Aldrei meint á niðrandi hátt

Mynd sem birtist í gær á Facebook síðu Ölvers, sumarbúða …
Mynd sem birtist í gær á Facebook síðu Ölvers, sumarbúða KFUM og K, hefur valdið töluverðri hneykslan en þar birtist grínútgáfa af svörtum einstaklingi eða það sem á ensku er kallað „blackface“. mbl.is/skjáskot

Sumarbúðir KFUM og KFUK harma myndbirtingu í gríni af svörtum einstaklingi, eða „blackface“, á Facebook-síðu Ölvers, sumarbúða KFUM og K. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef samtakanna.

„Mynd úr starfi sumarbúðanna í Ölveri hefur vakið umræðu á samfélagsmiðlum. Við hörmum mjög atvikið sem varð vegna þekkingarskorts starfsmanna. Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt,“ segirí tilkynningunni.

Myndin birtist í gær á Facebook-síðu Ölvers og olli hún töluverðri hneykslan. Martina K. Williams vakti fyrst athygli á myndinni en hún á dóttur sem hugðist fara í sumarbúðirnar í sumar. Hennar fyrstu viðbrögð eftir að hún sá myndina var að hætta við dvöl dótturinnar í sumabúðunum kæmi ekki afsökunarbeiðni frá samtökunum.

„Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu. Við þökkum allar ábendingar sem hafa borist og tökum þær alvarlega. Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki,“ segir í afsökunarbeiðni KFUM og K.

Lesa má tilkynninguna í heild sinni á vef KFUM og KFUK.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert