Taldi niður eftir sex Esjur

Þor­berg­ur Ingi Jóns­son tók þátt í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í ...
Þor­berg­ur Ingi Jóns­son tók þátt í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í fyrsta skipti í dag og gerði sér lítið fyrir og sló brautarmetið um klukkutíma. Ljósmynd/Þórarinn Sigurbergsson

Þegar flestir voru að nudda stírurnar úr augunum í morgunsárið og fá sér fyrsta kaffibollann var utanvegahlauparinn Þor­berg­ur Ingi Jóns­son nýbúinn að ljúka við að hlaupa ellefu ferðir upp Esjuna í Mt. Esja Ultra-hlaup­inu.

Hlaupinu er skipt upp í þrjú erfiðleikastig og var Þorbergur ræstur út á miðnætti ásamt fimm öðrum hlaupurum í lengstu vegalengdinni, 77 kílómetrum með 6.600 metra hækkun, og höfðu hlaupararnir 18 klukkutíma til að ljúka hlaupinu, alls ellefu ferðum.

Þorbergur hafði sett sér markmið um að hlaupa undir tíu klukkustundum og gerði hann gott betur en það þegar hann kom í mark rétt eftir klukkan hálftíu í morgun á tímanum 9 klukkustundum, 39 mínútum og 49 sekúndum og bætti þar með brautarmet Friðleifs Friðleifs­son­ar um klukku­tíma.

„Ég er svo heppinn að ég er nýbúinn að eignast barn þannig ég hef aðlagast því að sofa lítið,“ segir Þorbergur, en hann viðurkennir að hann hafi verið frekar þreyttur þegar hann lagði af stað. „Þetta er erfitt, það er erfiðara að halda fókus, en maður bara gerir þetta.“

Þorbergur Ingi lagði af stað á miðnætti og rúmum níu ...
Þorbergur Ingi lagði af stað á miðnætti og rúmum níu klukkustundum síðar hafði hann lokið við 11 ferðir upp og niður Esjuna. Ljósmynd/Þórarinn Sigurbergsson

Þreyta og þjáning í tíu klukkutíma

Þorbergur segir að hlaupið í nótt hafi verið andleg áskorun, sérstaklega þar sem endurtekningarnar eru svo margar, eða ellefu talsins. „Ég fór of hratt af stað. Ég þurfti svolítið að díla við það síðustu fimm Esjurnar að detta ekki niður, en það gekk mjög vel í rauninni. Eftir sex Esjur var maður að telja niður,“ segir Þorbergur.

Hann segir að tilfinningin að koma í mark eftir löng hlaup sé alltaf jafngóð. „Ég var búin að hlaupa í þreytu og þjáningu í tíu tíma og það var því æðislegt að koma í mark. Það gekk allt upp og setti flott brautarmet sem ég er mjög ánægður með.“

Á leiðinni í sterkasta utanvegahlaup í heimi 

Hlaupið í dag er liður í und­ir­bún­ingi Þor­bergs fyr­ir Ultra Trail du Mount Blanc (UTMB) í ág­úst sem er stærsta utanvegahlaup í heimi. Hlaupaleiðin er 170 kílómetrarí kringum Mount Blanc með 10.000 metra hækkun. Þorbergur er að fara að taka þátt í hlaupinu í fyrsta sinn en hefur áður tekið þátt í systurhlaupi þess, svokölluðu CCC-hlaupi, sem er 101 kíló­metri að lengd með 6.100 metr­a hækkun.

Hlauparar fá tvo sólarhringa til að ljúka við UTMB-hlaupið og hefur Þorbergur sett sér markmið um að klára á innan við sólarhring og vera meðal tíu efstu hlaupara. „Hvað styrkleika varðar er þetta stærra en heimsmeistaramót og í raun er þetta mekka langhlauparana. Það er erfitt að komast inn í hlaupið og flestir utanvegahlauparar hafa þetta stóra markmið að komast í þetta hlaup og það er flottast í heimi að vinna þetta hlaup, burtséð frá öllum öðrum hlaupum,“ segir Þorbergur.

Hlauparar þurfa að hafa náð vissum fjölda af alþjóðlegum hlaupapunktum til að eiga rétt á að vinna sér inn sæti í hlaupinu og svo er dregið úr hópi þeirra sem uppfylla inntökuskilyrðin. Heppnin var með Þorbergi í ár.

Þorbergur Ingi tók þátt í systurhlaupi UTMB-hlaupsins í fyrra þar ...
Þorbergur Ingi tók þátt í systurhlaupi UTMB-hlaupsins í fyrra þar sem hann hljóp 101 kílómetra við Mt. Blanc. Ljósmynd/Aðsend

Hleypur 20 tíma á viku og sefur í súrefnistjaldi

Undirbúningur fyrir hlaupið felst fyrst og fremst í að „safna hæðarmetrum“, en með því er átt við að hlaupa upp og niður í fjall­lendi. Þorbergur telur að hann æfi um 15-20 tíma á viku og eru hlaupatúrarnir mis langir, allt frá 90 mínútum í átta klukkutíma. „Ég brölti mikið upp og niður fjöll og síðan reyni ég, þar sem þetta er háfjallahlaup, að sofa í súrefnistjaldi í einn mánuð á ári til að aðlaga mig betur,“ segir Þorbergur.

Að hans mati eru keppnir eins og hlaupið í dag bestu æfingarnar. Auk þess skiptir máli að undirbúa sig andlega og það gerir hann með því að taka krefjandi langar æfingar. „Svo stimplar maður sig þannig inn að maður reynir að hafa jákvæðnina að leiðarljósi í öllu. Þetta verður erfitt, það er alltaf þannig, þú verður bugaður á einhverjum tímapunkti, en þú verður bara að halda áfram.“

Í Mt. Esja Ultra-hlaupinu hafa þátttakendur 18 klukkutíma til að ...
Í Mt. Esja Ultra-hlaupinu hafa þátttakendur 18 klukkutíma til að hlaupa 11 ferðir upp og niður Esjuna, alls 77 kílómetra með 6.600 metra hækkun. Þor­berg­ur Ingi Jóns­son

Bæjarfjallið er uppáhaldsfjallið

Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldsfjall á Íslandi segir Þorbergur að svo sé ekki en er svo fljótur að nefna Súlur í heimabænum Akureyri. „Á góðum sumardegi finnst mér rosa gaman að fara á Súlurnar, það er bæjarfjallið.“

Þorbergur mun nýta tímann í júní og júlí til að hlaupa upp og niður „súlurnar“ eins og hann orðar það og fleiri fjöll á Íslandi en hann mun svo halda til Chamonix á landamærum Frakklands, Sviss og Ítalíu við rætur Mount Blanc þar sem hann mun kynnast hlaupaleiðinni og venjast loftslaginu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum fremsta utanvegahlaupara landsins og sjá hvort að hann nái settum markmiðum. „Ég hef alla vega trú á að ég geti þetta,“ segir Þorbergur. 

Þor­berg­ur Ingi Jóns­son er meðal bestu utanvegahlaupara í heimi.
Þor­berg­ur Ingi Jóns­son er meðal bestu utanvegahlaupara í heimi. Ljósmynd/Þórarinn Sigurbergsson
mbl.is

Innlent »

Innbrotum á heimili fjölgar

15:21 Brotist var inn á 67 heimili í desember sem er talsverð fjölgun ef miðað er við fjölda síðustu sex og tólf mánaða. Þá hefur innbrotatilkynningum fjölgað en alls bárust 123 tilkynningar vegna innbrota. Þetta er meðal þess sem kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018. Meira »

Mega nú styrkja flokka um 550 þúsund

15:20 Ríkisendurskoðun hefur gefið út leiðbeiningar vegna breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka, frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra sem samþykkt voru 21. desember síðastliðinn og tóku gildi um áramótin. Meira »

Segja frá áreitni á vinnustöðum

15:02 „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ Þetta er spurning sem félagið Ungar athafnakonur (UAK) ætlar að leita svara við á samstöðufundi í kvöld þar sem rætt verður um afleiðingar og eftirfylgni vegna áreitis á vinnustað. Meira »

Sindri Þór í 4 og hálfs árs fangelsi

14:51 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sindra Þór Stefánsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi í gagnaversmálinu svokallaða.  Meira »

Vegagerðin kynni hugmyndir um Hringbraut

14:42 Umferðaröryggi Hringbrautar í Reykjavík verður til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag klukkan fjögur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir í samtali við mbl.is að hún hafi beðið um fundinn vegna bílslyss þar sem ekið var á barn fyrir nokkrum dögum. Meira »

Bílaleigubílum fjölgaði um 196%

14:17 Skráðum bílaleigubílum í umferð heldur áfram að fjölga, en hægir verulega á fjölgun þeirra milli ára samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá fjölgaði slíkum bifreiðum úr 7.280 í janúar 2013 í 21.544 í janúar 2019 og hefur verið meiri hlutfallsleg fjölgun yfir vetrartímann. Meira »

Að segja „ég er nóg“ dugi ekki

13:44 „Heilbrigðisstarfsmönnum ber siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða er á villigötum, þegar hætta er á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa,“ segir í færslu á Facebook-síðu Sálfræðingafélags Íslands. Meira »

Guðni hvetur strákana okkar til dáða

13:30 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent strákunum okkar á HM í handbolta baráttukveðjur fyrir leik þeirra gegn Makedóníu í dag. Meira »

Fyrsta jómfrúarferðin í tólf ár

13:29 Eiríkur Bragason hélt í jómfrúarferð sína sem skipherra Landhelgisgæslunnar þegar varðskipið Týr lagði frá bryggju í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni heldur í jómfrúarferð sína. Meira »

Óskar eftir gögnum úr LÖKE

13:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að fá um sig allar upplýsingar úr upplýsingakerfi lögreglustjóra. Undanfarna daga hafa gengið um hana sögusagnir þess efnis að hún sé haldin stelsýki. Meira »

Auglýsa eftir forstjóra Barnaverndarstofu

13:07 Starf forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28. janúar 2019. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins. Forstjóri Barnaverndarstofu stýrir starfi stofnunarinnar og heyrir undir félags- og barnamálaráðherra. Meira »

„Löngu tímabært“ að lækka álagninguna

12:23 „Það er löngu tímabært að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram undir umræðu um erindi Félags atvinnurekenda vegna álagningar fasteignagjalda í atvinnuhúsnæði á borgarráðsfundi í morgun. Meira »

Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina

12:14 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 14. janúar. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 40,3% í síðustu mælingu. Meira »

Minnsta fjölgun ferðamanna síðan 2010

11:40 Fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim nam rúmlega 2,3 milljónum á síðasta ári. Ferðamönnum fjölgaði um 5,5% milli 2017 og 2018 og er þetta minnsta fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 en þá fækkaði ferðamönnum um 1,1% frá árinu áður Meira »

„Dómurinn laug upp á hana“

11:20 Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir svalahandrið í fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi árið 2000, hefur sent póst á alla alþingismenn með ósk um að lögum um meðferð sakamála verði breytt á þann veg að hægt sé að taka málið upp að nýju. Meira »

Flugakademían kaupir Flugskóla Íslands

10:52 Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands og er samanlagður fjöldi nemenda í flugskólunum á fimmta hundrað, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna í fyrstu og mun flugkennsla fara fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

09:20 „Mér þykir þetta þyngra en tárum taki,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari í fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá ástæðu þess að hann getur ekki frumflutt flautukonsert Jóns Ásgeirssonar með SÍ í næstu viku. Freyr greindist nýverið með krabbamein og er nú í lyfja- og geislameðferð. Meira »

Göng eða göngubrú yfir Glerárgötu

09:11 Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verið í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

08:53 Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »
Eyjasól sumarhús, lausar helgar..
Dagar í hlýjum og góðum sumarh. Rúm fyrir 5-6. Leiksvæði. Stutt að Geysi, Gullfo...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...