Fékk 5 ára dóm fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdin manninn í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot ...
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdin manninn í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. mbl.is/Ófeigur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmdt 46 ára karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Er maðurinn, Erol Topal, fundinn sekur um kynferðisbrot gegn tveimur konum og var í öðru tilfellinu um einkar hrottalega og langvarandi árás að ræða.

Fyrra atvikið átti sér stað í júlí 2015, þegar Erol kom óboðinn á heimili þeirrar konu.  Lýsti konan atvikum þannig að hann hefði elt sig óboðinn heim þessa nótt. Hann hafi síðan sent sér SMS-skilaboð og ekki hætt fyrr en hún opnaði fyrir honum. Er inn var komið hrinti hann henni í sófa, dró bol hennar niður fyrir brjóst, káfað á henni og sleikti og stakk fingri í leggöng hennar.  Hann hætti ekki þó að hún segði honum ítrekað að hún vildi þetta ekki og reyndi að ýta honum af sér, sparka í hann og bíta. Erol, sem neitar sök í málinu, hafði sig þó á brott er henni tókst að ná í síma.

Seinna atvikið átti sér stað í maí 2016 á heimili Erols og var sú árás einkar hrottaleg. Þar nauðgaði hann konu sem hann hafði deilt með leigubíl úr miðbænum, beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, meðal annars með því að slá hana og kýla ítrekað í andlit og líkama.

Konan kvaðst hafa drukkið þrjá drykki þessa nótt og segir ólíkt sér að detta út eins og gerst hefði. Hún muni lítið eftir leigubílaferðinni, en rankað við sér er hann var að reyna að stinga getnaðarlim sínum upp í munn hennar. Hann hafi einnig reynt að þröngva sér til samræðis um leggöng með því að þvinga fótleggi hennar í sundur og lét ekki af háttseminni þó að hún berðist um og reyndi að öskra eftir hjálp.

Staðfestu nágrannar mannsins að þeir hafi heyrt öskur og hróp í rúman klukkutíma áður en þeir kölluðu til lögreglu, en þeir töldu í fyrstu að hljóðin kæmu frá bíómynd.

Á upptökum úr myndavélabúnaði lögreglu sést ákærði koma til dyra og konan í miklu uppnámi í svefnherbergi íbúðarinnar, sýnilega bólgin í andliti. Sjálf lýsir hún líðan sinni eftir atvikið sem mjög slæmri, hún sé m.a. ófær til kynlífsmaka, einmana og treysti ekki fólki. Þá óttist hún ákærða.

Erol neitar einnig sök í þessu máli, en dómstóllinn taldi ótrúverðuga þá skýringu hans að konan hefði sjálf veitt sér áverkana þessa nótt. Þá hafi hann ekki gefið trúverðuga skýringu á því af hverju hún hafi linnulítið hrópað á hjálp hafi hann ekkert á hlut hennar gert. 

Var hann því dæmdur í fimm ára fangelsi, sem og til að greiða fyrra fórnarlambinu eina milljón króna í miskabætur og því síðara 1,8 milljónir kr. að viðlögum vöxtum og dráttarvöxtum.

mbl.is

Innlent »

Hyggst láta af störfum formanns

22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Alltof hægt gengið að friðlýsa

22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að alltof hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »

Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun

15:55 Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...