Lögðu hald á 200 kríuegg

Kríuungi ásamt systkini sem enn er í eggi. Mynd úr …
Kríuungi ásamt systkini sem enn er í eggi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af konu sem tíndi kríuegg í kríuvarpi við Óseyrarbrú á laugardag. Konan reyndist hafa tínt 200 egg. Eggin voru haldlögð og málið er nú til rannsóknar, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar um helstu verkefni síðastliðinnar viku.

Að söng Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns hefur enn ekki fengist staðfest nákvæmlega hver mörk friðlands á svæðinu eru, en svæðið er merkt. Hann telur líklegt að svæðið sem konan tíndi á hafi verið innan friðlandsins. „Þetta þarf að standast skoðun.“

Heimilt er að tína kríuegg fram til 15. júní utan friðlýstra varplanda. Verði konan fundin brotleg á ákvæðum laga um vernd, friðun og veiðar getur hún átt von á sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert