Smáskúrir víða í dag

Mynd/mbl.is

Spáð er suðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag, 3 til 8 metrum á sekúndu og víða smáskúrum en þurrt að kalla suðaustan- og austantil.

Norðan 3-8 metrar á sekúndu og þykknar upp um norðaustanvert landið í kvöld og fer einnig að rigna austast.

Vaxandi norðan- og norðaustanátt með rigningu verður norðan- og austantil á morgun, víða 8-15 metrar á sekúndu síðdegis en skýjað með köflum og þurrt um landið suðvestanvert.

Hiti verður á bilinu 5 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að á morgun fari lægð til norðurs fyrir austan land og með henni verði allhvass vindur og rigning fyrir norðan og austan.

Víða um land megi búast við að vindstrengir verði það hvassir að þeir geti valdið ökutækjum sem taka á sig mikinn vind vandræðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert