Kjararáð lagt niður

Greiddu 48 þingmenn atkvæði með tillögunni, en 14 þingmenn sátu …
Greiddu 48 þingmenn atkvæði með tillögunni, en 14 þingmenn sátu hjá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samþykkt var á Alþingi í kvöld að leggja kjararáð niður. Greiddu 48 þingmenn atkvæði með tillögunni, en 14 þingmenn sátu hjá. Þeirra á meðal voru þingmenn Pírata. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í þriðju umræðu um kjararáð í kvöld að málið væri seint inn komið og skort hefði á umræðu um það í nefndinni. Því myndu Píratar ekki greiða atkvæði.

Lögin um kjararáð falla því úr gildi 1. júlí næstkomandi.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sem meirihluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar sendi frá sér í lok síðasta mánaðar kom fram að ríkisstjórnin hafi í janúar, að höfðu samráði við heildarsamtök á vinnumarkaði, ákveðið að skipa starfs­hóp um mál­efni kjararáðs. Átti hann að bera sam­an fyr­ir­komu­lag um ákvörðun launa hjá kjörn­um full­trú­um, dómur­um og emb­ætt­is­mönn­um í ná­granna­lönd­um og leggja fram til­lög­ur um breyt­ing­ar.

Hóp­ur­inn skilaði skýrslu í fe­brú­ar en þar er að finna sam­an­b­urð við ná­granna­lönd og til­lög­ur að breyttu fyr­ir­komu­lagi og úr­bót­um.

Þar kem­ur fram að launa­ákv­arðanir kjararáðs hafi ít­rekað skapa ósætti og leitt til óróa á vinnu­markaði. Skort hafi gagn­sæi um launa­ákv­arðanir og raun­veru­leg laun. Bent er á að í ná­granna­lönd­um séu ákv­arðarn­ir um laun kjör­inna full­trúa nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust tekn­ar einu sinni á ári. End­ur­skoðun fylgi skil­greindri launaþróun næstliðins árs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina