Þinglok í uppnámi

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einn þeirra sem telur ...
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einn þeirra sem telur að vegið sé að meðferð tillögu flokksins um verðtryggingu. mbl.is/Eggert

Þingstörf virðast hafa komið í uppnám eftir að deilur urðu á Alþingi um meðferð frumvarps Miðflokksins um að taka húsnæðislið úr vísitölu til verðtryggingar, en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að málinu verði vísað til úrvinnslu í starfshópi.

Þingmenn Miðflokksins saka meirihlutann um að svíkja samkomulag formanna flokkanna um meðferð mála sem voru sett á dagskrá sem hluti af samningi um þinglok. Gert var ráð fyrir að þingstörfum myndi ljúka í dag, en engin þeirr mála sem átti að afgreiða í dag hafa verið afgreidd frá því þingfundur hófst klukkan 13:30 í dag.

„Nú sjáum við svik á ný,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðustól Alþingis í dag, en hann var að vísa til þess að lögð hafði verið fram frávísunartillaga vegna frumvarps Miðflokksins um að fella húsnæðislið úr vísitölu sem verðtrygging byggir á.

Í sátt við alla nema Miðflokkinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði ótrúlegt að heyra málflutning Sigmundar Davíðs. „Það sem var rætt um milli formanna flokkana var að hér myndi eitt mál frá hverjum þingflokki hljóta afgreiðslu í sal. Það var líka ljóst að kynni að koma fram málsmeðferðartillögur eins og kom fram um tillögu Pírata um borgaralaun, þar sem því máli var vísað til ríkisstjórnar,“ sagði hún.

Þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, sakaði meirihlutann að vinna gegn flokki hans, en hann sagði öll mál stjórnarandstöðunnar hafa fengið málsmeðferð í sátt við þá flokka sem að tillögunum standa, nema í tilfelli tillögu Miðflokksins.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, nefndi að frávísunartillagan hafi verið rökstudd og og rædd í nefnd á föstudag síðastliðinn. Hann benti á að Miðflokkurinn hafi vitað af málinu í fjóra daga, en ekkert aðhafst nema með upphlaupi á lokadegi þings.

Óli Björn sagði þingmenn Miðflokksins frekar vilja að málið yrði fellt í atkvæðagreiðslu heldur en að vísa málinu til starfshóps sem myndi vinna áfram með málið. „Um það snýst afgreiðsla meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar og skiptir engu máli hversu oft háttvirtur þingmaður Þorsteinn Sæmundsson eða aðrir berja hausnum við steininn,“ sagði hann.

Kergja út í Framsóknarflokkinn

„Ætlum við að taka þátt í þessu leikriti Miðflokksins sem byggist fyrst og fremst og nánast eingöngu á kergju út í fyrrum samstarfsfólk sitt í Framsóknarflokknum?“ spurði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

„Nú er hér einn flokkur stjórnarandstöðunnar á því að á sér hafi verið brotið og hvernig ætlar hann að bregðast við, jú með því að telja að þá gildi ekki lengur umrætt samkomulag og það er kannski það sem þessir stjórnarþingmenn hafa verið að kalla eftir. Það eru engir bundnir, engir að hlutast til um neitt. Þannig að þetta er komið í algjöra vitleysu, algjöra hringavitleysu,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Hún hvatti einnig forseta þingsins til þess að stöðva fund og til þess að ræða úrlausn mála. „Við erum komin í öngstræti með þetta,“ sagði Hanna Katrín.

Fáum ræðum seinna var gert hlé á þinghaldi og standa fundir yfir á meðan verið er að finna lausn á stöðu mála. Þingfundur hófst að nýju klukkan 14:55, en ekki er ljóst hvert framhaldið verður.

mbl.is

Innlent »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »

Lýsi er ógeðslegt – En það virkar

Í gær, 20:10 „Frá víkingum til súrs hákarls – Tíu ástæður fyrir því að Íslendingar eru svona sterkir“ er fyrirsögn greinar þýska vefmiðilsins Kölner Stadt-Anzieger þar sem þjóðverjarnir reyna að gera sér í hugarlund ástæður þess að Íslendingar séu svo sterkir. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:09 Mennirnir tveir sem voru yfirheyrðir í dag, grunaðir um að hafa fótbrotið karlmann, var sleppt úr haldi seinnipartinn að loknum yfirheyrslum. Meira »

Fengu lýðveldishátíðarköku í Vatnaskógi

Í gær, 19:44 Um eitt hundrað drengir úr sumarbúðunum í Vatnaskógi fengu lýðveldishátíðarköku í dag, enn í gleðivímu eftir leik Íslands og Argentínu í gær. Meira »

Á kajak meðfram vesturströnd Evrópu

Í gær, 19:10 Toby Carr, breskur 36 ára arkítekt og kajakræðari, er um þessar mundir að hefja ferðalag sitt sjóleiðina um Vestur-Evrópu á kajak. Carr hlaut styrk frá minningarsjóði Winston Churchill til þess að rannsaka allar þær 31 siglingaveðurstöðvar sem lesnar eru upp í sjóveðurspám Bretlands. Meira »

Hátíðlegt á Akureyri og Húsavík: Myndir

Í gær, 18:27 Norðlendingar héldu 17. júní hátíðlegan eins og aðrir landsmenn. Á Akureyri fór skrúðganga niður Gilið, auk þess sem venjan er að útskrifa stúdenta á þjóðhátíðardeginum. Meira »

Um 2.500 mættu í Zaryadye-garðinn

Í gær, 18:14 Talið er að rúmlega 2.500 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi mætt í upphitunargleði í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær fyrir leik Íslands og Argentínu. Meira »

Vatnsleki í kjallara í Hjaltabakka

Í gær, 17:55 Tveir dælubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í fjölbýlishús í Hjaltabakka í Breiðholti vegna vatnsleka. Meira »

Almenningur telur sig harðari

Í gær, 17:41 „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla, einkum í kynferðisbrotamálum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,sem hefur í fjölda ára rannsakað glæpi frá öllum hliðum. Meira »

2,4 milljarða króna sektarheimildir

Í gær, 17:20 Stórfyrirtæki sem vinna mikið með persónuupplýsingar hafa tilhneigingu til að leita til ríkja þar sem reglugerðir og eftirlit eru linari en í öðrum ríkjum. Þetta segir Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

Fjölmenni fagnar 17. júní: Myndir

Í gær, 16:20 Fjöldi fólks gerði sér dagamun í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, og skellti sér miðbæinn til þess að fagna fullveldi Íslands. Meira »

Vatnsnotkun lítil á meðan á leik stóð

Í gær, 15:25 Leikur Íslands og Argentínu á HM í gær hafði mikil áhrif á vatnsnotkun Reykvíkinga í gær, en eins og af grafinu hér að neðan má lesa hafa Íslendingar að mestu leyti haldið í sér á meðan á leik stóð. Margir hafa þó nýtt hálfleikinn til þess að fara á salernið. Meira »

Fjórtán hlutu fálkaorðuna

Í gær, 15:10 Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.  Meira »

Hjólreiðafólk þekki blinda svæðið

Í gær, 15:05 Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Meira »
Gleraugu fundust Gleraugu fundust við
Gleraugu fundust Gleraugu fundust við Miklubraut í Skeifunni, 13. júní um klukka...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...