Vara við farsímanotkun í Rússlandi

Það er best að stilla farsímanotkun í hóf í Rússlandi.
Það er best að stilla farsímanotkun í hóf í Rússlandi. AFP

Rússland er ekki aðili að reglum Evrópusambandsins um reikigjöld farsíma. Af því leiðir að neytendavernd sem felst í Evrópureglugerðinni, svo sem að gjald fyrir netnotkun og símtöl innanlands sé það sama í útlöndum og á Íslandi, er ekki til staðar í Rússlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofun sem beint er að HM-förum. Sama gildi um 50 evra hámark á reikikostnað sem er í gildi innan EES og ver neytendur fyrir háum bakreikningum.

Í tilkynningunni segir að verð fyrir farsímanotkun sé talsvert hærra í Rússlandi en innan EES-svæðisins og er ferðalöngum ráðlagt að hafa samband við farsímafyrirtæki sitt og fá ráðleggingar um hvernig sé best að haga farsímanotkun bæði hvað varðar símtöl, smáskilaboð og netnotkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert