Mótmæla hvalveiðum

Hvalveiðum mótmælt við Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðum mótmælt við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Boðað var til friðsamlegra mótmæla við hvalveiðum við Reykjavíkurhöfn klukkan 12 í dag og þegar ljósmyndari mbl.is mætti á mótmælin á hádegi voru mættir fimm mótmælendur, fjórar manneskjur og einn hundur. 

Bætt við klukkan 13:27 - samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum mótmælanna fjölgaði mjög í hópi mótmælenda eftir að ljósmyndari mbl.is var farinn og tóku nokkrir tugir þátt í þeim. 

Það fjölgaði í hópi mótmælenda.
Það fjölgaði í hópi mótmælenda. Ljósmynd Hrund Atladóttir

Fjögur samtök: Samtök grænmetisæta á Íslandi, Vegan samtökin, Hard to Port og Jarðarvinir, standa að mótmælunum.

„Það er engin mannúðleg leið til að drepa hval og þeir sem halda öðru fram eru að ljúga. Þetta er hægur og kvalarfullur dauðdagi algjörlega til einskis. Hvalir eru friðsamar skepnur, þekktar fyrir að vernda minni sjávarspendýr frá hættu, það er komið að okkur að vernda hvalina. 

Það eru óteljandi ástæður fyrir því að við eigum ekki að drepa hvali en engar góðar ástæður fyrir því að drepa þá,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum sem send voru á fjölmiðla. 

Mótmælin á Facebook

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert