Hreinn úrslitaleikur framundan í höllinni

Handboltaliðið þarf á hvatningu að halda.
Handboltaliðið þarf á hvatningu að halda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun leika hreinan úrslitaleik gegn Litháen í kvöld, um hvort liðið kemst á HM í handbolta.

„Annað tækifæri verður ekki í boði og við treystum á að fólk fjölmenni í höllina og styðji við bakið á okkur,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í forspjalli um leikinn í Morgunblaðinu í dag.

Jafntefli varð í fyrri viðureigninni við Litháa, 27:27, í Vilníus og þar af leiðandi er allt opið fyrir leikinn í kvöld sem Guðmundur segir vera einn mikilvægasta landsleik handboltalandsliðsins um árabil.

Flautað verður til leiks í Laugardalshöll í kvöld klukkan 20.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert