Hafna mengandi stóriðju í Helguvík

Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, ...
Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann F. Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Styrmir Jónsson og Friðjón Einarsson. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar kynnti í hádeginu málefnasamning sinn fyrir kjörtímabilið. Í samningnum segir að mikil fólksfjölgun í Reykjanesbæ kalli á aukna þjónustu og hraða innviðauppbyggingu og að þeirri þörf sé brýnt að mæta.

Meirihlutinn stefnir þó að því að tryggja trausta fjármálastjórn og áframhaldandi niðurgreiðslu skulda. Í inngangsorðum málefnasamningsins segir að vonandi sjái brátt fyrir endann á fjárhagserfiðleikum sveitarfélagsins.

Stefnt er að því að Reykjanesbær nái lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022, en einnig hyggst nýr meirihluti lækka fasteignaskatt á kjörtímabilinu vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Þá verður stofnaður „þverpólitískur aðgerðahópur“ sem mun hafa það hlutverk að rétta hlut Suðurnesja með tilliti til fjárframlaga frá ríkisvaldinu.

Hafna mengandi stóriðju

Mengandi stjóriðju í Helguvík er hafnað og nýtt framtíðarráð sveitarfélagins mun leita lausna, svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ verði ávallt í sátt við íbúa. Áfram verður þó unnið að atvinnuuppbyggingu í Helguvík, með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki þar. Þá ætlar meirihlutinn að fá óháða aðila til að gera úttekt á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa.

Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða ...
Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða úttekt á áhrifum mengunar á íbúa. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihlutinn segir að þrýsta þurfi á ríkisvaldið um að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og að klára þurfi tvöföldun hennar sem allra fyrst.

Reykjanesbær ætlar að byrja að kolefnisjafna starfsemi sína og hrinda í framkvæmd áætlun um skógrækt á kjörtímabilinu með það að markmiði að kolefnisjafna mengun frá flugumferð og bæta útivistarmöguleika bæjarbúa. Einnig verður leiða leitað til að draga úr plastnotkun í bænum.

Efla heilsugæsluna

Nýtt lýðheilsuráð Reykjanesbæjar mun hafa það sem fyrsta verkefni að fara í viðræður við heilbrigðisráðuneytið um eflingu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ. Þá segir að unnið verði að samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu með það að markmiði að bæta þjónustuna.

Einnig á að undirbúa byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum og fylgja eftir umsókn bæjarins um byggingu þess til heilbrigðisráðherra. Meirihlutinn ætlar einnig að ráða lýðheilsufræðing til starfa og hann mun vinna að því með hinu nýja lýðheilsuráði að efla heilsu bæjarbúa.

Þá ætlar meirihlutinn jafnframt að vinna lýðheilsustefnu fyrir bæinn og auka stuðning við skipulagða hreyfingu barna.

Skoða kosti ungbarnaleikskóla

Nýr meirihluti mun stefna að því að öll börn komist í leikskóla við 18 mánaða aldur, auk þess sem „heildræn endurskoðun“ verður gerð á dagsvistunarúrræðum, til þess að koma til móts við sem flesta foreldra. Þá verða kostir ungbarnaleikskóla kannaðir og samvinna við dagforeldra efld.

Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag.
Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Einnig verður auknum fjármunum forgangsraðað til leik- og grunnskóla, til þess að mæta auknu álagi og bæta starfsumhverfi í skólunum.

Stofnað verður nýtt  markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráð sem á að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði. Einnig verða möguleikar í komum minni skemmtiferðaskipa til svæðisins skoðaðir.

Þá ætlar nýi meirihlutinn að leita leiða til að sporna við brottfalli ungmenna úr skipulögðu félagsstarfi og skipa starfshóp um framtíðarskipulag íþróttaðstöðu í bænum og stuðning við íþróttafélögin.

mbl.is

Innlent »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskrar tungu nú á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »

Varðskipið Óðinn í slipp

07:57 Varðskipið Óðinn verður tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn í dag en skipið er hluti af safnaeign Sjóminjasafnsins.  Meira »

Framkvæmdir við stækkun stöðvaðar

07:37 „Þetta eru nokkur atriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-hótelkeðjunnar, en Vinnueftirlitið bannaði á föstudag alla vinnu við byggingarframkvæmdir vegna stækkunar á einu hótela keðjunnar, City Park Hótel, Ármúla 5. Meira »

Vel skipulagður þjófnaður

07:00 Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipulagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka. Þetta segir heimildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði. Meira »

Umhleypingar og vætutíð

06:56 Hæglætisveður verður á landinu í dag en í kvöld fer að hvessa að austan og á morgun er spáð roki og rigningu víða á landinu. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Opnað inn á heiðina

05:30 Brúarmenn frá Vestfirskum verktökum eru að byggja brú yfir Norðlingafljót, skammt ofan Helluvaðs, í Hallmundarhrauni fyrir Vegagerðina. Brúin er mikið mannvirki. Hún opnar fleira ferðafólki leið úr Borgarfirði og inn á Arnarvatnsheiði. Meira »

Lúpínan breiðir úr sér næstu árin

05:30 Búast má við því að með hlýnandi veðurfari og minnkandi sauðfjárbeit muni útbreiðsla alaskalúpínu og gróðurs sem fylgir í kjölfar hennar, svo sem skógarkerfils, margfaldast á næstu áratugum. Meira »

Þúsund eru án lífeyris

05:30 Nú eru 19.162 einstaklingar með 75% örorkumat og eiga því að öðru jöfnu rétt á örorkulífeyri. Hefur þeim fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukning. Hins vegar fá aðeins 18.009 einstaklingar lífeyri og hluti hópsins fær skertan lífeyri vegna annarra tekna. Meira »

Brýtur ekki í bága við lög eða skuldbindingar

05:30 Lögin um að heimila ráðherra að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða ganga hvorki í berhögg við lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála né ákvæði Árósasamningsins. Meira »

Friðlýsing Víkurkirkjugarðs undirbúin

05:30 Minjastofnun Íslands hefur hafið undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýsingu Víkurkirkjugarðs við Aðalstræti í Reykjavík. Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun Íslands sendi til Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Meira »

Munu mótmæla NATO-æfingum

05:30 „Íslenskir friðarsinnar hafa í gegnum tíðina ekkert látið það athugasemdalaust, eða fram hjá sér fara, þegar hér hafa verið heræfingar. Það eru mörg dæmi um það að við höfum farið og látið til okkar taka. Það er fullkomlega eðlilegt að það verði að þessu sinni.“ Meira »

Leita til lækna eftir meðferð úti

05:30 „Sjálf hef ég séð vinnu sem aldrei myndi teljast ásættanleg hér heima,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í munn- og tanngervalækningum, og vísar í máli sínu til ferða Íslendinga til tannlækna í Austur-Evrópu. Meira »

Skipstjóri skútunnar handtekinn

Í gær, 21:39 Skipstjóri skútunnar sem kom að landi á Rifi um kl. 21 í kvöld var handtekinn við komuna þangað af lögreglunni á Vesturlandi. Hann var einn á ferð og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn síðustu nótt. Meira »

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Í gær, 21:10 Lögreglan sektaði 70-80 ökumenn um helgina fyrir að leggja bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Varðstjóri í umferðardeild lögreglu segir að honum þyki „leiðinlegt að sekta fólk fyrir kjánaskap“. Meira »

Skútan komin til hafnar á Rifi

Í gær, 20:01 Skútunni Inook var stolið úr Ísafjarðarhöfn í nótt. Varðskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa veitt henni eftirför í dag. Skútan kom til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi um kl. 21 í kvöld og voru tveir sérsveitarmenn á meðal þeirra sem veittu henni móttöku. Meira »

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

Í gær, 19:15 Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar. Meira »

Þorskurinn vítamínsprauta og stuðpúði

Í gær, 18:57 Verðmæti útfluttra þorskafurða frá aldamótum jafngildir um 20 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Önnur lönd saxa smám saman á gæðaforskot Íslands. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp75 95 og 110 hp bátavélar frá TD Með gír og mælabo...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...