Þinglok í uppnámi

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einn þeirra sem telur ...
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, var einn þeirra sem telur að vegið sé að meðferð tillögu flokksins um verðtryggingu. mbl.is/Eggert

Þingstörf virðast hafa komið í uppnám eftir að deilur urðu á Alþingi um meðferð frumvarps Miðflokksins um að taka húsnæðislið úr vísitölu til verðtryggingar, en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að málinu verði vísað til úrvinnslu í starfshópi.

Þingmenn Miðflokksins saka meirihlutann um að svíkja samkomulag formanna flokkanna um meðferð mála sem voru sett á dagskrá sem hluti af samningi um þinglok. Gert var ráð fyrir að þingstörfum myndi ljúka í dag, en engin þeirr mála sem átti að afgreiða í dag hafa verið afgreidd frá því þingfundur hófst klukkan 13:30 í dag.

„Nú sjáum við svik á ný,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í ræðustól Alþingis í dag, en hann var að vísa til þess að lögð hafði verið fram frávísunartillaga vegna frumvarps Miðflokksins um að fella húsnæðislið úr vísitölu sem verðtrygging byggir á.

Í sátt við alla nema Miðflokkinn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði ótrúlegt að heyra málflutning Sigmundar Davíðs. „Það sem var rætt um milli formanna flokkana var að hér myndi eitt mál frá hverjum þingflokki hljóta afgreiðslu í sal. Það var líka ljóst að kynni að koma fram málsmeðferðartillögur eins og kom fram um tillögu Pírata um borgaralaun, þar sem því máli var vísað til ríkisstjórnar,“ sagði hún.

Þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, sakaði meirihlutann að vinna gegn flokki hans, en hann sagði öll mál stjórnarandstöðunnar hafa fengið málsmeðferð í sátt við þá flokka sem að tillögunum standa, nema í tilfelli tillögu Miðflokksins.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, nefndi að frávísunartillagan hafi verið rökstudd og og rædd í nefnd á föstudag síðastliðinn. Hann benti á að Miðflokkurinn hafi vitað af málinu í fjóra daga, en ekkert aðhafst nema með upphlaupi á lokadegi þings.

Óli Björn sagði þingmenn Miðflokksins frekar vilja að málið yrði fellt í atkvæðagreiðslu heldur en að vísa málinu til starfshóps sem myndi vinna áfram með málið. „Um það snýst afgreiðsla meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar og skiptir engu máli hversu oft háttvirtur þingmaður Þorsteinn Sæmundsson eða aðrir berja hausnum við steininn,“ sagði hann.

Kergja út í Framsóknarflokkinn

„Ætlum við að taka þátt í þessu leikriti Miðflokksins sem byggist fyrst og fremst og nánast eingöngu á kergju út í fyrrum samstarfsfólk sitt í Framsóknarflokknum?“ spurði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

„Nú er hér einn flokkur stjórnarandstöðunnar á því að á sér hafi verið brotið og hvernig ætlar hann að bregðast við, jú með því að telja að þá gildi ekki lengur umrætt samkomulag og það er kannski það sem þessir stjórnarþingmenn hafa verið að kalla eftir. Það eru engir bundnir, engir að hlutast til um neitt. Þannig að þetta er komið í algjöra vitleysu, algjöra hringavitleysu,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Hún hvatti einnig forseta þingsins til þess að stöðva fund og til þess að ræða úrlausn mála. „Við erum komin í öngstræti með þetta,“ sagði Hanna Katrín.

Fáum ræðum seinna var gert hlé á þinghaldi og standa fundir yfir á meðan verið er að finna lausn á stöðu mála. Þingfundur hófst að nýju klukkan 14:55, en ekki er ljóst hvert framhaldið verður.

mbl.is

Innlent »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífastökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

Í gær, 20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

Í gær, 20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Í gær, 19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

Í gær, 19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »

Önnur andarnefjan dauð

Í gær, 19:28 „Þetta var bara að gerast núna. Við vorum að reyna að snúa dýrinu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hefur bara ekki þolað það,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá Sérferðum. Önnur andarnefjan sem festist í sjálfheldu í Engey í Kollafirði er dauð. Meira »

Tveir kílómetrar fullgerðir í haust

Í gær, 19:10 Framkæmdum á Þingvallavegi miðar ágætlega, að sögn Einars Más Magnússonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni. Níu kílómetra kafli sem liggur um þjóðgarðinn hefur verið lokaður frá 30. júlí en til stendur að breikka veginn um tvo metra, koma upp vegriði og ráðast í aðrar öryggisaðgerðir. Meira »

Sölutími íbúða að styttast

Í gær, 18:49 Sérbýli hefur hækkað talsvert meira í verði en fjölbýli undanfarna mánuði og sú þróun hélt áfram í júlí. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,2% milli mánaða en verð sérbýlis um 0,8%. Fjölbýli hefur nú hækkað um 3,8% á undanförnum 12 mánuðum en sérbýli um 8,9%. Meira »

Hlaupa og gleyma ekki gleðinni

Í gær, 18:30 „Pabbi, Stefán Hrafnkelsson, var greindur með alzheimer snemma í fyrrasumar eftir greiningarferli sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma. Hann var 58 ára þegar hann greindist og þegar greiningin lá fyrir kynntumst við Alzheimersamtökunum,“ segir Arndís Rós Stefánsdóttir. Meira »

Engin gögn enn borist frá kjararáði

Í gær, 18:15 Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjalasafnið greinir á um hvorri stofnuninni beri að taka til greina beiðni um aðgang að fundargerðum kjararáðs. Skrifstofustjóri kjararáðs er enn í fullu starfi við að ganga frá skjalasafni ráðsins en hefur þó enn ekki haft samband við Þjóðskjalasafn. Meira »

Andarnefjur í sjálfheldu í Engey

Í gær, 17:55 „Þær eru ekki algengar á þessu svæði. Það er mjög sjaldgæft að við fáum andarnefjur inn á flóann og oftast eru þær fleiri. Okkur finnst það skrítið að það séu bara tvö dýr. Þær hafa verið að elta einhverja fæðu,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Tvær andarnefjur liggja fastar í sjálfheldu í Engey. Meira »

Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar

Í gær, 17:25 Endurkröfur, sem vátryggingarfélög eignast á hendur þeim sem valda tjóni í umferðinni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, voru færri árið 2017 en árið 2016. Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar mikið en flestar endurkröfur verða til vegna ölvunar tjónvalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd. Meira »

Skjálfti að stærð 3,3 í Torfajökli

Í gær, 17:15 Rétt fyrir hálf fimm í dag varð skjálfti að stærð 3,3 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. Fannst hann meðal annars í Landmannalaugum. Sjö aðrir smærri skjálftar urðu á svæðinu í kjölfarið, en enginn gosórói er að sögn Veðurstofunnar. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 - 2000, 33 bindi, Kvæði Eggerts Ól...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....