Taktur sem sameinar alla þjóðina

Hannes Þór Halldórsson. Líklega eini byrjunarliðsleikmaður á heimsmeistaramóti fyrr og …
Hannes Þór Halldórsson. Líklega eini byrjunarliðsleikmaður á heimsmeistaramóti fyrr og síðar sem leikstýrir auglýsingu af þessari stærðargráðu. Ljósmynd/Maurar

Aðeins fjórir dagar eru í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu og magnast spennan með hverjum deginum. Í morgun gaf Coca-Cola á Íslandi út auglýsingu fyrir heimsmeistaramótið og er auglýsingin, sem er vafalaust sú dýrasta sem Coca-Cola hefur framleitt hér á landi, sérstaklega merkileg fyrir þær sakir að það er landsliðsmarkvörðurinn sjálfur, Hannes Þór Halldórsson, sem leikstýrir henni. Auk Hannesar komu að gerð hennar auglýsingastofan Maurar og framleiðslufyrirtækið Purkur.

Allt verður að vera upp á tíu hjá Hannesi og …
Allt verður að vera upp á tíu hjá Hannesi og skipta þar smáatriðin miklu máli. Hérna má sjá hann sprauta vatni á Sunnu Tsunami fyrir töku. Ljósmynd/Maurar

Rauði þráðurinn í auglýsingunni er Húh-ið, en með annarri nálgun en áður. Takturinn verður hraðari líkt og spennan magnast eftir því sem heimsmeistaramótið nálgast. Auglýsingin var frumsýnd í Smárabíó í gær við góðar viðtökur.

Tökur hófust í San Fransisco í apríl þegar landsliðiðið var þar í æfingaferð og héldu svo áfram á ýmsum stöðum á Íslandi, þ.á.m. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Hveragerði, Sandgerði og víða annarsstaðar.

„Húh-ið er orðið þekkt um allan heim og raunverulega orðið frekar þreytt fyrir utan þegar við erum mætt á völlinn að vinna Argentínu,“ segir Magnús Viðar Heimisson, vörumerkjastjóri Coca-Cola á Íslandi, léttur í bragði í samtali við mbl.is eftir frumsýninguna. „Húh-ið táknar hjartslátt þjóðarinnar. Við erum saman í þessu sem þjóð.“

Fyst var það tannlæknirinn, núna kvikmyndagerðarmaðurinn

Spurður hvort hann eigi von á að auglýsingin fái athygli út fyrir landsteinana segir Magnús að það kæmi honum ekki á óvart. Ísland sé lítil og samheldin þjóð í augu útlendinganna, mikill áhugi hafi verið á því að landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson væri tannlæknir, og nú sé það aðalmarkmaðurinn sem sé kvikmyndagerðarmaður. „Það er algjört einsdæmi,“ segir hann.

Rapparinn Gauti kemur fyrir í auglýsingunni.
Rapparinn Gauti kemur fyrir í auglýsingunni. Ljósmynd/Maurar

Að sögn Magnúsar voru líklega yfir hundrað manns sem komu að gerð auglýsingarinnar þegar allt er talið. Fimmti flokkur Þróttar lék í einu atriðinu og annar flokkur Breiðabliks fyllti skemmtistað auk þess sem ýmsum þekktum nöfnum bregður fyrir, s.s. Gumma Ben, Eið Smára, Söru Sigmundsdóttur, Gunnari Nelson og Sunnu Tsunami svo fátt eitt sé nefnt.

Íslensku kraftajötnunum voru gerð skil í auglýsingunni. Nema hvað.
Íslensku kraftajötnunum voru gerð skil í auglýsingunni. Nema hvað. Ljósmynd/Maurar

Hann segir það gefa auglýsingunni viðbótarvigt að henni sé leikstýrt af landsliðsmanni, enda endurspegli hún hugarheim landsliðsmannanna svona stuttu fyrir mót. „Það var enginn vafi á því við hvern við ætluðum að tala til að gera auglýsinguna,“ segir Magnús.

Í tilkynningu er haft eftir Hannesi að hann hefði viljað keyra auglýsingu sem snerti við sem flestum landsmönnum. „Auglýsingu sem myndi keyra stemmninguna fyrir keppninni upp á suðupunkt og myndi minna okkur öll á að við erum saman í þessu verkefni. Við leikmennirnir erum kannski 11 inná vellinum en við upplifum þetta samt aldrei þannig að við séum einir þar. Við finnum vel fyrir stuðningnum og finnum það sterkt að allir Íslendingar standa þétt saman að baki okkur,” segir Hannes.

Sunna, Hannes og Gunnar Nelson.
Sunna, Hannes og Gunnar Nelson. Ljósmynd/Maurar

„Það hefur freistað mín talsvert síðan ég setti kvikmyndagerðarferilinn á ís til að vera í atvinnumennsku að taka að mér flott leikstjóraverkefni. Svo strax daginn eftir leikinn við Kósovó þar sem við tryggðum okkur sæti á HM þá fékk ég skilaboð frá Coca-Cola sem voru einum of spennandi. Verkefnið snéri að landsliðinu, gekk upp miðað við mína dagskrá, hentaði mínum stíl, var fyrir eitt stærsta vörumerki í heimi og Ísland að fara á HM. Þetta var bara no-brainer.”

Frá tökum í San Fransisco. Tökudagurinn þar var fjórir tímar. …
Frá tökum í San Fransisco. Tökudagurinn þar var fjórir tímar. Landsliðsstrákunum fannst það öllum hrikalega langt nema einum, Hannesi Þór, sem fannst hann stuttur. Ljósmynd/Maurar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert