Vill upplýsingar um „hálfnakið fólk“ á Alþingi

Sigmundur vill meðal annars fá að vita hvort þetta sé ...
Sigmundur vill meðal annars fá að vita hvort þetta sé til marks um að vænta megi tilslakana á klæðaburði þingmanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sent fyrirspurn til forseta Alþingis vegna gjörnings í tilefni opnunar sýningarinnar Demoncrazy á Listahátíð í Reykjavík, þar sem berbrjósta konur gengu frá Alþingishúsinu að Listasafni Íslands. Einnig voru teknar myndir af konunum berbrjósta inni í þinghúsinu og í anddyri þess.

Sigmundur virðist vera ósáttur við að Alþingishúsið sé nýtt í þessum tilgangi, en hann spyr meðal annars hver hafi veitt leyfi fyrir því „að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu?“

mbl.is/Arnþór

Þá spyr hann forseta Alþingis hvort hann telji slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum til þess fallna að auka virðingu Alþingis og vill fá að vita hvort leyfisveitingin hafi verið tengd stuðningi forseta þingsins við málstað þeirra sem leyfið fengu.

Sigmundur spyr jafnframt hvort aðrir hópar megi vænta þess að fá leyfi fyrir sams konar viðburðum, óháð því hvort forseti Alþingis er fylgjandi málstað þeirra eða ekki og hvort leyfisveiting sé til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð alþingismanna.

Borghildur Indriðadóttir er listamaðurinn sem stendur á bak við Demoncrazy á Listahátíð, en hluti sýningarinnar er myndlistarsýning á Austurvelli sem sýnir berbrjósta konur standa fyrir framan málverk af karlmönnum.

Borghildur við eitt listaverka úr sýningunni Demoncrazy sem nú stendur ...
Borghildur við eitt listaverka úr sýningunni Demoncrazy sem nú stendur yfir á Austurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

„Ber­brjósta ung­ar kon­ur standa ákveðnar og sterk­ar við mál­verk, ljós­mynd­ir og stytt­ur af karl­mönn­um í op­in­ber­um rým­um. Þær horfa beint í mynda­vél­ina og ögra þeirri jakkafa­ta­klæddu, miðaldra og karl­kyns ímynd valds­ins sem þær hafa al­ist upp við. Þær eru komn­ar til að vera. DEMONCRAZY er röð ljós­mynda í yf­ir­stærð sem sýnd­ar eru á Aust­ur­velli,“ seg­ir á vef Lista­hátíðar um ljós­mynda­sýn­ing­una.

Skiptar skoðanir hafa verið á myndunum, en Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardaginn erfitt að átta sig á gjörningnum og vísaði þar til myndar af þremur berbrjósta konum sem stilltu sér upp fyrir framan bikaraskáp KR. í bakgrunni voru myndir af sjálfboðaliðum sem starfað hafa fyrir KR í gegnum tíðina. Sagðist Jónas telja að KR væri félag jafnréttis en ekki táknmynd feðraveldisins. Bæði karlar og konur væru þar velkomin og fjöldi sjálfboðaliða af báðum kynjum hefði unnið fyrir félagið. Hann skildi því ekki tenginguna við feðraveldið. Þar að auki hafi myndirnar verið teknar án leyfis frá yfirstjórn KR.

Borghildur sagðist í samtali við Morgunblaðið fagna umræðu um myndirnar og fannst henni túlkun KR áhugaverð. Sagði hún leyfi hafa verið fengið hjá húsverði félagsins áður en myndirnar voru teknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ein lægð á dag

07:06 „Áfram gera spár ráð fyrir að suðlægar áttir með vætu verði áberandi sunnan- og vestantil á landinu á næstunni, svo mjög að næstum er hægt að tala um eina lægð á dag!“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Ölvaður og með dólgslæti í Laugardalnum

07:00 Nokkur fíkniefnamál komu upp í Laugardalnum í gær og í nótt en Secret Solstice tónlistarhátíðin var sett í dalnum síðdegis í gær. Meðal annars voru tveir ölvaðir menn handteknir sem voru með dólgslæti og fóru ekki að fyrirmælum lögreglu. Meira »

Hótað og rændur síma

06:38 Karlmaður hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um fjögur í nótt og sagðist hafa verið rændur farsíma er hann hafði verið staddur við Reykjavíkurveg. Meira »

Atvinnulausum útlendingum fjölgar

05:30 Um 2.400 manns störfuðu hjá starfsmannaleigum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er fjölgun um 40% frá síðasta ári og um fimmföld fjölgun frá árinu 2016. Meira »

Grænt ljós á háhýsaröð

05:30 Reykjavíkurborg mun að óbreyttu geta veitt framkvæmdaleyfi vegna milljarðauppbyggingar í Borgartúni 24. Hagsmunaaðilar hafa þó möguleika á að leggja fram kæru í málinu til úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála. Meira »

Lægðagangur næstu daga

05:30 Víða um land skein sólin samfellt í margar klukkustundir á miðvikudag, en alls óvíst er hvenær landsmenn geta næst átt von á slíkum glaðningi. Útlit er fyrir að lægðir gangi hver af annarri yfir landið á næstunni. Meira »

Meiri áfengissala í kringum HM

05:30 Íslendingar virðast drekka meira í tengslum við HM í knattspyrnu nú en þeir gerðu þegar EM fór fram fyrir tveimur árum. Alls seldust 428.733 lítrar af áfengi í verslunum ÁTVR fyrstu vikuna meðan á HM í knattspyrnu stóð, dagana 14.-19. júní. Meira »

50 milljóna göngubryggja

05:30 Ný göngubryggja er í byggingu við Hústjörn Norræna hússins og verður hún vígð síðar í sumar.  Meira »

Margir varadómarar

05:30 Óvenju margir varadómarar hafa verið kallaðir til starfa í Hæstarétti Íslands að undanförnu. Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri réttarins, segir að um síðustu áramót hafi Hæstiréttur átt eftir að dæma í 270 einkamálum sem áfrýjað var fyrir áramót. Meira »

Gríðarleg spenna fyrir leikinn

05:30 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær gott tækifæri til að stíga stórt skref í átt að sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins þegar það mætir Nígeríu í Volgograd klukkan 15 í dag. Meira »

Segja flugmönnum ekki upp

05:30 Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn líkt og gert hefur verið um áratugi. 64 flugmenn voru sérstaklega ráðnir til starfa fyrir sumarið, sem er metfjöldi, en að þeim meðtöldum munu um 500 flugmenn starfa hjá félaginu í vetur. Meira »

Mikil stemning í Volgograd í kvöld

Í gær, 22:02 Íslendingar í Volgograd fylgdust margir hverjir spenntir með leik Króatíu og Argentínu á stuðningsmannasvæðinu í borginni í kvöld og var stemningin gríðarlega góð er ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is bar að garði. Meira »

Landaði draumastarfinu

Í gær, 21:45 „Mig langar að gera skemmtilegar auglýsingar og frábrugðnar því sem allir eru vanir,“ segir hin 25 ára Álfheiður Marta Kjartansdóttir, nýráðinn leikstjóri hjá Sagafilm. Hún hefur unnið í framleiðslu hjá fyrirtækinu í rúm tvö ár. Meira »

Þykir óhemjulíkur Vladimír Pútín

Í gær, 21:05 Guðmundur Kr. Ragnarsson, matreiðslumaður í Reykjavík, þykir keimlíkur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og lék rússneska forsetann í HM-auglýsingu Icelandair. Líkindin við Pútín komu Guðmundi næstum í klípu í Kænugarði í maí. Meira »

Þúsund manns skráðir í WOW Cyclothon

Í gær, 20:08 Tæplega þúsund hjólreiðamenn eru skráðir í WOW Cyclothon-hjólreiðakeppnina sem fer fram í lok næstu viku. Keppendur hjóla alls 1.358 kílómetra hringinn í kring um Ísland. Keppt er bæði í liðakeppni og flokki einstaklinga og hafa liðin þrjá sólarhringa til að komast í mark en einstaklingarnir hafa 84 klukkustundir. Meira »

Íslensku treyjurnar rjúka út

Í gær, 19:54 Treyja íslenska landsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi rýkur út eins og heitar lummur hjá öllum helstu söluaðilum. Meira »

Hafði merkjaskipti í Volgograd

Í gær, 19:26 Jón Örn Haraldsson lögreglumaður er í Volgograd í Rússlandi þar sem hann ætlar að sjá leik Íslands og Nígeríu á morgun. Eitt það fyrsta sem hann gerði eftir komuna þangað var að skiptast á lögreglumerkjum, eða svokölluðum „pötchum“, við lögreglumann í borginni. Meira »

Andleg næring að hitta maka og börn

Í gær, 19:16 Hjördís Perla Rafnsdóttir, unnusta Kára Árnasonar segir góðan anda í leikmönnum en í dag fengu þau að hittast. Hún er bjartsýn á að landsliðið fari upp úr riðlinum og komist áfram. Meira »

Varð fyrir hjóli og höfuðkúpubrotnaði

Í gær, 19:15 Kona á þrítugsaldri var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans að kvöldi síðastliðins föstudags eftir að hafa orðið fyrir hraðskreiðu götuhjóli. Afleiðingar slyssins voru þær að konan skall í jörðina og höfuðkúpubrotnaði. Meira »