Taldi niður eftir sex Esjur

Þor­berg­ur Ingi Jóns­son tók þátt í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í ...
Þor­berg­ur Ingi Jóns­son tók þátt í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrsta skipti í dag og gerði sér lítið fyrir og sló brautarmetið um klukkutíma. Ljósmynd/Þórarinn Sigurbergsson

Þegar flestir voru að nudda stírurnar úr augunum í morgunsárið og fá sér fyrsta kaffibollann var utanvegahlauparinn Þor­berg­ur Ingi Jóns­son nýbúinn að ljúka við að hlaupa ellefu ferðir upp Esjuna í Mt. Esja Ultra-hlaup­inu.

Hlaupinu er skipt upp í þrjú erfiðleikastig og var Þorbergur ræstur út á miðnætti ásamt fimm öðrum hlaupurum í lengstu vegalengdinni, 77 kílómetrum með 6.600 metra hækkun, og höfðu hlaupararnir 18 klukkutíma til að ljúka hlaupinu, alls ellefu ferðum.

Þorbergur hafði sett sér markmið um að hlaupa undir tíu klukkustundum og gerði hann gott betur en það þegar hann kom í mark rétt eftir klukkan hálftíu í morgun á tímanum 9 klukkustundum, 39 mínútum og 49 sekúndum og bætti þar með brautarmet Friðleifs Friðleifs­son­ar um klukku­tíma.

„Ég er svo heppinn að ég er nýbúinn að eignast barn þannig ég hef aðlagast því að sofa lítið,“ segir Þorbergur, en hann viðurkennir að hann hafi verið frekar þreyttur þegar hann lagði af stað. „Þetta er erfitt, það er erfiðara að halda fókus, en maður bara gerir þetta.“

Þorbergur Ingi lagði af stað á miðnætti og rúmum níu ...
Þorbergur Ingi lagði af stað á miðnætti og rúmum níu klukkustundum síðar hafði hann lokið við 11 ferðir upp og niður Esjuna. Ljósmynd/Þórarinn Sigurbergsson

Þreyta og þjáning í tíu klukkutíma

Þorbergur segir að hlaupið í nótt hafi verið andleg áskorun, sérstaklega þar sem endurtekningarnar eru svo margar, eða ellefu talsins. „Ég fór of hratt af stað. Ég þurfti svolítið að díla við það síðustu fimm Esjurnar að detta ekki niður, en það gekk mjög vel í rauninni. Eftir sex Esjur var maður að telja niður,“ segir Þorbergur.

Hann segir að tilfinningin að koma í mark eftir löng hlaup sé alltaf jafngóð. „Ég var búin að hlaupa í þreytu og þjáningu í tíu tíma og það var því æðislegt að koma í mark. Það gekk allt upp og setti flott brautarmet sem ég er mjög ánægður með.“

Á leiðinni í sterkasta utanvegahlaup í heimi 

Hlaupið í dag er liður í und­ir­bún­ingi Þor­bergs fyr­ir Ultra Trail du Mount Blanc (UTMB) í ág­úst sem er stærsta utanvegahlaup í heimi. Hlaupaleiðin er 170 kílómetrarí kringum Mount Blanc með 10.000 metra hækkun. Þorbergur er að fara að taka þátt í hlaupinu í fyrsta sinn en hefur áður tekið þátt í systurhlaupi þess, svokölluðu CCC-hlaupi, sem er 101 kíló­metri að lengd með 6.100 metr­a hækkun.

Hlauparar fá tvo sólarhringa til að ljúka við UTMB-hlaupið og hefur Þorbergur sett sér markmið um að klára á innan við sólarhring og vera meðal tíu efstu hlaupara. „Hvað styrkleika varðar er þetta stærra en heimsmeistaramót og í raun er þetta mekka langhlauparana. Það er erfitt að komast inn í hlaupið og flestir utanvegahlauparar hafa þetta stóra markmið að komast í þetta hlaup og það er flottast í heimi að vinna þetta hlaup, burtséð frá öllum öðrum hlaupum,“ segir Þorbergur.

Hlauparar þurfa að hafa náð vissum fjölda af alþjóðlegum hlaupapunktum til að eiga rétt á að vinna sér inn sæti í hlaupinu og svo er dregið úr hópi þeirra sem uppfylla inntökuskilyrðin. Heppnin var með Þorbergi í ár.

Þorbergur Ingi tók þátt í systurhlaupi UTMB-hlaupsins í fyrra þar ...
Þorbergur Ingi tók þátt í systurhlaupi UTMB-hlaupsins í fyrra þar sem hann hljóp 101 kílómetra við Mt. Blanc. Ljósmynd/Aðsend

Hleypur 20 tíma á viku og sefur í súrefnistjaldi

Undirbúningur fyrir hlaupið felst fyrst og fremst í að „safna hæðarmetrum“, en með því er átt við að hlaupa upp og niður í fjall­lendi. Þorbergur telur að hann æfi um 15-20 tíma á viku og eru hlaupatúrarnir mis langir, allt frá 90 mínútum í átta klukkutíma. „Ég brölti mikið upp og niður fjöll og síðan reyni ég, þar sem þetta er háfjallahlaup, að sofa í súrefnistjaldi í einn mánuð á ári til að aðlaga mig betur,“ segir Þorbergur.

Að hans mati eru keppnir eins og hlaupið í dag bestu æfingarnar. Auk þess skiptir máli að undirbúa sig andlega og það gerir hann með því að taka krefjandi langar æfingar. „Svo stimplar maður sig þannig inn að maður reynir að hafa jákvæðnina að leiðarljósi í öllu. Þetta verður erfitt, það er alltaf þannig, þú verður bugaður á einhverjum tímapunkti, en þú verður bara að halda áfram.“

Í Mt. Esja Ultra-hlaupinu hafa þátttakendur 18 klukkutíma til að ...
Í Mt. Esja Ultra-hlaupinu hafa þátttakendur 18 klukkutíma til að hlaupa 11 ferðir upp og niður Esjuna, alls 77 kílómetra með 6.600 metra hækkun. Þor­berg­ur Ingi Jóns­son

Bæjarfjallið er uppáhaldsfjallið

Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldsfjall á Íslandi segir Þorbergur að svo sé ekki en er svo fljótur að nefna Súlur í heimabænum Akureyri. „Á góðum sumardegi finnst mér rosa gaman að fara á Súlurnar, það er bæjarfjallið.“

Þorbergur mun nýta tímann í júní og júlí til að hlaupa upp og niður „súlurnar“ eins og hann orðar það og fleiri fjöll á Íslandi en hann mun svo halda til Chamonix á landamærum Frakklands, Sviss og Ítalíu við rætur Mount Blanc þar sem hann mun kynnast hlaupaleiðinni og venjast loftslaginu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum fremsta utanvegahlaupara landsins og sjá hvort að hann nái settum markmiðum. „Ég hef alla vega trú á að ég geti þetta,“ segir Þorbergur. 

Þor­berg­ur Ingi Jóns­son er meðal bestu utanvegahlaupara í heimi.
Þor­berg­ur Ingi Jóns­son er meðal bestu utanvegahlaupara í heimi. Ljósmynd/Þórarinn Sigurbergsson
mbl.is

Innlent »

Sólin lætur víða sjá sig

22:55 Flestir landsmenn ættu að geta notið sólarinnar á morgun og vel virðist ætla að viðra til útiveru í miðborg Reykjavíkur, þar sem Menningarnótt fer fram og þúsundir hlaupara taka þátt í Reykjavíkumaraþoni. Meira »

Deilibílalausn fyrir ferðamenn á Íslandi

21:15 „Koride er leið fyrir ferðamenn til að tengjast á auðveldan hátt og sjá nákvæmlega hverjir vilja fara hvert. Þú getur á einfaldan hátt fundið ferðafélaga og gengið frá praktískum málum,“ segir Kristinn Evertsson, einn af stofnendum Koride, í samtali við mbl.is. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

20:35 Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Íslenska módelið virkar

20:00 Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi nær hámarki í 7.-8. bekk þegar um 80% ungmenna eru virk í hverri viku. Eftir það hefst brottfall af alvöru. Þetta er meðal þess sem fram kemur á fyrirlestri Margrétar Guðmundsdóttur félagsfræðings á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum. Meira »

Metanframleiðsla mun tvöfaldast

19:45 Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í dag í Álfsnesi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og sex fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og eigenda SORPU tóku fyrstu stunguna. Meira »

Skaraði fram úr í tónleikaröð

19:30 Kristín Anna Guðmundsdóttir sópransöngkona varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin af tónleikagestum sá söngvari sem þótti skara mest fram úr á sjö tónleikum sem nýverið voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í Þýskalandi. Meira »

Leitar sameiginlegra lausna

19:30 „Það að hafa aðgengi að 500 millj­ón manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs. Meira »

Fiskidagsferðin varð til fjár

19:27 Vinningshafarnir heppnu, sem unnu fimmfaldan Lottópott um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram. Þau unnu 51,7 milljónir króna og voru stödd á Fiskideginum mikla á Dalvík er þau skutust á Akureyri og keyptu vinningsmiðann. Meira »

Segir ásakanirnar misbjóða sér

19:01 Þórður Georg Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið út yfirlýsingu vegna fyrirlesturs Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu, sem hún hélt á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Kyn og Íþróttir,“ í Háskólanum í Reykjavík í gær. Meira »

Formaður hrifinn af furðubrögðum

18:57 Á milli þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir starfar sem formaður Samtaka iðnaðarins og gegnir formennsku í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, situr hún og smakkar til ís í raspi og kæstan síldarís svo fátt eitt sé nefnt. Meira »

Útilíkamsrækt í hreystigörðum

18:30 Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Meira »

Fer maraþon á hjólabretti

18:15 „Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta. Meira »

Miðbærinn tekur á sig mynd

17:30 Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2. Meira »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...