Fór fram á 18 ára fangelsi

Dagur Hoe Sigurjónsson er ákærður fyrir manndráp og tilraun til ...
Dagur Hoe Sigurjónsson er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Ljósmynd/Árni Sæberg

Vankantar á rannsókn og skortur á rannsóknar- og sönnunargögnum eiga að leiða til sýknu Dags Hoe Sigurjónssonar. Þetta kom fram í málflutningi verjanda Dags við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Saksóknari sagði engan vafa ríkja um sekt Dags og taldi hann ekki eiga sér neinar málsbætur. Ákæruvaldið fór fram á 18 ára fangelsisrefsingu yfir Degi.

Dagur, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa stungið tvo albanska menn, þar af annan til bana á Austurvelli í desember í fyrra, bar fyrir sig minnisleysi um atburðinn við upphaf aðalmeðferð í gær.

Fór fram á 18 ára fangelsi

Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari taldi að enginn vafi væri um lögfulla sönnun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Þá sagði hún að misræmi í framburði Dags sem og meint minnisleysi hans ótrúverðugt og bera vott um að Dagur sé að reyna komast undan ábyrgð gjörða sinna.

Í sönnunarfærslu sinni fór saksóknari yfir að Dagur hafi við fyrstu yfirheyrslu ekki kannast við að hafa verið með hníf í átökum við mennina en hafi stuttu þó eftir árásina viðurkennt fyrir vini sínum að hafa misst stjórn á skapi sínu og stungið þá.

Saksóknari sagði það athyglisvert að Dagur beri fyrir sig minnisleysi um alla þá atburði sem honum er gefnir að sök en muni þó að mennirnir hafi átt frumkvæði að átökunum.

Þá taldi saksóknari framburð vitna sem og myndbandsupptökur styðja mál ákæruvaldsins um að Dagur hefði stungið mennina. Einnig hafi lífsýni úr hinum látna fundist á hnífi, sem Dagur var með á sér við handtöku, og á jakka Dags.

Saksóknari sagði það mat ákæruvaldsins að um einbeittan ásetning hafi verið að ræða hjá Degi til að valda sem mestum skaða og afleiðingarnar hafi hann engu skipt.

Ákæruvaldið taldi Dag ekki eiga sér neinar málsbætur og meðal annars hafa reynt að fegra sinn hlut við rannsókn og meðferð málsins. Hann hafi ekki sýnt neina iðrun á gjörðum sínum og gert lítið úr sínum þætti málsins.

Með vísan til þess taldi saksóknari hæfilega refsingu 18 ára fangelsi.

Ekki hlutverk ákæruvaldsins að „fabúlera

Unnsteinn Elvarsson, verjandi Dags, fór aðallega fram á sýknu en til vara niðurfellingu refsingar vegna neyðarvarnarsjónarmiða. Þá gerði hann kröfu um beitt yrði vægustu refsingu sem lög leyfðu ef Dagur yrði sakfelldur.

Hann taldi ljóst að af framburði vitna sem og Dags að mennirnir tveir hafi ráðist að brotaþola með sparki og höfuðhöggi sem hafi á endanum leitt til átakanna.

Verjandinn sagði það sérstakt að hlusta á ákæruvaldið fjalla um að ekki væri sannað að brotaþolar hafi átt upptökin að átökunum. Hlutverk ákæruvaldsins væri að leiða hið sanna í ljós en ekki „fabúlera“ um það sem ekki væri.

Þá sagði hann það hafa komið í ljós að Dagur hafi engu logið við rannsókn málsins, verið samvinnuþýður og leitast við að upplýsa málið.

Hann taldi að líta þyrfti til veikindasögu Dags sem hafi varað frá unga aldri. Hann hafi lengi haft einkenni þunglyndis, kvíða og streitu meðal annarra veikinda og hafi þau versnað með árunum.

Þessi einkenni andlegra veikinda auk mikillar ölvunar umrætt kvöld geti útskýrt að einhverju leyti þá einkennilegu hegðun sem vitni segja Dag hafa sýnt í aðdraganda átakanna.

Verjandi Dags gerði einnig að umtalsefni þá frásögn fjölmiðla að Dagur hafi verið undir áhrifum fíkniefna umrætt kvöld. Þetta sagði hann algjörlega rangt enda hafi Dagur ekki verið í neyslu í nokkur ár. Verjandinn bað fjölmiðla um að hætta þeirri röngu umfjöllun.

Vankantar á rannsókn málsins

Verjandi Dags gerði að auki athugasemdir við rannsókn lögreglu og framburð brotaþola sem hann taldi ótrúverðugan og stangast á við vitnisburð, gögn málsins sem og hans eigin frásögn á fyrri stigum málsins.

Hann sagði gögn málsins sýna að brotaþolinn Elio hafi verið undir áhrifum kókaíns, kannabisefna og áfengis þegar átökin áttu sér stað og að hegðun hans veki upp spurningar.

Hann hafi farið rakleiðis heim til sín og þrifið sig líkt og hann hefði eitthvað að fela. Þá hafi hann leynt atburðinum fyrir heimilisfólki sínu og neitað sjúkraliðum og lögreglu um að aðstoða sig. Að lokum hafi þurft að setja hann í handjárn. Einnig hafi hann flúið af spítalanum.

Hann taldi þá staðreynd að engin rannsókn hafi farið fram á þætti Elio bera vott um vankanta á rannsókn málsins.

Það var mat verjandans að Dagur hafi verið að verjast árás og tilviljun ein hafi ráðið því að hann hafi gripið til vasahnífs. Þá taldi hann útilokað að um ásetning hafi verið að ræða enda hafi atburðurinn tekið um það bil tuttugu sekúndur og Dagur hafi verið ófær um að búa til ásetning til manndráps á því tímabili.

Ekki einfalt að meta sakhæfi Dags

Tómas Zoëga geðlæknir kom fyrir héraðsdóm í dag til að svara spurningum um geðhæfi Dags.

Hann sagði það ekki einfalt mál að meta sakhæfi í málinu en að hans mati væri ekkert læknisfræðilegt sem kæmi í veg fyrir að refsing gæti borið árangur.

Hann taldi Dag vera með einkenni persónuleikaröskunar en fann ekki nein geðrofseinkenni í viðtölum sínum við Dag.

Þá kom Elínborg Bárðardóttir heimilislæknir fyrir dóm en hún framkvæmdi réttarlæknisfræðilega skoðun á Degi skömmu eftir handtöku.

Hún sagði Dag hafa verið óvenjulegan í hegðun. Hann hafi verið ör og talað mikið sem væri óvenjulegt að hennar reynslu í slíkum aðstæðum. Þá virtist henni Dagur ekki átta sig á þeim alvarlegu aðstæðum sem hann var í.

mbl.is

Innlent »

Hannesar háloftanna

Í gær, 22:51 Æfingin skapar meistarann, segir máltækið. Hefði Hannes Þór Halldórsson ekki æft sig af kappi hefði hann eflaust ekki varið vítið frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi um liðna helgi. Meira »

Fólk hugi að lausamunum

Í gær, 22:07 Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert í nótt og fram yfir hádegi á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 metrum á sekúndu en yfir 40 metrum á sekúndu á stöku stað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

Í gær, 21:57 Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hana langar bara að verða edrú

Í gær, 20:58 Björk Ólafsdóttir telur úrræðaleysi ríkja í málefnum geðsjúkra fíkla. Dóttir hennar, sem er með tvo geðsjúkdóma, hefur verið sprautufíkill í sjö ár og er hættuleg sjálfri sér og öðrum. Björk vill sjá alvöru úrræði fyrir þennan hóp sem hún telur yfirvöld frekar vilja fela. Meira »

Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Í gær, 20:45 Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu. Þeir misstu af tengiflugi sínu eftir að hafa farið á Rauða torgið til að taka nokkrar „sjálfur“ og fundu ekki annað flug. Meira »

„Þú býður ekki þessu fólki í heimsókn“

Í gær, 19:06 Andstæðingar hvalveiða mótmæla langreyðaveiðum Hvals hf., sem hófust á ný fyrir helgi. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins ræddi veiðarnar og gagnrýni á þær við mbl.is og segir m.a. fráleitt að hvalveiðar við Íslandsstrendur hafi áhrif neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Meira »

Munu ræða mál Hauks Hilmarssonar

Í gær, 18:11 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, á morgun, áður en ráðherrafundur fríverslunarsamtaka Evrópu hefst á Sauðárkróki. Meira »

„Það hrúgast inn uppsagnir“

Í gær, 17:53 „Það hrúgast inn uppsagnir. Það er gríðarleg óánægja náttúrulega,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við mbl.is. Telur Katrín að níu ljósmæður hafi sagt upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku. Meira »

Orð Vilhjálms fjarri sannleikanum

Í gær, 17:01 „Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í samtali við mbl.is. Hann segir Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness fara með rangt mál hvað það varðar. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ

Í gær, 16:31 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflogum þeirra á milli. Meira »

Varað við stormi, grjótflugi og sandfoki

Í gær, 15:32 Full ástæða er til að hafa varann á vegna vinds í nótt og framan af morgundeginum, einkum austanlands. Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra á sekúndu við Kvísker og á Breiðamerkursandi frá því um klukkan þrjú í nótt og til um klukkan átta, með tilheyrandi grjótflugi. Meira »

Forsetahjónin svekkt með vítið

Í gær, 13:58 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú héldu til Eistlands í opinbera heimsókn á fimmtudag og horfðu meðal annars á leik Íslands og Nígeríu ásamt þjóðhöfðingjum fimm annarra ríkja í borginni Tartu. Meira »

Sigldu til bjargar ferðamanni

Í gær, 13:45 Þrír menn komu erlendum ferðamanni sem rann ofan af klettum við Miðgjá á Arnarstapa til bjargar þar sem hann hélt dauðahaldi í klettana. Hann hafði þá verið nánast allur á kafi í köldum sjónum í nokkrar mínútur. Meira »

Dómarinn ætti að anda með nefinu

Í gær, 11:35 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að Benedikt Bogason hæstaréttardómari beri sýnilega „mjög kaldan hug“ til sín og að hann telji að dómarinn ætti að „anda pínulítið með nefinu“ og átta sig á því að hann geri sjálfum sér ekki greiða með málarekstri gegn sér. Meira »

Frá Aleppo til Akureyrar

Í gær, 11:15 Reem Almohammad kom til Íslands í janúar 2016 í hópi kvótaflóttamanna frá Sýrlandi sem boðið var að hefja nýtt líf á Akureyri. Þrátt fyrir velvild Íslendinga hefur Reem ekki eignast vini og finnst hún höfð útundan. Meira »

Ansi kröpp lægð á leiðinni

Í gær, 10:39 Hvassviðri eða stormur verður á öllu austanverðu landinu í nótt og fram eftir degi á morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa, en vindhraðinn verður 15-25 metrar á sekúndu og vindhviður geta orðið allt að 35 metrar á sekúndu. Meira »

Varað við hvassviðri eða stormi

Í gær, 08:43 Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á austanverðu landinu og hálendinu í nótt og fyrir hádegi á morgun. Getur vindhraði víða farið upp í 30 m/s. Gul viðvörun er í gildi. Meira »

Reyndi að bíta mann

Í gær, 08:06 Kona í annarlegu ástandi var handtekin á slysadeild Landspítalans seint í gærkvöldi fyrir að reyna að bíta mann.   Meira »

Um 30 fíkniefnamál á Secret Solstice

Í gær, 08:04 Í gærkvöldi og nótt hafði lögreglan afskipti af þrjátíu manns í Laugardalnum vegna vörslu fíkniefna en í dalnum fer nú fram tónlistarhátíðin Secret Solstice. Þá komu einnig upp nokkur líkamsárásarmál og mál tengd ölvunarástandi á hátíðinni samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Þakefnalagnir.
Allar þakefnalagnirlagnir. Viðhald og viðgerðir. Nýlagnir og endurnýjun. Vanta...