Rútur halda vöku fyrir íbúum

Íbúar í Eskihlíð bíða eftir viðbrögðum frá borginni.
Íbúar í Eskihlíð bíða eftir viðbrögðum frá borginni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér sýnist stefnan hjá þeim vera að koma sér sem best fyrir og vera búin að framkvæma sem mest áður en þetta fær einhverja meðferð hjá borginni,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi við Eskihlíð.  Rútufyrirtækið Airport Direct hefur hreiðrað um sig í húsnæði við Skógarhlíð 10, svo að segja í bakgarði fjölbýlishússins þar sem hann býr.

Stefán segir umrætt hús í Skógarhlíðinni hafa hýst margt í gegnum tíðina. „Þetta var einhvern tímann tónlistarskóli og síðar var Háskólinn með sjúkraþjálfunardeild þarna.“ Fyrir nokkrum misserum var gistiheimili opnað í húsinu undir nafninu Bus Hostel og því til viðbótar hverfisbar. 

Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson. mbl.is/RAX

„Svo kaupa aðilar þann rekstur upp og draga úr hótelstarfseminni og loka barnum,“ segir Stefán en fyrir tæpum mánuði hófu nýir eigendur að nýta bílastæðið sem söfnunarstæði fyrir rútufyrirtækið Airport Direct, sem er í þeirra eigu. Ferðamenn eru sóttir upp að hótelum í miðbænum á smárútum, sem stoppa í Skógarhlíðinni þar sem farþegum er safnað saman í stærri rútur og keyrðir til Keflavíkur, í Bláa lónið eða hvert sem för er heitið.

„Ansi ófyrirleitið“

„Þetta gerðist eiginlega bara yfir eina helgi,“ segir Stefán. Það sem áður hafi verið friðsælt svæði með fyrirferðarlítilli atvinnustarfsemi sé nú umskipunarhöfn með tilheyrandi skarkala, rútubakkhljóðum og fleira, öllum stundum. Aðspurður segir Stefán umstangið raska svefnró margra í húsinu, þótt hann viðurkenni að hann sofi flest af sér og myndi sjálfsagt gera þó að húsið brynni til grunna.

Stefán segir umstangið raska svefnró margra íbúa.
Stefán segir umstangið raska svefnró margra íbúa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steininn tók úr um helgina þegar framkvæmdir fóru af stað við nýja innkeyrslu inn á rútustæðið nýtilkomna. Tré úr borgarlandinu var fjarlægt og kantur jafnaður við jörðu til að rýma fyrir rútunum. Stefán segir að í deiliskipulagi sé húsið ætlað undir stofnanir, þjónustu eða léttan iðnað og ekki að sjá að samgöngumiðstöð falli undir þá skilgreiningu. Sá gjörningur sé ansi ófyrirleitinn.

Þá séu ýmsar kröfur gerðar til samgöngumiðstöðva og sú starfsemi sé leyfisskyld. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er með til skoðunar hvort rútumiðstöðin falli undir skilgreiningu á samgöngumiðstöð, en Stefán segir slíkt barnalega augljóst enda tali fyrirtækið sjálft um stoppistöðina sem Reykjavík Main Terminal á Facebook-síðu sinni.

Eskihlíðarblokkin frá hinni hliðinni.
Eskihlíðarblokkin frá hinni hliðinni. Eyþór Árnason

Íbúar leituðu fljótt til borgarinnar og hafa beðið eftir viðbrögðum þaðan um tíma. „Borgin er meðvituð um þetta en hún er varfærin,“ segir Stefán. Á meðan geri fyrirtækið það sem það vill. Slíkt sé sérstaklega spælandi í ljósi þess að húsfélagið stendur sjálft í framkvæmdum. „Við erum að vinna í að breyta bílaplaninu okkar. Ekkert stórvægilegt, bara aðeins að malbika planið og breyta lögun pínulítið.“ Því fylgi mikið ferli, með umsókn um byggingarleyfi og fleira.

mbl.is

Innlent »

„Ekkert jákvætt við heræfingar“

15:31 Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmenn Vinstri grænna, gagnrýndu bæði á Alþingi þær heræfingar sem eru fyrirhugaðar hér á landi í október og nóvember. Meira »

Lífið verið einn rússíbani síðan

15:12 Fyrsti vinningur Lottósins síðasta laugardagskvöld féll í skaut ungra foreldra tveggja barna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa komið börnunum sínum í svefn á föstudagskvöldið fór eiginmaðurinn út en konan kom sér fyrir með tölvuna og fór að vafra um netið. Meira »

Yngsti kærði einstaklingur 4 ára

15:10 Fjöldi grunaðra fyrir hegningarlagabrot árið 2017 voru 4.124 einstaklingar, eða 9% fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Bæði árin 2016 og 2017 voru karlar rétt tæp 80 prósent grunaðra og er það sambærilegt við fyrri ár, þó að árið 2015 hafi hlutfallið verið aðeins lægra eða 77 prósent. Meira »

Fleiri vilja stöðugt verðlag

15:08 Fleiri eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. Þar segir að helmingur svarenda sé hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla sé lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir. Meira »

Áfram í haldi fyrir meint brot gegn börnum

14:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gróft kynferðisbrot sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið framlengt til 3. október. Meira »

Rýrt innlegg í kjaraviðræður

14:13 Miðstjórn ASÍ segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Meira »

„Getum ekki valið að mæta stundum“

13:43 „Þarna er um reglubundna þátttöku okkar að ræða í þessu norræna samstarfi. Við erum með litlar sendinefndir og fámennan hóp, 7 manns af 87, þannig að Ísland er ekki mjög stórt í þessu. Við bara mönnum að lágmarki það sem við tökum þátt í,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Kirkjufellið varasamt

13:17 Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormák upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnalegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Meira »

Bendir á tengsl Fréttablaðsins og VSV

13:09 Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og sömuleiðis varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Brims. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

12:00 Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »

„Röð af klaufaskap og mistökum“

11:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, segir ferlið frá því að skóflu­stunga að bygg­ing­unni sem hýs­ir já­eindaskann­ann var tek­in í janú­ar árið 2016 og þar til hann var tekinn í notkun í síðustu viku vera röð af klaufaskap og mistökum. Meira »

Veltu björgum með risavöxnu kúbeini

11:56 Vel gekk að rúlla niður björgum við Esjuna nærri toppi Þverfellshorns í morgun. Þrír verkfræðingar á vegum Eflu fóru fyrir aðgerðunum ásamt starfsfólki Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sá um að vakta göngustíga við fjallið. Meira »

Níu þúsund börn þreyta samræmd próf

11:25 Á morgun hefjast samræmd próf fyrir nemendur í 4. og 7. bekk, en frá 20.-28. september verða lögð próf í íslensku og stærðfræði fyrir nemendurna. Þetta eru fyrstu almennu samræmdu könnunarprófin sem lögð eru fyrir frá því að tæknileg vandamál urðu í tveimur prófum nemenda í 9. bekk í mars fyrr á þessu ári. Meira »

200 þúsund laxar drápust

11:01 200 þúsund laxar drápust í eldi Arnarlax í Tálknafirði í febrúar. Í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn í lok þess mánaðar sagði að 53 þúsund laxar hefðu drepist, og hafa hærri tölur ekki birst fyrr en nú. Til sam­an­b­urðar má geta að á ár­inu 2016 voru 53.600 lax­ar veidd­ir á stöng á Íslandi. Meira »

Æfa viðbrögð við árás á Landhelgisgæsluna

10:27 Hluti heræf­ing­ar NATO, Tri­dent Junct­ure, verður hald­inn hér á landi um miðjan október sem und­an­fari aðalæf­ing­ar­inn­ar sem hefst 25. októ­ber nk. í Nor­egi. Mun hún standa í tvær vik­ur og verður hún stærsta varnaræfing bandalagsins frá 2015. Meira »

Kannabismál á Austurlandi telst upplýst

10:12 Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum úr haldi sem voru handteknir í gær vegna kannabisræktunar á Breiðdalsvík og í Fellabæ. Rannsókn málsins heldur áfram í dag, en lögreglan segir málið að mestu leyti upplýst. Meira »

Árrisulum göngumönnum vísað frá Esjunni

08:43 Nokkrir frískir göngumenn ætluðu aldeilis að byrja þennan vindasama miðvikudag af krafti og ganga upp Esjuna. Er þeir voru að leggja í hann klukkan sjö í morgun tók á móti þeim hópur verkfræðinga sem var í þann mund að fara að rúlla niður nokkrum björgum við fjallið nærri toppi Þverfellshorns. Meira »

Piparkökur komnar í verslanir

07:57 Sala er hafin á jólavarningi í verslunum Bónuss. Verslunarkeðjan er byrjuð að selja piparkökur og kerti.  Meira »

Endurnýjun við Miklubraut

07:57 Götumynd Miklubrautar og umhverfis hennar vestan Lönguhlíðar hefur tekið miklum breytingum eftir að hlaðinn var grjótkörfuveggur meðfram götunni í því skyni að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...