Þinglok í uppnámi

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einn þeirra sem telur ...
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einn þeirra sem telur að vegið sé að meðferð tillögu flokksins um verðtryggingu. mbl.is/Eggert

Þingstörf virðast hafa komið í uppnám eftir að deilur urðu á Alþingi um meðferð frumvarps Miðflokksins um að taka húsnæðislið úr vísitölu til verðtryggingar, en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að málinu verði vísað til úrvinnslu í starfshópi.

Þingmenn Miðflokksins saka meirihlutann um að svíkja samkomulag formanna flokkanna um meðferð mála sem voru sett á dagskrá sem hluti af samningi um þinglok. Gert var ráð fyrir að þingstörfum myndi ljúka í dag, en engin þeirr mála sem átti að afgreiða í dag hafa verið afgreidd frá því þingfundur hófst klukkan 13:30 í dag.

„Nú sjáum við svik á ný,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðustól Alþingis í dag, en hann var að vísa til þess að lögð hafði verið fram frávísunartillaga vegna frumvarps Miðflokksins um að fella húsnæðislið úr vísitölu sem verðtrygging byggir á.

Í sátt við alla nema Miðflokkinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði ótrúlegt að heyra málflutning Sigmundar Davíðs. „Það sem var rætt um milli formanna flokkana var að hér myndi eitt mál frá hverjum þingflokki hljóta afgreiðslu í sal. Það var líka ljóst að kynni að koma fram málsmeðferðartillögur eins og kom fram um tillögu Pírata um borgaralaun, þar sem því máli var vísað til ríkisstjórnar,“ sagði hún.

Þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, sakaði meirihlutann að vinna gegn flokki hans, en hann sagði öll mál stjórnarandstöðunnar hafa fengið málsmeðferð í sátt við þá flokka sem að tillögunum standa, nema í tilfelli tillögu Miðflokksins.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, nefndi að frávísunartillagan hafi verið rökstudd og og rædd í nefnd á föstudag síðastliðinn. Hann benti á að Miðflokkurinn hafi vitað af málinu í fjóra daga, en ekkert aðhafst nema með upphlaupi á lokadegi þings.

Óli Björn sagði þingmenn Miðflokksins frekar vilja að málið yrði fellt í atkvæðagreiðslu heldur en að vísa málinu til starfshóps sem myndi vinna áfram með málið. „Um það snýst afgreiðsla meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar og skiptir engu máli hversu oft háttvirtur þingmaður Þorsteinn Sæmundsson eða aðrir berja hausnum við steininn,“ sagði hann.

Kergja út í Framsóknarflokkinn

„Ætlum við að taka þátt í þessu leikriti Miðflokksins sem byggist fyrst og fremst og nánast eingöngu á kergju út í fyrrum samstarfsfólk sitt í Framsóknarflokknum?“ spurði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

„Nú er hér einn flokkur stjórnarandstöðunnar á því að á sér hafi verið brotið og hvernig ætlar hann að bregðast við, jú með því að telja að þá gildi ekki lengur umrætt samkomulag og það er kannski það sem þessir stjórnarþingmenn hafa verið að kalla eftir. Það eru engir bundnir, engir að hlutast til um neitt. Þannig að þetta er komið í algjöra vitleysu, algjöra hringavitleysu,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Hún hvatti einnig forseta þingsins til þess að stöðva fund og til þess að ræða úrlausn mála. „Við erum komin í öngstræti með þetta,“ sagði Hanna Katrín.

Fáum ræðum seinna var gert hlé á þinghaldi og standa fundir yfir á meðan verið er að finna lausn á stöðu mála. Þingfundur hófst að nýju klukkan 14:55, en ekki er ljóst hvert framhaldið verður.

mbl.is

Innlent »

Hækkanir ógn við hagsmuni neytenda

18:46 Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Neytendur muni ekki sætta sig við óábyrgar verðhækkanir. Meira »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »

SA samþykkti með 98% atkvæða

13:31 Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Meira »

Hitinn mældist 18,7 gráður í Öræfum

12:59 Hiti hefur ekki farið niður fyrir frostmark neins staðar á landinu í dag, en það sem vekur athygli er að 18,4 gráðu munur er á mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í dag. Meira »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...