Heimila hótelíbúðir í nýjum íbúðaturni

Borgin hefur veitt gistileyfi á hæðum 1 til 8 í …
Borgin hefur veitt gistileyfi á hæðum 1 til 8 í vesturbyggingunni (sjá mynd). Íbúðaturninn er 12 hæðir. Tölvuteikning/PKdM arkitektar

Reykjavíkurborg hefur samþykkt gistileyfi í 38 íbúðum í nýju fjölbýlishúsi við Bríetartún. Með því hefur synjun umhverfis- og skipulagsráðs verið snúið við í málinu. Hafði umsókninni áður verið hafnað.

Umsóknin hefur vakið athygli. Það er enda sennilega án fordæma að svo margar íbúðir í nýju húsi séu leigðar út til ferðamanna. Miðað við þrjá gesti í hverri íbúð jafnast þetta á við 50 herbergja borgarhótel.

Kaupverð íbúðanna sem um ræðir er á þriðja milljarð. Fjárfestingin er því á við meðalstórt hótel, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert