Óafgreidd mál í sögulegu hámarki

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Rétt tala í dag er 709,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í samtali við Morgunblaðið um opin og óafgreidd mál hjá stofnuninni og bætir við: „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Persónuverndar sem óafgreidd mál eru svona mörg.“

Á dögunum sendi Persónuvernd frá sér umsögn um frumvarp til nýrra persónuverndarlaga, en í umsögninni kemur meðal annars fram að mála hafi fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Útlit er fyrir að þeim muni fjölga enn frekar þegar nýja persónuverndarlöggjöfin tekur gildi.

Evrópska persónuverndarreglugerðin sem nýju lögin eru byggð á tók gildi innan ESB 25. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert