Hafna mengandi stóriðju í Helguvík

Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, ...
Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann F. Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Styrmir Jónsson og Friðjón Einarsson. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar kynnti í hádeginu málefnasamning sinn fyrir kjörtímabilið. Í samningnum segir að mikil fólksfjölgun í Reykjanesbæ kalli á aukna þjónustu og hraða innviðauppbyggingu og að þeirri þörf sé brýnt að mæta.

Meirihlutinn stefnir þó að því að tryggja trausta fjármálastjórn og áframhaldandi niðurgreiðslu skulda. Í inngangsorðum málefnasamningsins segir að vonandi sjái brátt fyrir endann á fjárhagserfiðleikum sveitarfélagsins.

Stefnt er að því að Reykjanesbær nái lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022, en einnig hyggst nýr meirihluti lækka fasteignaskatt á kjörtímabilinu vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Þá verður stofnaður „þverpólitískur aðgerðahópur“ sem mun hafa það hlutverk að rétta hlut Suðurnesja með tilliti til fjárframlaga frá ríkisvaldinu.

Hafna mengandi stóriðju

Mengandi stjóriðju í Helguvík er hafnað og nýtt framtíðarráð sveitarfélagins mun leita lausna, svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ verði ávallt í sátt við íbúa. Áfram verður þó unnið að atvinnuuppbyggingu í Helguvík, með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki þar. Þá ætlar meirihlutinn að fá óháða aðila til að gera úttekt á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa.

Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða ...
Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða úttekt á áhrifum mengunar á íbúa. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihlutinn segir að þrýsta þurfi á ríkisvaldið um að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og að klára þurfi tvöföldun hennar sem allra fyrst.

Reykjanesbær ætlar að byrja að kolefnisjafna starfsemi sína og hrinda í framkvæmd áætlun um skógrækt á kjörtímabilinu með það að markmiði að kolefnisjafna mengun frá flugumferð og bæta útivistarmöguleika bæjarbúa. Einnig verður leiða leitað til að draga úr plastnotkun í bænum.

Efla heilsugæsluna

Nýtt lýðheilsuráð Reykjanesbæjar mun hafa það sem fyrsta verkefni að fara í viðræður við heilbrigðisráðuneytið um eflingu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ. Þá segir að unnið verði að samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu með það að markmiði að bæta þjónustuna.

Einnig á að undirbúa byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum og fylgja eftir umsókn bæjarins um byggingu þess til heilbrigðisráðherra. Meirihlutinn ætlar einnig að ráða lýðheilsufræðing til starfa og hann mun vinna að því með hinu nýja lýðheilsuráði að efla heilsu bæjarbúa.

Þá ætlar meirihlutinn jafnframt að vinna lýðheilsustefnu fyrir bæinn og auka stuðning við skipulagða hreyfingu barna.

Skoða kosti ungbarnaleikskóla

Nýr meirihluti mun stefna að því að öll börn komist í leikskóla við 18 mánaða aldur, auk þess sem „heildræn endurskoðun“ verður gerð á dagsvistunarúrræðum, til þess að koma til móts við sem flesta foreldra. Þá verða kostir ungbarnaleikskóla kannaðir og samvinna við dagforeldra efld.

Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag.
Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Einnig verður auknum fjármunum forgangsraðað til leik- og grunnskóla, til þess að mæta auknu álagi og bæta starfsumhverfi í skólunum.

Stofnað verður nýtt  markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráð sem á að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði. Einnig verða möguleikar í komum minni skemmtiferðaskipa til svæðisins skoðaðir.

Þá ætlar nýi meirihlutinn að leita leiða til að sporna við brottfalli ungmenna úr skipulögðu félagsstarfi og skipa starfshóp um framtíðarskipulag íþróttaðstöðu í bænum og stuðning við íþróttafélögin.

mbl.is

Innlent »

Réttindalaus á 170 km hraða

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært rúmlega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 170 km hraða á móts við Stapann á Reykjanesbraut. Þegar hann framvísaði erlendu ökuskírteini kom í ljós að hann ók sviptur ökuréttindum. Meira »

Tafir á umferð um Sæbraut

09:25 Verið er að malbika á Sæbraut í akstursstefnu til vesturs, frá Kringlumýrarbraut að Katrínartúni.  Meira »

Lifa að meðaltali sex árum lengur

09:09 Meðalævilengd íslenskra karla er sú mesta í Evrópu en frá 1987 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd Á 10 ára tímabili var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér. Meira »

Miðvikudagurinn verður bestur

07:00 Spáð er norðanátt í dag og svalt verður fyrir norðan og rigning en þurrt og jafnvel bjart með köflum sunnanlands þar sem hiti fer líklega upp í 16 stig. Spáin er góð fyrir miðvikudag. Meira »

Ofurölvi velti í Ártúnsbrekku

06:14 Ökumaður bifreiðarinnar sem valt í Ártúnsbrekku upp úr klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi og er hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að rannsókn á bráðamóttöku leiddi í ljós að hann hafði sloppið ótrúlega vel frá bílveltunni. Meira »

Lög sem vinna gegn mismunun

05:30 Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði voru samþykkt undir lok þings í byrjun vikunnar.   Meira »

Fáar sólarstundir og mikil úrkoma

05:30 Sólskinsstundir hafa verið afar fáar í Reykjavík þennan júnímánuðinn en „aðeins tvisvar er vitað um færri sólskinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Meira »

Víða vantar sveitarstjóra

05:30 Bæjar- og sveitarstjóra vantar nú til starfa víða um land en eftir sveitarstjórnarkosningar fylgir að þegar nýir meirihlutar eru myndaðir er ráðinn nýr maður sem stjórnandi viðkomandi sveitarfélags. Meira »

Golfvelli í Haukadal lokað

05:30 Haukadalsvöllur við Geysi verður ekki opinn í sumar til golfleiks. Mikið tjón varð á stórum svæðum vallarins sem kom óvenju illa undan hörðum vetri. Meira »

Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla

05:30 Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla séu löglegir.  Meira »

Góð áhrif á þjóðarsálina

05:30 „Það eru allir í góðu skapi meðan á HM stendur og Íslendingum gengur vel. Þetta hefur góð áhrif á þjóðarsálina. Áhrifin eru þó sjaldnast langvarandi, nema kannski að áhugi ungra stráka og stelpna á því að æfa fótbolta eykst.“ Meira »

Þyrlan er þarfaþing við framkvæmdir

05:30 Þyrla hefur síðustu daga verið notuð til efnisflutninga við stígagerð í Reykjadal inn af Hvergerði.   Meira »

RÚV sætir harðri gagnrýni

05:30 „Það er bara þurrð á þessum markaði, þeir ryksuguðu þetta upp,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsmiðilsins N4. Meira »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...