Horft fram hjá hrópandi framkvæmdaþörf

Bæjarstjórn Akraness krefst þess að ákalli Skagamanna um bættan Vesturlandsveg …
Bæjarstjórn Akraness krefst þess að ákalli Skagamanna um bættan Vesturlandsveg verði svarað. mbl.is/Styrmir Kári

Bæjarstjórn Akraness krefst þess að samgönguyfirvöld bregðist tafarlaust við hættulegu ástandi Vesturlandsvegar um Kjalarnes og tryggi að í nýrri samgönguáætlun verði lokið við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur innan þriggja ára.

Skorar bæjarstjórnin á samgönguráðherra, formann samgönguráðs, þingmenn norðvesturkjördæmis og þingmenn Reykjavíkur að beita sér í þessum efnum.

Í ályktun bæjarstjórnar frá því í gær segir að það hafi verið bæjarfulltrúum sár vonbrigði að við nýlega úthlutun fjögurra milljarða króna viðbótarframlags ríkisins til brýnna vegaframkvæmda hafi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra „enn og aftur“ horft fram hjá því sem bæjarfulltrúar kalla „hrópandi framkvæmdaþörf“ á Vesturlandsvegi um Kjalarnes.

„Ljóst er að ástand Vesturlandsvegar um Kjalarnes er með öllu óásættanlegt og öryggi vegfarenda er teflt í hættu. Daglega fara um veginn þúsundir bíla og sífellt eykst fjöldi óöruggra vegfarenda sem fara um veginn,“ segir í ályktun bæjarstjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert