Rútur halda vöku fyrir íbúum

Íbúar í Eskihlíð bíða eftir viðbrögðum frá borginni.
Íbúar í Eskihlíð bíða eftir viðbrögðum frá borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér sýnist stefnan hjá þeim vera að koma sér sem best fyrir og vera búin að framkvæma sem mest áður en þetta fær einhverja meðferð hjá borginni,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi við Eskihlíð.  Rútufyrirtækið Airport Direct hefur hreiðrað um sig í húsnæði við Skógarhlíð 10, svo að segja í bakgarði fjölbýlishússins þar sem hann býr.

Stefán segir umrætt hús í Skógarhlíðinni hafa hýst margt í gegnum tíðina. „Þetta var einhvern tímann tónlistarskóli og síðar var Háskólinn með sjúkraþjálfunardeild þarna.“ Fyrir nokkrum misserum var gistiheimili opnað í húsinu undir nafninu Bus Hostel og því til viðbótar hverfisbar. 

Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson. mbl.is/RAX

„Svo kaupa aðilar þann rekstur upp og draga úr hótelstarfseminni og loka barnum,“ segir Stefán en fyrir tæpum mánuði hófu nýir eigendur að nýta bílastæðið sem söfnunarstæði fyrir rútufyrirtækið Airport Direct, sem er í þeirra eigu. Ferðamenn eru sóttir upp að hótelum í miðbænum á smárútum, sem stoppa í Skógarhlíðinni þar sem farþegum er safnað saman í stærri rútur og keyrðir til Keflavíkur, í Bláa lónið eða hvert sem för er heitið.

„Ansi ófyrirleitið“

„Þetta gerðist eiginlega bara yfir eina helgi,“ segir Stefán. Það sem áður hafi verið friðsælt svæði með fyrirferðarlítilli atvinnustarfsemi sé nú umskipunarhöfn með tilheyrandi skarkala, rútubakkhljóðum og fleira, öllum stundum. Aðspurður segir Stefán umstangið raska svefnró margra í húsinu, þótt hann viðurkenni að hann sofi flest af sér og myndi sjálfsagt gera þó að húsið brynni til grunna.

Stefán segir umstangið raska svefnró margra íbúa.
Stefán segir umstangið raska svefnró margra íbúa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steininn tók úr um helgina þegar framkvæmdir fóru af stað við nýja innkeyrslu inn á rútustæðið nýtilkomna. Tré úr borgarlandinu var fjarlægt og kantur jafnaður við jörðu til að rýma fyrir rútunum. Stefán segir að í deiliskipulagi sé húsið ætlað undir stofnanir, þjónustu eða léttan iðnað og ekki að sjá að samgöngumiðstöð falli undir þá skilgreiningu. Sá gjörningur sé ansi ófyrirleitinn.

Þá séu ýmsar kröfur gerðar til samgöngumiðstöðva og sú starfsemi sé leyfisskyld. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er með til skoðunar hvort rútumiðstöðin falli undir skilgreiningu á samgöngumiðstöð, en Stefán segir slíkt barnalega augljóst enda tali fyrirtækið sjálft um stoppistöðina sem Reykjavík Main Terminal á Facebook-síðu sinni.

Eskihlíðarblokkin frá hinni hliðinni.
Eskihlíðarblokkin frá hinni hliðinni. Eyþór Árnason

Íbúar leituðu fljótt til borgarinnar og hafa beðið eftir viðbrögðum þaðan um tíma. „Borgin er meðvituð um þetta en hún er varfærin,“ segir Stefán. Á meðan geri fyrirtækið það sem það vill. Slíkt sé sérstaklega spælandi í ljósi þess að húsfélagið stendur sjálft í framkvæmdum. „Við erum að vinna í að breyta bílaplaninu okkar. Ekkert stórvægilegt, bara aðeins að malbika planið og breyta lögun pínulítið.“ Því fylgi mikið ferli, með umsókn um byggingarleyfi og fleira.

mbl.is

Innlent »

Áhrif gjaldþrotsins ekki komin fram

20:18 Mjög erfitt er að spá fyrir um það hvernig sumarvertíðin verður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Afleiðingarnar af gjaldþroti WOW air komi ef til vill ekki að fullu fram fyrr en í haust. Þá er ekki hægt að segja að greinin hafi náð jafnvægi eftir þá dýfu sem fylgdi brotthvarfi flugfélagsins. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í álveri Fjarðaáls

19:47 Alvarlegt vinnuslys varð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan tvö í dag þegar karlmaður féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins. Meira »

Sjávarútvegur gæti gert enn betur

19:12 Orkuskipti og notkun umhverfisvænni kælimiðla gætu hjálpað til að draga enn frekar úr losun íslensks sjávarútvegs á gróðurhúsalofttegundum. Meira »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Mikið úrval. Á mynd er silfurpar með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...