Rútur halda vöku fyrir íbúum

Íbúar í Eskihlíð bíða eftir viðbrögðum frá borginni.
Íbúar í Eskihlíð bíða eftir viðbrögðum frá borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér sýnist stefnan hjá þeim vera að koma sér sem best fyrir og vera búin að framkvæma sem mest áður en þetta fær einhverja meðferð hjá borginni,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi við Eskihlíð.  Rútufyrirtækið Airport Direct hefur hreiðrað um sig í húsnæði við Skógarhlíð 10, svo að segja í bakgarði fjölbýlishússins þar sem hann býr.

Stefán segir umrætt hús í Skógarhlíðinni hafa hýst margt í gegnum tíðina. „Þetta var einhvern tímann tónlistarskóli og síðar var Háskólinn með sjúkraþjálfunardeild þarna.“ Fyrir nokkrum misserum var gistiheimili opnað í húsinu undir nafninu Bus Hostel og því til viðbótar hverfisbar. 

Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson. mbl.is/RAX

„Svo kaupa aðilar þann rekstur upp og draga úr hótelstarfseminni og loka barnum,“ segir Stefán en fyrir tæpum mánuði hófu nýir eigendur að nýta bílastæðið sem söfnunarstæði fyrir rútufyrirtækið Airport Direct, sem er í þeirra eigu. Ferðamenn eru sóttir upp að hótelum í miðbænum á smárútum, sem stoppa í Skógarhlíðinni þar sem farþegum er safnað saman í stærri rútur og keyrðir til Keflavíkur, í Bláa lónið eða hvert sem för er heitið.

„Ansi ófyrirleitið“

„Þetta gerðist eiginlega bara yfir eina helgi,“ segir Stefán. Það sem áður hafi verið friðsælt svæði með fyrirferðarlítilli atvinnustarfsemi sé nú umskipunarhöfn með tilheyrandi skarkala, rútubakkhljóðum og fleira, öllum stundum. Aðspurður segir Stefán umstangið raska svefnró margra í húsinu, þótt hann viðurkenni að hann sofi flest af sér og myndi sjálfsagt gera þó að húsið brynni til grunna.

Stefán segir umstangið raska svefnró margra íbúa.
Stefán segir umstangið raska svefnró margra íbúa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steininn tók úr um helgina þegar framkvæmdir fóru af stað við nýja innkeyrslu inn á rútustæðið nýtilkomna. Tré úr borgarlandinu var fjarlægt og kantur jafnaður við jörðu til að rýma fyrir rútunum. Stefán segir að í deiliskipulagi sé húsið ætlað undir stofnanir, þjónustu eða léttan iðnað og ekki að sjá að samgöngumiðstöð falli undir þá skilgreiningu. Sá gjörningur sé ansi ófyrirleitinn.

Þá séu ýmsar kröfur gerðar til samgöngumiðstöðva og sú starfsemi sé leyfisskyld. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er með til skoðunar hvort rútumiðstöðin falli undir skilgreiningu á samgöngumiðstöð, en Stefán segir slíkt barnalega augljóst enda tali fyrirtækið sjálft um stoppistöðina sem Reykjavík Main Terminal á Facebook-síðu sinni.

Eskihlíðarblokkin frá hinni hliðinni.
Eskihlíðarblokkin frá hinni hliðinni. Eyþór Árnason

Íbúar leituðu fljótt til borgarinnar og hafa beðið eftir viðbrögðum þaðan um tíma. „Borgin er meðvituð um þetta en hún er varfærin,“ segir Stefán. Á meðan geri fyrirtækið það sem það vill. Slíkt sé sérstaklega spælandi í ljósi þess að húsfélagið stendur sjálft í framkvæmdum. „Við erum að vinna í að breyta bílaplaninu okkar. Ekkert stórvægilegt, bara aðeins að malbika planið og breyta lögun pínulítið.“ Því fylgi mikið ferli, með umsókn um byggingarleyfi og fleira.

mbl.is

Innlent »

Framúrskarandi námsmenn hlutu styrk

13:52 Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 14. júní. Styrkirnir voru nú veittir í 29. sinn. Heildarupphæð námsstyrkja nemur sex milljónum króna, sem er hæsta styrkveiting banka af þessu tagi á Íslandi. Alls bárust tæplega 500 umsóknir. Meira »

Notfærði sér bágar aðstæður stúlkunnar

13:40 Landsréttur staðfesti á föstudag eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir Ingvari Óskari Sveinssyni fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku, með því að hafa í 18 skipti á árinu 2015 haft samræði við hana á heimili sínu þegar hún var 16 til 17 ára. Meira »

Láta kanna afskriftir tengdar Guðmundi

13:21 Hluthafar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum samþykktu á hluthafafundi í morgun að fara fram á rannsókn á skuldaafskriftum Landsbankans gagnvart félögum tengdum Guðmundi Kristjánssyni, annars stærsta eiganda Vinnslustöðvarinnar. Meira »

Reykur í skipi við Sundahöfn

12:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Sundahöfn vegna tilkynningar um reyk í flutningaskipinu Blikur. Tveir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang ásamt sjúkrabílum. Enginn er slasaður samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Dráttarbáturinn Magni dregur vélarvana flutningaskipið að landi. Meira »

Íslendingar ofmenntaðir í fiskveiðum

12:35 Meiri menntunar er þörf í eðlisfræði, verkfræði og stærðfræði, en helst eru Íslendingar ofmenntaðir í fiskveiðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningunni á íslenskum vinnumarkaði, að sögn Sigurðar Björnssonar hjá Hagfræðistofnun. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn syni sínum

12:31 Maður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fjögurra ára syni sínum. Tók maðurinn son sinn kverkataki þannig að punktblæðingar mynduðust í andliti drengsins. Meira »

Segir hagsmunum lögreglumanna illa gætt

12:10 Fyrrverandi lögreglumaður upplifði sig einan í kjölfar þess að hann var ákærður og síðar dæmdur fyrir brot í starfi. Hann gagnrýnir Landssamband lögreglumanna fyrir afskiptaleysi og segir sambandið ekki gæta nægilega vel að hagsmunum lögreglumanna. Meira »

Kostar á ný að nota salerni í Hörpu

11:54 Byrjað er að rukka fyrir aðgang að salerni í Hörpu. Um er að ræða tímabundna ráðstöfun yfir sumarið líkt og gert var í fyrra. Aðgangur að salerni á neðstu hæð í Hörpu kostar 250 krónur en salerni á öðrum hæðum eru alla jafna læst nema viðburður sé í gangi segir forstjóri Hörpu. Meira »

Dæmdur fyrir hefndarklám

11:45 Maður var á föstudag dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir blygðunarsemisbrot og dreifingu kláms með því að hafa tekið upp myndband af sér og öðrum manni sem sýndi þá í kynmökum, án vitundar brotaþola, og sent myndband og myndir til tveggja aðila, þ.m.t. þáverandi kærustu brotaþola. Meira »

Ræddi um Hauk við ráðherra Tyrkja

11:39 Mannréttindi og mál Hauks Hilmarssonar voru rædd á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Nihat Zeybekci, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, í Skagafirði í morgun. Þá kom Guðlaugur á framfæri gagnrýni íslenskra stjórnvalda vegna hernaðaraðgerða Tyrkja í Sýrlandi og stöðu mannréttindamála í Tyrklandi. Meira »

Frá Norway til Íslands

11:23 Eitt þeirra 72 liða sem skráð er til leiks í B-flokki WOW Cyclothon kemur frá bænum Norway í Maine í Bandaríkjunum. Hópurinn samanstendur af fimm konum og fimm körlum sem æfa saman í líkamsræktarstöðinni TruStenght Athletics í bænum. Meira »

Nýr fríverslunarsamningur við Ekvador

10:40 Nýr fríverslunarsamningur hefur verið undirritaður milli EFTA-ríkjanna og Ekvador á Hólum í Skagafirði í dag. Einnig var undirritaður uppfærður fríverslunarsamningur við Tyrkland. Þetta staðfestir Þorfinnur Ómarsson, samskiptastjóri EFTA, í samtali við mbl.is. Meira »

Sumahúsainnbrot upplýst

10:15 Lögreglan á Austurlandi hefur handtekið fjóra einstaklinga vegna innbrota í nokkur sumarhús á héraði í síðustu viku þar sem talsverðu magni af munum var stolið. Náði lögreglan þýfinu til baka og teljast málin upplýst. Meira »

Bíða af sér veðrið í skálum

09:42 Þeir skálar Ferðafélags Íslands sem búið er að opna á hálendinu eru vel flestir fullir og þar bíða nú ferðalangar af sér hvassviðrið sem gengur yfir. „Það er rok og rigning og mjög leiðinlegt veður,“ segir umsjónarmaður skála hjá FÍ. Meira »

Ferjuð til byggða með þyrlu

09:20 Tveir þýskir ferðamenn, sem óskuðu eftir aðstoð björgunasveitar, eftir að hafa lent í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi, eru næstum komnir að sleðum sem bíða þeirra nyrst á hálsinum. Sleðarnir munu ferja þá að þyrlu Landhelgisgæslunnar sem tekur þá niður af fjallinu. Meira »

Sofnaði væntanlega undir stýri

08:54 Sennilegt er að ökumaður bifreiðar sem var ekið yfir á rangan vegarhelming hafi sofnað eða misst athygli við aksturinn af óþekktum ástæðum en bifreiðinni var ekið í veg fyrir aðra bifreið í Hvalfjarðargöngunum fyrir tveimur árum. Einn lést og nokkrir slösuðust alvarlega í slysinu. Meira »

„Fullhaustlegt“ veður á landinu

08:11 „Spár okkar hafa gengið nokkuð vel eftir,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um hvassviðrið og storminn sem gengur nú yfir austurhelming landsins. „Það hefur í raun ekkert komið okkur á óvart.“ Meira »

Reynslumiklir komast ekki að

07:57 „Þetta er enn eitt dæmi þess hversu iðnnám á Íslandi er lítils metið,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Mjög hrakin og köld

07:36 Björgunarsveitarmenn voru að koma til göngufólksins sem óskaði eftir aðstoð á Fimmvörðuhálsi og er fólkið mjög kalt og hrakið. Fólkið er uppi á Morinsheiði og það örmagna að það treystir sér ekki til þess að ganga sjálft. Beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Meira »
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveitu...
Fatnaður
...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...