Sjúkrasaga þingmanns opin öllum

Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson er þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/​Hari

Hæstiréttur sýknaði fyrir helgi Vátryggingafélag Íslands af kröfu Guðmundar Inga Kristinssonar, þingmanns Flokks fólksins, en hann krafðist bóta vegna slyss sem hann lenti í árið 1999. Dómur Hæstaréttar er birtur á vef hans, venju samkvæmt, en ítarlegar upplýsingar um sjúkrasögu Guðmundar er að finna í honum. Vísir greindi fyrst frá málinu.

Í úrskurði Persónuverndar frá því síðasta sumar segir að vinnsla persónuupplýsinga samrýmist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.

Í málflutningi dómstólaráðs kom fram að framkvæmd dómabirtinga sé sú að hver dómstóll annist birtingu á heimasíðu dómstólanna beint úr málaskrárkerfi viðkomandi dómstóls og hafi dómstólaráð því ekki haft neina umsjón með því ferli og ráðið því ekki ábyrgt gagnvart þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem málið tekur til.

Guðmundur Ingi segir undarlegt að dómstólar virðist komast upp með að gera það sem þeir vilja. Í dómnum sé bæði að finna réttar og rangar upplýsingar. Nauðsynlegt sé að fara eftir persónuverndarlögum.

Ekki náðist í Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert