„Veldur stórkostlegri hættu“

Ökumanninum var ekki veitt eftirför á Reykjanesbrautinni, að sögn aðalvarðstjóra.
Ökumanninum var ekki veitt eftirför á Reykjanesbrautinni, að sögn aðalvarðstjóra. mbl.is/​Hari

Maðurinn sem ók á ofsahraða um Reykjanesbraut í gærmorgun og olli tjóni á fjölda bíla hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra í umdræmi lögreglunnar í Hafnarfirði, er maðurinn í kringum fertugt og af erlendu bergi brotinn. Hann er búsettur hérlendis og hefur lítið sem ekkert komið við sögu lögreglunnar áður. Hann er grunaður að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan veit ekki hversu hratt hann ók en þegar lögreglubíll mætti honum á Reykjanesbraut til móts við Ásvelli var hann á yfir 130 km hraða á klukkustund.

mbl.is/Eggert

Ók eftir miðri Reykjanesbrautinni

Aðspurður segir Sævar að málið sé óvenjulegt. „Þarna ekur maður á miðri Reykjanesbrautinni og veldur stórkostlegri hættu,“ segir hann og nefnir að maðurinn hafi ekið eftir miðjum, einföldum veginum á Reykjanesbrautinni og bílar sem komu á móti hafi átt í fullu fangi með að sveigja frá. Ekkert tjón varð á þeim bílum. 

Maðurinn hélt áfram leið sinni í átt að Hafnarfirði og þegar hann kom að langri röð sem myndast jafnan við hringtorgið hjá N1-stöðinni keyrði hann inn í þvöguna er hann reyndi að troða sér á milli.

„Þetta er auðvitað mjög óvenjulegt og bendir til í hvers konar ástandi maðurinn hlýtur að hafa verið,“ segir Sævar og bætir við að speglar á bílum og annað smávægilegt tjón hafi orðið áður en hinn eiginlegi árekstur varð.

Hann nefnir að sem betur fer hafi orðið lítið líkamstjón. Maðurinn sem stundaði ofsaaksturinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli, auk þess sem kona sem var í einum bíl slasaðist minniháttar.

Lögreglan veitti bílnum ekki eftirför

Sævar vill taka fram að bíl mannsins hafi ekki verið veitt eftirför af lögreglunni eins og margir hafa talið en fólk hefur haft efasemdir um að slíkar eftirfarir séu réttlætanlegar.

Hann segir að lögreglan hafi mætt bílnum á Reykjanesbrautinni. Hún hafi ekki getað snúið strax við og að ökumaðurinn hafi ekki séð lögreglubílinn. Hann hafi aldrei vitað af lögreglunni fyrir aftan sig, enda var lögreglan það langt fyrir aftan. Í framhaldinu kom lögreglan á vettvang eftir að áreksturinn varð.

Reykjanesbraut, skammt frá staðnum þar sem ökumaðurinn olli tjóni.
Reykjanesbraut, skammt frá staðnum þar sem ökumaðurinn olli tjóni. mbl.is/​Hari

Eitt myndskeið hefur borist

Lögreglan auglýsti í gær eftir myndskeiði frá ferðum bílsins. Eitt slíkt hefur borist og segir Sævar að það muni nýtast lögreglunni við rannsókn málsins. Það var tekið upp með búnaði sem sumir eru með í bílum sínum nú til dags.

Tryggingafélag ökumannsins greiðir tjónið

Tíu bílar skemmdust í gær, þar af voru fjórir fluttir í burtu með dráttarbíl. Spurður út í tjónið sem ökumaðurinn olli með athæfi sínu telur Sævar að það nemi milljónum. Hann gerir ráð fyrir því að tryggingafélag mannsins muni greiða tjónið sem varð á bílunum og líklega muni endurkröfur koma á ökumanninn í framhaldinu. „Þetta er gríðarlega mikið tjón,“ segir hann. „Sjálfsagt endar þetta með feitum reikningi á ökumanninn þegar fram líða stundir.“

mbl.is

Innlent »

Varað við aurskriðum og vatnavöxtum

15:11 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Fylgdarakstur í göngunum vegna þrifa

14:56 Aðfaranótt 19. desember frá kl. 22 til 07 verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa.   Meira »

Rigning og auð jörð á aðfangadag

14:19 „Það er ekki útlit fyrir hvít jól í Reykjavík,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hálfgert haustveður hefur verið á landinu síðustu daga og ekki er líklegt að jólin verði hvít, nema þá kannski helst á norðausturhlutanum. Meira »

Guðmundur skoðar mál FH

14:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verður settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika. Meira »

Valitor veitir jólaaðstoð

13:45 Stjórn Valitor veitti Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar og Jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu, sem er samvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð, styrk til að aðstoða efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin. Meira »

Allt að 6.500 m² samgöngumiðstöð

13:40 Óheppilegt væri að halda því opnu hvort húsnæði BSÍ stæði eða viki í samkeppni um deiliskipulag og þróun samgöngumiðstöðvar á svokölluðum Umferðarmiðstöðvarreit. Þetta meðal þess sem fram kemur í skýrslu starfshóps Reykjavíkurborgar og Strætó bs. sem gert var að undirbúa samkeppnina. Meira »

Borgin setur upp vatnspósta á fjölförnum stöðum

13:39 Reykjavíkurborg er að byrja að setja upp vatnspósta á torgum, útivistasvæðum og fjölförnum stöðum.   Meira »

Strætókortafalsari tekinn í Leifsstöð

13:20 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku í fyrrinótt karlmann sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi. Að sögn lögreglu var maðurinn með 50 íslensk níu mánaða strætókort í fórum sínum, sem eru metin á rúmar þrjár milljónir kr. Meira »

Kúrdar og arabar fái kennslu á sínu máli

12:52 „Mér finnast þessir einstaklingar ekki hafa fengið nægilega skýra fræðslu og skýrar leiðbeiningar. Ég hef áhyggjur af þeim sem ekki eru á vinnumarkaði, þeim hefur ekki tekist að koma sér þangað því þá vantar upplýsingar á sínu tungumáli,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Meira »

Póstberi leggur fram kæru eftir hundsbit

12:18 Póstberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þegar hann var við störf sín. Tveir hundar voru lausir við hús þar sem póstberinn var að bera út og stökk annar þeirra á hann og beit hann í magann. Meira »

RÚV á eftir að fara yfir kröfugerðina

12:14 „Við fengum þetta bréf á föstudag og eigum eftir að setjast niður og fara yfir það,“ segir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, um formlega kröfugerð sem lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, hefur sent RÚV. Meira »

Dæmd fyrir að stela vörum fyrir 1.190 kr

12:09 Kona á þrítugsaldri var í síðustu viku dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið vörum fyrir 1.198 krónur úr verslun við Laugaveg. Er dómurinn hegningarauki við tvo fyrri dóma sem konan hafði hlotið á síðasta ári vegna fíkniefnabrots, þjófnaðar og brots gegn valdstjórninni. Meira »

Umferðaróhapp á Suðurlandsvegi

11:58 Suðurlandsvegi var lokað tímabundið undir Ingólfsfjalli á tólfta tímanum vegna umferðarslyss.   Meira »

Júlíus í skilorðsbundið fangelsi

11:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Júlíus Vífil Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Meira »

Ráðin stjórnandi Arctic Arts

11:47 Ragnheiður Skúladóttir hefur verið ráðin sem stjórnandi Listahátíðarinnar í Norður-Noregi, Arctic Arts Festival.   Meira »

Hámarksgreiðslur hækka í 600.000

11:46 Óskertar greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hækka úr 520.000 kr. í 600.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2019. Ásmundur Einar Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis. Meira »

N1 skiptir út olíu fyrir skipaflotann

11:45 N1 mun frá og með næstu áramótum hætta sölu á svokallaðri Marine Diesel Oil (MDO) til íslenska skipaflotans. Umrædd olíutegund hefur verið notuð á stærri skip sem kjósa að nota ekki svartolíu, en hún hefur þó 0,25% brennisteinsinnihald. Meira »

Kona fer í stríð ekki tilnefnd til Óskars

11:39 Framlag Íslands til Óskarsverðlauna í flokki kvikmynda á erlendum málum komst ekki á lista níu kvikmynda sem eiga möguleika á að verða tilnefndar til verðlaunanna 2019. Áttatíu og sjö kvikmyndir á erlendum tungumálum komu til greina við tilnefninguna. Meira »

Sérhannaður lyfjaflutningabíll til landsins

11:36 TVG-Zimsen hefur fjárfest í sérhæfðum lyfjaflutningabíl sem hannaður er útfrá ítrustu kröfum um flutning lyfja í samráði við Thermo King og SKAAB. Um er að ræða Scania P360 með sérhannaðan flutningakassa frá SKAAB og öflugri Thermo King kæli-hitavél. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...