Hafna mengandi stóriðju í Helguvík

Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, ...
Meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. F.v. Guðný B. Gunnarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann F. Friðriksson, Díana Hilmarsdóttir, Styrmir Jónsson og Friðjón Einarsson. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Nýr meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar kynnti í hádeginu málefnasamning sinn fyrir kjörtímabilið. Í samningnum segir að mikil fólksfjölgun í Reykjanesbæ kalli á aukna þjónustu og hraða innviðauppbyggingu og að þeirri þörf sé brýnt að mæta.

Meirihlutinn stefnir þó að því að tryggja trausta fjármálastjórn og áframhaldandi niðurgreiðslu skulda. Í inngangsorðum málefnasamningsins segir að vonandi sjái brátt fyrir endann á fjárhagserfiðleikum sveitarfélagsins.

Stefnt er að því að Reykjanesbær nái lögbundnu skuldaviðmiði fyrir árið 2022, en einnig hyggst nýr meirihluti lækka fasteignaskatt á kjörtímabilinu vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Þá verður stofnaður „þverpólitískur aðgerðahópur“ sem mun hafa það hlutverk að rétta hlut Suðurnesja með tilliti til fjárframlaga frá ríkisvaldinu.

Hafna mengandi stóriðju

Mengandi stjóriðju í Helguvík er hafnað og nýtt framtíðarráð sveitarfélagins mun leita lausna, svo tryggja megi að atvinnuuppbygging í Reykjanesbæ verði ávallt í sátt við íbúa. Áfram verður þó unnið að atvinnuuppbyggingu í Helguvík, með það að leiðarljósi að nýta hafnarmannvirki þar. Þá ætlar meirihlutinn að fá óháða aðila til að gera úttekt á áhrifum mengandi starfsemi á lífsgæði bæjarbúa.

Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða ...
Meirihlutinn hafnar mengandi stóriðju og ætlar að láta gera óháða úttekt á áhrifum mengunar á íbúa. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihlutinn segir að þrýsta þurfi á ríkisvaldið um að ráðast í nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbraut og að klára þurfi tvöföldun hennar sem allra fyrst.

Reykjanesbær ætlar að byrja að kolefnisjafna starfsemi sína og hrinda í framkvæmd áætlun um skógrækt á kjörtímabilinu með það að markmiði að kolefnisjafna mengun frá flugumferð og bæta útivistarmöguleika bæjarbúa. Einnig verður leiða leitað til að draga úr plastnotkun í bænum.

Efla heilsugæsluna

Nýtt lýðheilsuráð Reykjanesbæjar mun hafa það sem fyrsta verkefni að fara í viðræður við heilbrigðisráðuneytið um eflingu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ. Þá segir að unnið verði að samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu með það að markmiði að bæta þjónustuna.

Einnig á að undirbúa byggingu hjúkrunarheimilis á Nesvöllum og fylgja eftir umsókn bæjarins um byggingu þess til heilbrigðisráðherra. Meirihlutinn ætlar einnig að ráða lýðheilsufræðing til starfa og hann mun vinna að því með hinu nýja lýðheilsuráði að efla heilsu bæjarbúa.

Þá ætlar meirihlutinn jafnframt að vinna lýðheilsustefnu fyrir bæinn og auka stuðning við skipulagða hreyfingu barna.

Skoða kosti ungbarnaleikskóla

Nýr meirihluti mun stefna að því að öll börn komist í leikskóla við 18 mánaða aldur, auk þess sem „heildræn endurskoðun“ verður gerð á dagsvistunarúrræðum, til þess að koma til móts við sem flesta foreldra. Þá verða kostir ungbarnaleikskóla kannaðir og samvinna við dagforeldra efld.

Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag.
Frá undirritun málefnasamningsins í hádeginu í dag. Víkurfréttir/Páll Ketilsson

Einnig verður auknum fjármunum forgangsraðað til leik- og grunnskóla, til þess að mæta auknu álagi og bæta starfsumhverfi í skólunum.

Stofnað verður nýtt  markaðs-, atvinnu- og ferðamálaráð sem á að hafa forgöngu um að laða að fyrirtæki í hátækniiðnaði. Einnig verða möguleikar í komum minni skemmtiferðaskipa til svæðisins skoðaðir.

Þá ætlar nýi meirihlutinn að leita leiða til að sporna við brottfalli ungmenna úr skipulögðu félagsstarfi og skipa starfshóp um framtíðarskipulag íþróttaðstöðu í bænum og stuðning við íþróttafélögin.

mbl.is

Innlent »

Ráðist á hótelstarfsfólk

05:51 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn um miðnætti á hóteli í hverfi 105 en báðir höfðu ógnað fólki með hnífum. Um tvö aðskilin atvik er að ræða. Á öðru hóteli beit kona í annarlegu ástandi starfsmann þannig að úr blæddi. Meira »

Engar reglur um jólaberserki

05:30 „Fyrr má nú skreyta en ofskreyta. Það má eiginlega segja að menn gangi hreinlega af göflunum þegar verst lætur,“ segir Sigurður H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, sem telur að bráðsmitandi jólaskreytingaæði breiðist út og magnist með hverju árinu. Meira »

Ólíklegt að náist fyrir áramót

05:30 Litlar sem engar líkur eru taldar á að takast muni að ljúka gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum fyrir áramót, þegar gildandi samningar renna út. Mikil vinna og fundarhöld eru þó í gangi milli viðsemjenda og í vinnuhópum og undirnefndum um fjölmörg mál. Meira »

Stöðug barátta foreldra Lovísu Lindar

05:30 Lovísa Lind Kristinsdóttir, sem verður þriggja ára í febrúar, er með afar sjaldgæfan litningagalla í geni sem kallast SCN2A. Auk þess er hún með sex aðrar greiningar og er hreyfi- og þroskahömluð. Meira »

Laun hjúkrunarfræðinga of lág

05:30 Bráðalegudeild Landspítalans var á dagskrá velferðarnefndar Alþingis í gær.  Meira »

Fá endurhæfingarúrræði fyrir konur í fíknimeðferð

05:30 „Í þeim meðferðarúrræðum sem SÁÁ býður upp á hallar mjög á konur. Stærsti vandinn felst í því að það vantar endurhæfingarúrræði fyrir þær,“ segir Víðir Sigrúnarson geðæknir sem starfar sem sérfræðilæknir í fíknisjúkdómum á sjúkrahúsinu Vogi. Meira »

Almenningssamgöngur tryggðar næsta árið

05:30 Vegagerðin hefur lokið samningum við öll landshlutasamtök sveitarfélaga um almenningssamgöngur á næsta ári, nema Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS). Þar mun Vegagerðin taka yfir rekstur almenningssamgangna og semja við alla verktaka og Strætó bs. Meira »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni og styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

Í gær, 18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Í gær, 18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

Í gær, 18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...