Telur ákvörðun ráðherra brjóta gegn lögum

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. mbl.is

Sú staða sem er komin upp, það er að nýir læknar komast ekki að á rammasamning hjá SÍ vegna ákvörðunar ráðherra, brýtur í bága við lög að mati Steingríms Ara Ara­son, for­stjóra Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Þetta er meðal þess sem fram kom í samtali hans við Björt Ólafsdóttir í þjóðmálaþættinum Þingvellir á K100 í morgun. Steingrímur hefur gagn­rýn­ir harðlega að þurfa að synja sér­fræðilækn­um um aðild að ramma­samn­ingi vegna fjár­skorts. „Það á ekki að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna út frá veitendum heldur út frá notendunum, hinum sjúkratryggðu, og gera allt sem hægt er til að standa vörð um þeirra réttindi,“ sagði Stein­grím­ur.

Rammasamningur nýrra lækna við SÍ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að greint var frá því að Anna Björns­dótt­ir sér­fræðilækn­ir hefur lagt fram stjórn­sýslukæru í ljósi þess að hún fær ekki aðild að samn­ingn­um. Anna er sér­hæfð í Park­in­sons-sjúk­dómn­um og starfar á Duke-há­skóla­sjúkra­hús­inu í Norður-Karólínu. Í bréfi land­lækn­is til banda­rískra heil­brigðis­yf­ir­valda sagði að mik­il þörf væri á lækn­um hér á landi með þessa sér­fræðimennt­un og lagði Anna inn um­sókn að ramma­samn­ing­um til að opna stofu hér á landi. Um­sókn henn­ar var hafnað í ljósi þess að heil­brigðisráðherra hafði ákveðið að fleiri lækn­ar fengju ekki aðild að samn­ingn­um.

Tak­mörk­un­in sem um ræðir hófst í lok árs­ins 2015 vegna al­var­legr­ar fjár­hags­stöðu á fjár­lagaliðum Sjúkra­trygg­inga Íslands. Stofnunin óskaði eft­ir end­ur­skoðun ákvörðun­ar­inn­ar, en ráðuneytið staðfesti hana.

„Við fáum þau fyrirmæli að þetta stopp skuli halda áfram alveg óháð mati á þörf fyrir læknana inn á samninginn. Þá er það niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands að það sé í algjörri andstöðu við samninginn og þau réttindi sem búið var að ákveða að fólk á að njóta,“ sagði Steingrímur í samtali við Björt í morgun.

Steingrímur segir að fyrirmæli ráðherra standist ekki samninginn. „Það eru ekki komin fram nein rök sem réttlæta það að hann hafi verið settur til hliðar með þessum hætti og þar með réttindi hinna sjúkratryggðu. Og það er það alvarlega í þessu. Ef að þetta hefði verið samningur um húsaleigu þá hefði engum dottið í hug að setja samninginn til hliðar, en af því að þetta er þjónustusamningur þá virðist það vera í lagi.“  

Hér má sjá og hlusta á viðtalið í heild sinni:

mbl.is

Innlent »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »

Stórbruni í Hafnarfirði

Í gær, 22:36 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna mikils elds í Glugga- og hurðasmiðju SB á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Mikill eldur er og berast sprengingar frá staðnum. Meira »

Leiðindaveður næstu tvo sólarhringana

Í gær, 22:27 Óveður var á Reykjanesbraut og fyrir botninum á Hvalfirði í kvöld samkvæmt merkingum Vegagerðarinnar og náðu hviður undir Hafnarfjalli 45 m/s. Töluverð röskun varð þá á flugi frá Keflavíkurflugvelli. Aðeins hefur dregið úr vindi, en það hvessir á ný strax í fyrramálið. Meira »

Föstudagskaffi með Dinnu og Lilju

Í gær, 22:01 Alþjóðlega glæpasagnahátíð, rithöfundar á Twitter, nýyrði sem Jónas Hallgrímsson fann upp og almenn stemning hjá rithöfundum sem standa í bókaútgáfu fyrir jólin var inntak umræðna í Föstudagskaffinu síðdegis hjá þeim Loga og Huldu. Meira »

Ómar Ragnarsson vill að fólk noti plast

Í gær, 21:00 Ómar Ragnarsson útbýtti plastpokum á útgáfuhófi í kvöld. Hann hvetur fólk til að endurnýta pokana og ekki bara einu sinni, heldur um aldur og ævi. Meira »

Fimm fengu 2,5 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 20:47 Fimm hlutu fyrsta vinning í EuroJackpot-út­drætti kvölds­ins að þessu sinni og fá þeir rúma 2,5 milljarða króna hver í sinn hlut. Meira »

Bækurnar eru ekki aðalatriðið

Í gær, 20:45 „Bókasöfn eru að breytast; bækurnar eru vissulega áberandi en ekki lengur aðalatriðið,“ segir Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður í Reykjavík. Meira »

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

Í gær, 19:55 Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

Ákærð fyrir tæp 30 þjófnaðarmál

Í gær, 19:33 Framlengt gæsluvarðhald konu ákærðrar fyrir hátt í 30 stuldi hefur verið staðfest af Landsrétti. Landsréttur taldi ólíklegt að hin ákærða myndi hætta að brjóta af sér áður en niðurstaða fengist í málinu. Meira »

Veita 100 milljónir til neyðaraðstoðar í Jemen

Í gær, 19:14 Utanríkisráðuneytið ætlar að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen. Mun framlagið skiptast jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð. „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Meira »

Tóku landganga úr notkun vegna veðurhams

Í gær, 18:56 Taka þurfti alla landganga úr notkun á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna vindhraða. Stigabílar eru heldur ekki í notkun af sömu ástæðu og segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, 12 flugvélar frá Icelandair sem fara áttu í loftið síðdegis nú bíða þess að komast af stað. Meira »

Eldur í verkstæði á Neskaupstað

Í gær, 17:55 Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kviknaði í litlu verkstæði á Norðfirði um klukkan 15:30 í dag. Meira »

Kærðu sölu á kjöti af heimaslátruðu til lögreglu

Í gær, 17:51 Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögregla taki til rannsóknar markaðssetningu á lambakjöti af heimaslátruðu á bændamarkaði sem haldinn var á Hofsósi í lok septembermánaðar. Meira »

Kópavogsbær sýknaður af kröfum Lauga

Í gær, 17:30 Landsréttur hefur sýknað Kópavogsbæ af skaðabótakröfum Lauga vegna ákvörðunar bæjarins um að hafna tilboði fyrirtækisins í leigu á líkamsræktaraðstöðu við sundlaugar í bænum. Þar með staðfesti Landsréttur sýknudóm Héraðsdóm Reykjaness síðan í febrúar síðastliðnum. Meira »

Segir tillögur Miðflokksins fjármagnaðar

Í gær, 17:28 „Það er ekki hægt að leggja alla pósta saman og segja að verið sé að auka útgjöld, það er ekki rétt aðferð,“ segir Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjárlagafrumvarpið. Meira »

Unnið að því að meta skemmdirnar

Í gær, 17:04 Ekkert liggur enn fyrir um umfang skemmdanna sem urðu á farþegaþotu WOW air á flughlaði St. Louis flugvallarins í gær, né hversu langan tíma mun taka að gera við vélina. Að sögn upplýsingafulltrúa WOW air er nú unnið að því að meta skemmdirnar og hvert framhaldið verði. Meira »

Tími aðgerða að renna upp

Í gær, 16:52 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa starfshóp til þess að útfæra sértækar aðgerðir sem eiga að gera ungu og tekjulágu fólki kleift að kaupa sér íbúðarhúsnæði, en félags- og jafnréttismálaráðherra lagði fram tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Meira »

Hika ekki við að svíkja gefin loforð

Í gær, 16:36 „Í vikunni varð ljóst að stjórnvöld ætla ekki að eiga frumkvæði að því að jafna kjörin og beita skatt- og bótakerfinu til jöfnuðar. Slíkar breytingar þarf greinilega að sækja fast og eru það vonbrigði.“ Þannig hefst pistill Drífu Snædal, forstjóra ASÍ. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...