Brotið gegn mannréttindum fólks

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty Íslands.
Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að 1,7% mannkyns fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni sem þýðir að breytileikinn er jafnalgengur og rautt hár. Oft er hugtakið intersex notað sem regnhlífarhugtak yfir meðfæddan breytileika á líffræðilegum kyneinkennum.

Amnesty International segir að ónauðsynleg læknisfræðileg inngrip á ungbörnum með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni sem brjóti gegn líkamlegri friðhelgi þeirra séu brot á mannréttindum þeirra enda liggi upplýst samþykki þeirra ekki fyrir. 

Fjölbreytileikinn er nánast óendanlegur og aðeins hluti þeirra einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni greinast með einkenni sem stefna heilsu þeirra í hættu. Engu að síður hefur það að vera intersex löngum verið meðhöndlað fyrst og fremst sem læknisfræðilegt vandamál.

Aðalstöðvar Amnesty International standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, það er hormónastarfsemi, kynkirtla, kynlitninga, kyn- og æxlunarfæri eða kynþroska sem er með einhverju móti öðruvísi en hjá flestum.

Reynt að laga börn að stöðluðum hugmyndum

Amnesty International mótaði sér stefnu um málefni intersex-fólks árið 2013 en byrjaði ekki að vinna að þessum málaflokki af alvöru fyrr en árið 2015 og í maímánuði 2017 gáfu samtökin út skýrsluna First Do No Harm sem byggir á rannsókn samtakanna á málefnum intersex fólks  í heilbrigðiskerfum Þýskalands og Danmerkur.

Þar var rætt við fjölda einstaklinga, bæði intersex-einstaklinga sem hafa reynt heilbrigðiskerfið í fyrrnefndum löndum og lækna sem tjáðu sig um þau inngrip sem börn með ódæmigerð kyneinkenni sæta í þeim tilgangi að laga þau að stöðluðum hugmyndum um kyngervi.

Í kjölfar skýrslunnar kom upp sú hugmynd að gera slíka rannsókn hér á landi, segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Laura Carter mun fylgja rannsókninni eftir hér á landi en hún er sérfræðingur í hinsegin- og kynjamálum og rannsakandi hjá aðalstöðvum Amnesty International og vann m.a. skýrslu samtakanna í Danmörku og Þýskalandi.

Því má segja að rannsóknin á Íslandi sé sjálfstætt framhald af rannsóknunum í þessum tveimur löndum. Hún segir að ónógar upplýsingar séu til um fjölda slíkra aðgerða hér á landi, embætti landlæknis haldi ekki slíka skrá og á sama tíma og skráningum sé ábótavant sé erfitt að setja þær undir einn hatt því eins og áður sagði eru einkenni ólík sem og þær meðferðir sem notaðar eru.

Hvers vegna eru slíkar aðgerðir enn framkvæmdar þrátt fyrir að fólk með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni hafi í auknum mæli vakið athygli á þeim heilsufarslegu og sálfélagslegu afleiðingum sem slíkar aðgerðir geta haft?

 „Við vitum að læknar hafa gert þessar aðgerðir eftir sinni bestu vitund, lengi vel hafa þær verið taldar börnum fyrir bestu og komi í veg fyrir félagsleg vandamál síðar á lífsleiðinni, svo sem einelti. Amnesty International hvetur lækna til þess að taka mannréttindamiðaða nálgun þegar þeir ákvarða hverjir hagsmunir barnsins séu.

Ónauðsynlegar og óafturkræfar aðgerðir á ómálga börnum er gríðarlegt inngrip inn í líf hverrar manneskju og við vitum út frá rannsókn okkar í Þýskalandi og Danmörku að þessi ónauðsynlegu inngrip geta haft alvarleg líkamleg og sálræn áhrif til framtíðar. 

Amnesty International telur að bíða eigi með að gera breytingar á kynfærum, kynkirtlum eða öðrum kyneinkennum ef mögulegt er þar til barnið getur veitt upplýst, skriflegt samþykki sitt fyrir meðferðinni og að fjölskyldum sé veittur sálfélagslegur stuðningur.

Ef unnt er að bíða með inngripið tryggir það m.a. líkamlega friðhelgi fólks sem er með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni en líkamleg friðhelgi eru mikilvæg mannréttindi.

Ef einstaklingurinn ákveður seinna meir að gangast undir meðferð þá gildir auðvitað það sama og um öll önnur læknisfræðileg inngrip að veita skal viðkomandi ítarlegar upplýsingar um fyrirhugaða meðferð þar á meðal um framgang hennar, áhættu og gagnsemi, hvort hún hafi áhrif á getu viðkomandi til að auka kyn sitt o.s.frv.

Amnesty International leggst ekki gegn læknisfræðilegum inngripum ef brýnar heilsufarslegar ástæður krefjast þess en oft er ekki um slíkt að ræða heldur fremur félagslegar eða útlitslegar ástæður.

Ef heilsufarslegar ástæður krefjast inngrips þarf upplýst samþykki forráðamanna að liggja fyrir og þeim veittar allar nauðsynlegar upplýsingar auk þess sem þau eiga rétt á áliti annars sérfræðings um nauðsyn meðferðarinnar.

Allar ákvarðanir ætti að taka með bestu hagsmuni barsins í huga og vera í samræmi við vilja þess og þroska. Við viljum að lagðar séu fram einhvers konar viðmiðunarreglur fyrir lækna á heimsvísu þegar kemur að ákvarðanatöku í þessum efnum.

Það væri nær að reyna að breyta samfélaginu og hvernig það bregst við fólki sem er ólíkt eða sker sig út úr fjöldanum heldur en að breyta börnum þannig að allir verði í einhverju stöðluðu formi,“ segir Anna.

Intersex.
Intersex. mbl.is/Kristinn Garðarsson

Að sögn Önnu er hér átt við aðgerðir sem ekki eru lífsspursmál. „Slíkar aðgerðir á alltaf að gera, til að mynda ef það þarf að opna fyrir þvagrás sem er nauðsynlegt inngrip. Aftur á móti á að bíða með aðgerð á snípum, svo sem að minnka þá, þangað til viðkomandi hefur aldur til að taka slíka ákvörðun.“

Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex-fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, s.s. í Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Grikklandi, Noregi og á Íslandi.

Ríkisstjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Ríkisstjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex-fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.“

Spurð um hvers vegna ákveðið hafi verið að gera rannsókn á högum intersex-fólks á Íslandi segir Anna að í kjölfar birtingu sambærilegrar rannsóknar í Danmörku og Þýskalandi í fyrra hafi Íslandsdeild Amnesty fundið fyrir áhuga á þessum málefnum hér á landi og í framhaldinu var haldið málþing um miðjan febrúar um mannréttindi intersex-fólks.

„Fram kom hve litlar upplýsingar við höfum og ákveðið var að ráðast í gerð rannsóknar til að varpa ljósi á um stöðu þessa hóps hér á landi,“ segir Anna.

Anna segir að Amnesty leiti nú að fólki sem er reiðubúið til að taka þátt í rannsókninni. Fullum trúnaði og nafnleynd er heitið og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geti sent tölvupóst á rannsokn@amnesty.is.

Ekki sé einungis verið að leita að intersex-fólki, hvort sem það hefur farið í aðgerðir eður ei, heldur einnig fjölskyldum þeirra, svo sem foreldrum og systkinum.

„Við vitum að hér er fjöldinn allur af fólki sem er með ódæmigerð kyneinkenni. Með rannsókninni fær fólk tækifæri til að koma upplýsingum á framfæri og vonandi verður þetta liður í að tryggja mannréttindi þessa hóps,” segir Anna.

Á grundvelli viðtala sem Amnesty International tók við intersex-fólk, heilbrigðisstarfsfólk í Danmörku og Þýskalandi, auk stuðningshópa vítt og breitt um Evrópu, komust samtökin að því að fólk sem fæddist með ódæmigerð kyneinkenni var sett í meðferðir eins og:

  • Aðgerðir til að fela stækkaða kirtla sem felur í sér hættu á taugaskemmdum, örmyndun og viðvarandi sársauka.
  • Skurðaðgerð á leggöngum sem getur þýtt margþættar skurðaðgerðir á ungum börnum yfir tiltekið tímabil til að stækka legopið.
  • Fjarlæging á kynkirtlum (þeirra á meðal eggjastokkum og eistnavef) – sem er óafturkræfanleg aðgerð og felur í sér þörf á hormónameðferð ævilangt.
  • Aðgerð til að endurstaðsetja þvagrásina í karlkyns kynfærum sem er gert til að skapa getnaðarlim sem getur gegnt hefðbundnu hlutverki sínu og flokkast undir hefðbundin kyneinkenni útlitslega.
mbl.is

Innlent »

„Dómurinn laug upp á hana“

11:20 Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir svalahandrið í fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi árið 2000, hefur sent póst á alla alþingismenn með ósk um að lögum um meðferð sakamála verði breytt á þann veg að hægt sé að taka málið upp að nýju Meira »

Flugakademían kaupir Flugskóla Íslands

10:52 Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands og er samanlagður fjöldi nemenda í flugskólunum á fimmta hundrað, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna í fyrstu og mun flugkennsla fara fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

09:20 „Mér þykir þetta þyngra en tárum taki,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari í fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá ástæðu þess að hann getur ekki frumflutt flautukonsert Jóns Ásgeirssonar með SÍ í næstu viku. Freyr greindist nýverið með krabbamein og er nú í lyfja- og geislameðferð. Meira »

Göng eða göngubrú yfir Glerárgötu

09:11 Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verið í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

08:53 Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »

Auka á hamingjuna í Mývatnssveit

08:18 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er að láta kanna líðan íbúanna með það fyrir augum að grípa til aðgerða til að auka hamingju þeirra. Sveitarstjórinn segir að margt sé hægt að gera til þess. Meira »

Opinn fyrir að endurskoða iðgjöldin

07:57 Viðtal Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kveðst opinn fyrir hugmyndum um að endurskoða iðgjöld á almennum markaði. Meira »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Reikningar verði skoðaðir

05:30 Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100. Meira »

Áhyggjur af hlýnun

05:30 Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á lifnaðarhætti þess. Íslendingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar.“ Meira »

Fagna afmæli bjórdagsins með hátíð

05:30 „Það sem við erum fyrsta handverksbrugghús landsins fannst okkur að við ættum að gera eitthvað sniðugt. Þetta verður heljarinnar hátíð enda ber bjórdaginn upp á föstudag,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Meira »

Hótað og reynt að múta

05:30 Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum. Meira »

Komst í eldflaugaverkefni með NASA

05:30 „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Meira »

Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“

05:30 „Þarna misnotaði Kastljós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu.“ Meira »
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...