Hafna mengandi stóriðju í Helguvík

Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, ...
Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann F. Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Styrmir Jónsson og Friðjón Einarsson. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar kynnti í hádeginu málefnasamning sinn fyrir kjörtímabilið. Í samningnum segir að mikil fólksfjölgun í Reykjanesbæ kalli á aukna þjónustu og hraða innviðauppbyggingu og að þeirri þörf sé brýnt að mæta.

Meirihlutinn stefnir þó að því að tryggja trausta fjármálastjórn og áframhaldandi niðurgreiðslu skulda. Í inngangsorðum málefnasamningsins segir að vonandi sjái brátt fyrir endann á fjárhagserfiðleikum sveitarfélagsins.

Stefnt er að því að Reykjanesbær nái lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022, en einnig hyggst nýr meirihluti lækka fasteignaskatt á kjörtímabilinu vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Þá verður stofnaður „þverpólitískur aðgerðahópur“ sem mun hafa það hlutverk að rétta hlut Suðurnesja með tilliti til fjárframlaga frá ríkisvaldinu.

Hafna mengandi stóriðju

Mengandi stjóriðju í Helguvík er hafnað og nýtt framtíðarráð sveitarfélagins mun leita lausna, svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ verði ávallt í sátt við íbúa. Áfram verður þó unnið að atvinnuuppbyggingu í Helguvík, með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki þar. Þá ætlar meirihlutinn að fá óháða aðila til að gera úttekt á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa.

Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða ...
Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða úttekt á áhrifum mengunar á íbúa. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihlutinn segir að þrýsta þurfi á ríkisvaldið um að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og að klára þurfi tvöföldun hennar sem allra fyrst.

Reykjanesbær ætlar að byrja að kolefnisjafna starfsemi sína og hrinda í framkvæmd áætlun um skógrækt á kjörtímabilinu með það að markmiði að kolefnisjafna mengun frá flugumferð og bæta útivistarmöguleika bæjarbúa. Einnig verður leiða leitað til að draga úr plastnotkun í bænum.

Efla heilsugæsluna

Nýtt lýðheilsuráð Reykjanesbæjar mun hafa það sem fyrsta verkefni að fara í viðræður við heilbrigðisráðuneytið um eflingu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ. Þá segir að unnið verði að samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu með það að markmiði að bæta þjónustuna.

Einnig á að undirbúa byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum og fylgja eftir umsókn bæjarins um byggingu þess til heilbrigðisráðherra. Meirihlutinn ætlar einnig að ráða lýðheilsufræðing til starfa og hann mun vinna að því með hinu nýja lýðheilsuráði að efla heilsu bæjarbúa.

Þá ætlar meirihlutinn jafnframt að vinna lýðheilsustefnu fyrir bæinn og auka stuðning við skipulagða hreyfingu barna.

Skoða kosti ungbarnaleikskóla

Nýr meirihluti mun stefna að því að öll börn komist í leikskóla við 18 mánaða aldur, auk þess sem „heildræn endurskoðun“ verður gerð á dagsvistunarúrræðum, til þess að koma til móts við sem flesta foreldra. Þá verða kostir ungbarnaleikskóla kannaðir og samvinna við dagforeldra efld.

Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag.
Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Einnig verður auknum fjármunum forgangsraðað til leik- og grunnskóla, til þess að mæta auknu álagi og bæta starfsumhverfi í skólunum.

Stofnað verður nýtt  markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráð sem á að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði. Einnig verða möguleikar í komum minni skemmtiferðaskipa til svæðisins skoðaðir.

Þá ætlar nýi meirihlutinn að leita leiða til að sporna við brottfalli ungmenna úr skipulögðu félagsstarfi og skipa starfshóp um framtíðarskipulag íþróttaðstöðu í bænum og stuðning við íþróttafélögin.

mbl.is

Innlent »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »

„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

15:25 „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun. Meira »

„Notkun glýfosfats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosfats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »

Funda aftur í lok mánaðarins

13:39 Annar fundur í kjaradeildu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá ríkisáttasemjara var haldinn í morgun.  Meira »

Viku af „ólögmætum fundi“

13:13 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda sé ekki rétt staðið að boðun fundarins. Fulltrúar flokksins ákváðu að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

13:00 Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Kynnir hugmyndir um þjóðgarðastofnun

12:54 Á næstu vikum mun umhverfis- og auðlindaráðherra funda víða um land til að kynna drög að frumvarpi um nýja þjóðgarðastofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Meira »

Bubbi ætlar ekki að áfrýja

12:50 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar ekki að áfrýja meiðyrðadómi í máli Steinars Bergs gegn sér. RÚV hefur hins vegar ekki ákveðið hvort dóminum verði áfrýjað, en Steinar bendir í yfirlýsingu á að sá frestur sem stofnunin hafði til að fara að tilmælum dómsins sé nú liðinn. Meira »

Náttúruöflin áþreifanleg í Hítardal

12:38 Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, segir óvissuna sem sprungan í Fagraskógarfjalli veldur vera óþægilega. Best væri, að hans sögn, ef hrunið færi af stað sem fyrst til þess að uppbygging geti hafist sem fyrst eftir náttúruhamfarirnar 7. júlí. Meira »

Innkalla 125 KIA-bifreiðar

11:30 Bílaumboðið Askja hefur innkallað 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017. Ástæða innköllunar er að orðið hefur vart við galla í rafmagnsvökvakúplingu sem getur valdið olíuleka. Meira »

Fór húsavillt í morgunsárið

11:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að verið væri að banka á glugga íbúðar í hverfi 105 en sá sem leitaði til lögreglunnar sagðist ekki kannast við kauða. Meira »

Ágúst Valfells forseti tækni- og verkfræðideildar HR

09:54 Dr. Ágúst Valfells hefur verið ráðinn forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af Dr. Guðrúnu Sævarsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá árinu 2011. Meira »

Rök um lengd einangrunar standist ekki

09:03 Hundaræktarfélag Íslands telur rök um lengd einangrunar gæludýra ekki standast og kallar eftir áhættumati landbúnaðarráðuneytis sem átti að vera tilbúið í apríl. Morgunblaðið fjallaði í gær um grein þriggja vísindamanna sem segja sníkjudýr hafa borist með innfluttum gæludýrum í íslenska dýrastofna. Meira »

Var í ljósum logum er slökkvilið kom

08:35 Miklar skemmdir urðu á pökkunarhúsi sem eldur kom upp í að Reykjaflöt á Flúðum í gærkvöldi. Þetta segir Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu. Pökkunarstöðin var í ljósum logum er slökkvilið kom á vettvang. Tildrög eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. Meira »

Kraftaverk eftir maraþon

08:18 „Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig.“ Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Gler krukkur og smáflöskur
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...