Margrét nýr formaður Félags háskólakvenna

Á myndinni eru, talið frá hægri, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Elísabet …
Á myndinni eru, talið frá hægri, Margrét Kristín Sigurðardóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Johnson og Hanna Lára Helgadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Margrét Kristín Sigurðardóttir hefur verið valin nýr formaður Félags háskólakvenna, FHK. Með Margréti í stjórn FHK eru þær Elísabet Sveinsdóttir, Hanna Lára Helgadóttir, Helga Guðrún Johnson og Halldóra Traustadóttir. 

Félagið, sem á 90 ára afmæli á árinu, er hluti af alþjóðasamtökum háskólakvenna, GWI, og hefur frá stofnun 1928 haft það markmið að hvetja og styrkja konur til mennta.

Félagið stendur meðal annars fyrir vali á Háskólakonu ársins og var það dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir sem hlaut þá viðurkenningu 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert