Telur ákvörðun ráðherra brjóta gegn lögum

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. mbl.is

Sú staða sem er komin upp, það er að nýir læknar komast ekki að á rammasamning hjá SÍ vegna ákvörðunar ráðherra, brýtur í bága við lög að mati Steingríms Ara Ara­son, for­stjóra Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Þetta er meðal þess sem fram kom í samtali hans við Björt Ólafsdóttir í þjóðmálaþættinum Þingvellir á K100 í morgun. Steingrímur hefur gagn­rýn­ir harðlega að þurfa að synja sér­fræðilækn­um um aðild að ramma­samn­ingi vegna fjár­skorts. „Það á ekki að skipuleggja heilbrigðisþjónustuna út frá veitendum heldur út frá notendunum, hinum sjúkratryggðu, og gera allt sem hægt er til að standa vörð um þeirra réttindi,“ sagði Stein­grím­ur.

Rammasamningur nýrra lækna við SÍ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir að greint var frá því að Anna Björns­dótt­ir sér­fræðilækn­ir hefur lagt fram stjórn­sýslukæru í ljósi þess að hún fær ekki aðild að samn­ingn­um. Anna er sér­hæfð í Park­in­sons-sjúk­dómn­um og starfar á Duke-há­skóla­sjúkra­hús­inu í Norður-Karólínu. Í bréfi land­lækn­is til banda­rískra heil­brigðis­yf­ir­valda sagði að mik­il þörf væri á lækn­um hér á landi með þessa sér­fræðimennt­un og lagði Anna inn um­sókn að ramma­samn­ing­um til að opna stofu hér á landi. Um­sókn henn­ar var hafnað í ljósi þess að heil­brigðisráðherra hafði ákveðið að fleiri lækn­ar fengju ekki aðild að samn­ingn­um.

Tak­mörk­un­in sem um ræðir hófst í lok árs­ins 2015 vegna al­var­legr­ar fjár­hags­stöðu á fjár­lagaliðum Sjúkra­trygg­inga Íslands. Stofnunin óskaði eft­ir end­ur­skoðun ákvörðun­ar­inn­ar, en ráðuneytið staðfesti hana.

„Við fáum þau fyrirmæli að þetta stopp skuli halda áfram alveg óháð mati á þörf fyrir læknana inn á samninginn. Þá er það niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands að það sé í algjörri andstöðu við samninginn og þau réttindi sem búið var að ákveða að fólk á að njóta,“ sagði Steingrímur í samtali við Björt í morgun.

Steingrímur segir að fyrirmæli ráðherra standist ekki samninginn. „Það eru ekki komin fram nein rök sem réttlæta það að hann hafi verið settur til hliðar með þessum hætti og þar með réttindi hinna sjúkratryggðu. Og það er það alvarlega í þessu. Ef að þetta hefði verið samningur um húsaleigu þá hefði engum dottið í hug að setja samninginn til hliðar, en af því að þetta er þjónustusamningur þá virðist það vera í lagi.“  

Hér má sjá og hlusta á viðtalið í heild sinni:

mbl.is

Innlent »

„Ég var einn maurinn í mauraþúfunni“

20:10 Það er fáránlegt hversu mikil sóun er á vatni á Íslandi, við sturtum niður úr klósettum okkar með Gvendarbrunnavatni, hreinu dýrindis drykkjarvatni sem hefur hreinsast og síast í þúsundir ára. Meira »

100 milljónum úthlutað úr Jafnréttissjóði

19:26 Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands var úthlutað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg í dag. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Meira »

Missa af Pearl Jam vegna raddleysis

19:25 Eiríkur Sigmarsson átti ásamt þremur vinum sínum miða á tónleika amerísku rokkhljómsveitarinnar Pearl Jam í O2-tónleikahöllinni í London í kvöld. Það vildi þó ekki betur til en að þeim var frestað þar sem söngvari sveitarinnar, Eddie Vedder, er raddlaus. Meira »

Hrafnhildur áfram framkvæmdastjóri LÍN

19:11 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Meira »

Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð

18:55 „Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur Jóhannsson sem kom til Volgograd í Rússlandi í gær eftir 23 tíma lestarferð frá Moskvu, með sérstakri stuðningsmannalest á vegum mótshaldara. Hann ræddi við mbl.is um ferðalagið, mýflugurnar og borgina við bakka Volgu. Meira »

Læra að þekkja tilfinningar

18:30 Mikið er um að vera í leikskólanum Furugrund í Kópavogi um þessar mundir, en skólinn tekur nú þátt í Evrópuverkefni um tilfinningagreind í samstarfi við erlenda grunn- og leikskóla. Meira »

Undirbúa fjölgun ráðuneyta

18:15 Forsætisráðherra hyggst, í samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Vonar að ekki þurfi fleiri samstöðufundi

17:55 Samstöðufundur með ljósmæðrum hófst í Mæðragarðinum við Lækjargötu klukkan korter í fimm. Að fundinum standa meðlimir Facebook-hópsins Mæður og feður standa með ljósmæðrum! en hópurinn telur rúmlega 13.000. Meira »

Undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um #metoo

16:55 Ráðherranefnd um jafnréttismál hefur lagt til að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um #metoo-byltinguna í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Stefnt er á að ráðstefnan fari fram næsta haust. Meira »

Samninganefndir funda á morgun

15:59 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funda á morgun vegna kröfu ljósmæðra um launaleiðréttingu. Fundurinn fer fram klukkan 11:00 í húsum Ríkisáttasemjara. Nefndirnar hafa ekki fundið síðan ljósmæður höfnuðu nýjum kjarasamningum með yfirgnæfandi meirihluti þann 8. júní síðastliðinn. Meira »

Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

15:50 „Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Meira »

HM-andköf æðstu embættismanna

15:45 Eftirvæntingin var gríðarmikil fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu á laugardag og horft var á leikinn víða um land. Meðal áhorfenda á Hrafnseyri voru þau Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Tengsl milli áfallastreitu og sjálfsónæmis

15:22 Fólk sem hefur glímt við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. og Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Meira »

Fylgir ráðgjöf Hafró í einu og öllu

15:22 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Orðinn mikilvægur tengiflugvöllur

14:55 Keflavíkurflugvöllur er á meðal þeirra flugvalla þar sem mest aukning hefur orðið í tengimöguleikum frá árinu 2008, samkvæmt nýrri skýrslu sem alþjóðlegu flugvallasamtökin ACI sendu frá sér í dag. Meira »

Vill að borgin stofni hagsmunasamtök

14:48 Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að Reykjavíkurborg stofni þrjú hagsmunasamtök. Oddviti sósíalista segir þetta vera til þess fallið að notendur þjónustunnar geti komið að ákvörðunum sem þá varða. Meira »

Yngsti forsetinn frá upphafi

14:48 Glatt var yfir mönnum fyrir setningu fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Gleðin tók þó brátt enda þegar minnihlutinn hóf að gera athugasemdir við meirihlutann þegar stóð til að kjósa forseta borgarstjórnar. Áberandi var að flokkar minnihlutans stóðu einhuga við kosningu í embætti borgarstjórnar. Meira »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...