Bjartsýni um þinglok í dag

Áætlað er að þingstörfum ljúki á Alþingi í dag. Fjórtán lagafrumvörp voru samþykkt með atkvæðagreiðslu í gær, en atkvæðagreiðslu að öðru leyti frestað, í níu málum alls.

Meðal þeirra mála sem samþykkt voru er frumvarp um niðurfellingu kjararáðs.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gerir ráð fyrir því að þing klárist í dag. „Það bætist aðeins inn á dagskrána á morgun [í dag] og við höldum aftur af stað um hádegisbil. Það ræðst líka af því að það er enn vinna í gangi hjá allsherjar- og menntamálanefnd. Við munum þurfa að doka talsvert fram eftir degi áður en við fáum endanleg skjöl frá nefndinni,“ segir Steingrímur í Morgunblaðinu í dag og vísar til ítarlegs frumvarps til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert