Umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hari

Umræðu og afgreiðslu á frumvarpi um breytingu á veiðigjöldum er hvergi nærri lokið. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Afgreiðslu frumvarpsins var frestað fram á haust og var stór liður í að þingflokkarnir náðu samkomulagi um þinglok í gær.

Áslaug sagði frumvarpið í raun vera leiðréttingu en ekki lækkun á veiðigjöldum. „Gjaldið í dag er reiknað þannig að það er tekið þrjú ár aftur í tímann. Það hlýtur að vera markmið okkar að gjaldið fylgi afkomu greinarinnar því annars er forsendan fyrir afnotagjaldinu brostin. Við teljum rosalega mikilvægt að leiðrétta veiðigjaldið. Umræðan hefur verið á skjön við hvernig frumvarpið var raunverulega,“ sagði Áslaug.  

„Þetta lítur út eins og enn önnur leiðrétting fyrir þá sem eiga meira,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem var gestur þáttarins ásamt Áslaugu, Ágústi Ólafi Ágústssyni, þingmanni Samfylkingarinnar og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. 

„Mér finnst þetta mál sýna ótrúlega forgangsröðun, að ætla að lækka veiðigjald korteri fyrir þinglok,“ sagði Ágúst Ólafur, sem benti jafnframt á að eitt prósent af ríkistekjunum komi frá veiðigjöldum. „Við teljum að þessi grein geti lagt meira af mörkum.“

Veiðigjöld stórpólitískt mál í íslensku samfélagi

Rósa Björk sagði að frumvarpið hefði betur komið frá sjávarútvegsráðherra sjálfum í stað nefndarinnar. Hún hrósaði hins vegar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir hennar aðkomu að málinu. „Þessi lausn sem hefði alltaf átt að vera upphaflega afgreiðslan, í rauninni bara tæknileg framlenging á veiðigjöldunum, en allt annað er stórpólitískt mál og hefur verið stórpólitískt mál í íslensku samfélagi um áratugaskeið, hversu mikið útgerðin á að borga fyrir nýtingu á sameiginlegum auðlindum okkar allra.“

Nýtt frumvarp um veiðigjöld verður kynnt á Alþingi í haust. Lögin haldast óbreytt til áramóta.„Þetta er að sjálfsögðu ekki búið þar sem við erum að sjá samdrátt í greininni,“ sagði Áslaug.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leita að ökumanni sem ók á barn

10:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns rauðrar fólksbifreiðar sem ók á 7 ára dreng á reiðhjóli í Árskógum í Reykjavík skömmu fyrir kl. 16 mánudaginn 4. júní, þannig að líkamstjón hlaust af, en ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi. Meira »

Umferðarslys norðan við Akureyri

10:05 Lögregla og sjúkralið voru kölluð út á tíunda tímanum vegna umferðarslyss skammt norðan við Akureyri, í vestanverðum Eyjafirði. Svo virðist vera sem dekk hafi losnað undan vörubíl og skollið beint framan á fólksbíl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Svikin um miða á leikinn

08:35 Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu í Moskvu. Meira »

Sólin dvalið norðaustan til

07:57 Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi. Meira »

Aldrei fundist jafn gaman í vinnunni

07:37 „Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf. Það er mjög gaman að setjast yfir þessi lið sem ég hef sjálf fylgst með á stórmótum frá því ég var pínulítil. Það er einfaldlega frábært að fá að taka þátt í þessu núna,“ segir Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV. Meira »

Verða í Reykjavíkurhöfn um hádegi

07:11 Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK-10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er Þór kominn inn í Faxaflóa og von á að skipin verði komin til hafnar í Reykjavík um hádegi. Meira »

Mikil bleyta á Reykjanesbraut

07:06 Varað er við hvössum vindhviðum við fjöll á Suðaustur- og Austurlandi í dag en von er á þungbúnu og svölu veðri víða á landinu. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Suðurnesjum hefur rignt talsvert þar í nótt og er mikil bleyta á Reykjanesbrautinni sem situr í hjólförum sem getur verið varasamt og ökumenn beðnir um að sýna aðgát. Meira »

Þrjár tilkynningar um borgarísjaka

06:58 Stjórnstöð siglinga hafa borist þrjár tilkynningar um borgarísjaka undanfarnar klukkustundir. Enginn þeirra er á sömu slóðum en gott skyggni er á miðunum samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meira »

Með lyfjakokteil í blóðinu

05:53 Tíu ökumenn voru stöðvaðir af næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var með fimm tegundir fíkniefna í blóðinu, annar fjórar og sá þriðji var með þrjár tegundir eiturlyfja í blóðinu. Margir þeirra voru próflausir. Meira »

Fjórir á móti einum

05:42 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slagsmál á Laugavegi á öðrum tímanum í nótt þar sem fjórir væru á móti einum. Meira »

Segir söludeildina of framsækna

05:30 Keppinautur RÚV á auglýsingamarkaði segir nauðsynlegt að setja stofnuninni ramma til að koma í veg fyrir að minni fjölmiðlar þjáist vegna ríkisstofnunarinnar. Meira »

Ákveða sig á morgun

05:30 Lokaákvörðun verður tekin á morgun um það hvort verkfallsaðgerðir verði boðaðar af hálfu ljósmæðra vegna kjaradeilu þeirra við íslenska ríkið. Í þessu sambandi hefur einnig verið rætt að ljósmæður lýsi yfir... Meira »

Skerfur ríkisins af sölu Kaupþings í Arion banka enn í óvissu

05:30 Enn er óljóst hver hlutur ríkissjóðs verður af sölu Kaupþings á Arion banka, en Kaupþing losaði sig við ríflega 457 milljónir hluta í Arion banka í kjölfar útboðs í liðinni viku. Meira »

Misjafnar kröfur í auglýsingum

05:30 Misjafnar kröfur eru gerðar til tilvonandi bæjar- og sveitarstjóra þeirra fjórtán sveitarfélaga sem auglýsa nú stöðuna. Í auglýsingunum kemur fram að háskólamenntun er til dæmis ekki alltaf skilyrði. Meira »

Þriðjungur aflans kominn á land

05:30 Um helgina var búið að veiða um þriðjung þess afla sem miðað var við á strandveiðum sumarsins, eða 3.327 tonn af 10.200 tonnum. Meira »

Landsbanka mótmælt á Skagaströnd

05:30 Niðurskurði í starfsemi Landsbankans á Skagaströnd er mótmælt harðlega í nýlegri ályktun sveitarstjórnar þar í bæ. Nú verður bankaútibúið þar opið frá kl. 12 til kl.15, en var áður opið frá kl. 9 til 16. Meira »

Slær í gegn á samfélagsmiðlum

05:30 Það er óhætt að segja að stjarna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu skíni skært þessa dagana. Eftir frábæra frammistöðu gegn sterku liði Argentínu á laugardag hafa vinsældir strákanna margfaldast, ekki síst á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið á Smartlandi í gær. Meira »

Vara við hvössum vindhviðum við fjöll

Í gær, 23:37 Búast má við allhvassri norðvestanátt suðaustan og austan til á landinu næsta sólarhringinn með hvössum vindhviðum við fjöll allt að 30 metrum á sekúndu. Meira »

Ógnaði nágrönnum með hnífi

Í gær, 22:20 Sérsveit lögreglu var kölluð út að Engihjalla í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld þar sem karlmaður í annarlegu ástandi otaði hnífi að íbúum blokkarinnar. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir í samtali við mbl.is að lögreglumönnum ásamt sérsveit lögreglu hafi tekist að leysa úr málum með farsælum hætti. Meira »