæddir í stíl, í ljósbláum jakka, hvítri skyrtu, og dökkbláum buxum frá Herragarðinum og brúnum leðurskóm. Fyrsti leikur liðsins er eftir viku, á móti Argentínu. 

Attachment: "Landsliðið í Leifstöð" nr. 10698

Íslenska karlalandsliðið þegar það gekk inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar …
Íslenska karlalandsliðið þegar það gekk inn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson taka því …
Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson taka því rólega í Saga Lounge fyrir flugtak. Ævintýri er handan hornsins. mbl.is/Eggert
Ein fyrir samfélagsmiðlana. Fyrirliðinn kann þetta.
Ein fyrir samfélagsmiðlana. Fyrirliðinn kann þetta. mbl.is/Eggert
Rauði dregillinn lá við fætur strákanna frá brottfararhliðinu að flugvélinni.
Rauði dregillinn lá við fætur strákanna frá brottfararhliðinu að flugvélinni. mbl.is/Eggert
Slegið á létta strengi. Heimir Hallgrímsson var léttur í bragði …
Slegið á létta strengi. Heimir Hallgrímsson var léttur í bragði á Keflavíkurflugvelli en hefur eflaust verið nokkuð stressaður þegar í ljós kom að hann setti töskuna sína óvart í vitlausa rútu sem var á leið til Akraness. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert