Nánast hálfnaðir í gangagreftri

Þunnt setlag í stafni ganganna um 2.570 metra inni í …
Þunnt setlag í stafni ganganna um 2.570 metra inni í fjallinu.

Áætlað er að á þriðjudag verði búið að grafa um helming Dýrafjarðarganga eða um 2.650 metra. Göngin verða alls 5,6 kílómetrar og þar af 5,3 kílómetrar í bergi, en vegskálar bætast síðan við.

Vinnan hefur gengið vel undanfarið að sögn Karls St. Garðarssonar, verkefnisstjóra fyrir Suðurverk, og hver vika yfirleitt skilað frá 80 metrum og upp í tæplega 106 metra í lok apríl.

„Áætlunin er upp á 65 metra á viku og því er óhætt að segja að það hafi gengið vel upp á síðkastið og flestar vikur verið umfram áætlun. Mest er þó um vert að verkefnið hefur verið slysalaust. Í göngunum hafa verið þokkalegar aðstæður til graftar og svo styttist í að sumarið komi loksins hér við Arnarfjörðinn, þó svo að umhverfið sé enn vetrarlegt,“ segir Karl í umfjöllun um gangnagerðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert