Tveir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu

Bílveltan átti sér stað á Skeiðavegi.
Bílveltan átti sér stað á Skeiðavegi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Bílvelta varð Skeiðavegi á Suðurlandi rétt um klukkan átta í kvöld. Tveir aldraðir ferðamenn, maður og kona, voru í bílnum og hlutu þau höfuðmeiðsl og áverka á brjóstkassa en voru með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Voru þau bæði flutt á Landspítalanum í Fossvogi til nánari skoðunar, en þeim var mjög brugðið og illa áttuð eftir slysið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.

Tildrög slyssins eru enn ókunn en til rannsóknar er hvort ökumaður hafi sofnað undir stýri eða hann átt við líkamleg veikindi að stríða. Aðstæður á slysstað voru góðar.

mbl.is