Varð meistari í 11. tilraun

Íslandsmeistarar. Lenka Ptacniková, Helgi Áss Grétarsson og Gauti Páll Jónsson …
Íslandsmeistarar. Lenka Ptacniková, Helgi Áss Grétarsson og Gauti Páll Jónsson voru að vonum kát þegar þau tóku við verðlaunum sem Íslandsmeistarar í skák, en athöfnin fór fram í Valsheimilinu um helgina. Ljósmynd/Kjartan Maack

Íslandsmótinu í skák lauk á laugardag í Valsheimilinu. Þar bar Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sigur úr býtum og vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil, í elleftu tilraun.

Sigurinn er óvæntur, en 142 Elo-stigum munar á Helga og stigahæsta skákmanni mótsins, Héðni Steingrímssyni. Helgi endaði með 8 og hálfan vinning af 10 mögulegum og hafði eins og hálfs vinnings forskot á næstu menn. „Ég er bara í skýjunum,“ segir Helgi.

Þetta er ellefta skiptið sem hann teflir í mótinu, en hann tók iðulega þátt þegar hann var yngri. Árið 1994 varð Helgi Áss Grétarsson heimsmeistari ungmenna og er hann fjórði stigahæsti skákmaður landsins. Árið 1998 var hann með yfirburðaforystu á Íslandsmótinu og var nálægt því að vinna mótið. „Fyrir 20 árum fór ég á taugum en nú er meiri lífsviska og sjálfsviska komin og ég hélt ró minni.“

Sjá samtal við Helga Áss í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert