Útilokar ekki endurupptöku á skattamáli

Hjörleifur B. Kvaran hæstaréttarlögmaður segir íslensk yfirvöld ekki hafa sinnt …
Hjörleifur B. Kvaran hæstaréttarlögmaður segir íslensk yfirvöld ekki hafa sinnt lögbundinni skyldu sinni í skattamáli skjólstæðings síns. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hjörleifur B. Kvaran hæstaréttarlögmaður segir til álita koma að fara fram á endurupptöku á skattamáli skjólstæðings síns sem Hæstiréttur dæmdi til að greiða skatta vegna vinnu í Máritaníu 2006 til 2010.

Hjörleifur segir að íslensk yfirvöld hafi ekki sinnt lögbundinni rannsóknarskyldu í málinu en maðurinn starfaði á fjögurra ára tímabili á skipi sem var gert út frá Máritaníu.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að maðurinn dvaldi þessi ár að jafnaði 240 til 260 daga á ári utan Íslands og hafi ekki átt heimili hér á landi.

„Maðurinn flutti lögheimilið frá Íslandi og tilkynnti það í Máritaníu. Síðan ákveður skattrannsóknarstjóri árið 2012 að taka málið til skoðunar. Skattrannsóknarstjóri skorar á hann sýna vottorð um búsetu í Máritaníu, sem hann gerir. Þá segir skattrannsóknarstjóri að ekki sé hægt að taka mark á þessum vottorðum. Ísland sé enda ekki í stjórnmálasambandi við Máritaníu. Þar byrjar vitleysan,“ segir Hjörleifur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert