„Veldur stórkostlegri hættu“

Ökumanninum var ekki veitt eftirför á Reykjanesbrautinni, að sögn aðalvarðstjóra.
Ökumanninum var ekki veitt eftirför á Reykjanesbrautinni, að sögn aðalvarðstjóra. mbl.is/​Hari

Maðurinn sem ók á ofsahraða um Reykjanesbraut í gærmorgun og olli tjóni á fjölda bíla hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra í umdræmi lögreglunnar í Hafnarfirði, er maðurinn í kringum fertugt og af erlendu bergi brotinn. Hann er búsettur hérlendis og hefur lítið sem ekkert komið við sögu lögreglunnar áður. Hann er grunaður að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan veit ekki hversu hratt hann ók en þegar lögreglubíll mætti honum á Reykjanesbraut til móts við Ásvelli var hann á yfir 130 km hraða á klukkustund.

mbl.is/Eggert

Ók eftir miðri Reykjanesbrautinni

Aðspurður segir Sævar að málið sé óvenjulegt. „Þarna ekur maður á miðri Reykjanesbrautinni og veldur stórkostlegri hættu,“ segir hann og nefnir að maðurinn hafi ekið eftir miðjum, einföldum veginum á Reykjanesbrautinni og bílar sem komu á móti hafi átt í fullu fangi með að sveigja frá. Ekkert tjón varð á þeim bílum. 

Maðurinn hélt áfram leið sinni í átt að Hafnarfirði og þegar hann kom að langri röð sem myndast jafnan við hringtorgið hjá N1-stöðinni keyrði hann inn í þvöguna er hann reyndi að troða sér á milli.

„Þetta er auðvitað mjög óvenjulegt og bendir til í hvers konar ástandi maðurinn hlýtur að hafa verið,“ segir Sævar og bætir við að speglar á bílum og annað smávægilegt tjón hafi orðið áður en hinn eiginlegi árekstur varð.

Hann nefnir að sem betur fer hafi orðið lítið líkamstjón. Maðurinn sem stundaði ofsaaksturinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli, auk þess sem kona sem var í einum bíl slasaðist minniháttar.

Lögreglan veitti bílnum ekki eftirför

Sævar vill taka fram að bíl mannsins hafi ekki verið veitt eftirför af lögreglunni eins og margir hafa talið en fólk hefur haft efasemdir um að slíkar eftirfarir séu réttlætanlegar.

Hann segir að lögreglan hafi mætt bílnum á Reykjanesbrautinni. Hún hafi ekki getað snúið strax við og að ökumaðurinn hafi ekki séð lögreglubílinn. Hann hafi aldrei vitað af lögreglunni fyrir aftan sig, enda var lögreglan það langt fyrir aftan. Í framhaldinu kom lögreglan á vettvang eftir að áreksturinn varð.

Reykjanesbraut, skammt frá staðnum þar sem ökumaðurinn olli tjóni.
Reykjanesbraut, skammt frá staðnum þar sem ökumaðurinn olli tjóni. mbl.is/​Hari

Eitt myndskeið hefur borist

Lögreglan auglýsti í gær eftir myndskeiði frá ferðum bílsins. Eitt slíkt hefur borist og segir Sævar að það muni nýtast lögreglunni við rannsókn málsins. Það var tekið upp með búnaði sem sumir eru með í bílum sínum nú til dags.

Tryggingafélag ökumannsins greiðir tjónið

Tíu bílar skemmdust í gær, þar af voru fjórir fluttir í burtu með dráttarbíl. Spurður út í tjónið sem ökumaðurinn olli með athæfi sínu telur Sævar að það nemi milljónum. Hann gerir ráð fyrir því að tryggingafélag mannsins muni greiða tjónið sem varð á bílunum og líklega muni endurkröfur koma á ökumanninn í framhaldinu. „Þetta er gríðarlega mikið tjón,“ segir hann. „Sjálfsagt endar þetta með feitum reikningi á ökumanninn þegar fram líða stundir.“

mbl.is

Innlent »

Einstök tengslastund og slökun

20:30 Hin svissneska Valerie Gaillard býður upp á vatnsmeðferðarnámskeið fyrir börn í Lágafellslaug í Mosfellsbæ um næstu helgi. Þar gefst foreldrum, ömmum, öfum eða öðrum tækifæri til að koma með börn og njóta nús. Meira »

Jarðskjálfti í öskju Öræfajökuls

18:34 Jarðskjálfti af stærð 2,7 mældist í öskju Öræfajökuls á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Meira »

„Nígería skreið yfir Íslendinga“

18:15 Leikurinn gegn Nígeríu á Volgograd Arena fór ekki á þann veg sem Íslendingar hefðu kosið. Margir á Twitter eru daprir vegna úrslitanna, en þó vitum við flest að enn er von og Íslandi gæti farið áfram úr D-riðlinum með sigri gegn Króatíu í Rostov á þriðjudag. Meira »

„Við sitjum ekki í Rostov!“

18:13 Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason eru stödd í Volgograd en þau hafa fylgt landsliðinu eftir í fyrstu tveimur leikjunum og ætla sér nú til Rostov í síðasta leik landsliðsins í riðlakeppninni. Þau segja gaman í Rússlandi þrátt fyrir tap. Meira »

Berdreymin kona vann 36 milljónir

18:05 Konu á besta aldri sem hafði lottað fyrir síðasta laugardag dreymdi um helgina að hún hefði unnið stóra vinninginn. Hún ákvað því að fara á sölustað í vikunni til að láta skoða miðann. Þar fékk hún hins vegar þau svör að ekki væri hægt að greiða vinninginn á staðnum þar sem upphæðin væri of há. Meira »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »

Íslendingar í Volgograd - Myndir

12:50 Um 3000 Íslendingar í Volgograd bíða nú spenntir eftir því að leikurinn við Nígeríumenn á HM hefjist eftir rúmlega tvær klukkustundir. Þeir eru á ferðinni í miðborginni, bæði á stuðningsmannasvæðinu og veitingastöðum hér og þar, og margir farnir að tygja sig á völlinn, sem er ekki langt frá. Meira »

Skór frá Íslandi komnir til Nígeríu

12:39 Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenta að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, daginn áður en þjóðirnar mætast á HM í fótbolta. Meira »

„Við erum bara í vinnunni“

12:17 Ekki hafa allir þann möguleika að losna frá starfi á meðan leikur Íslands og Nígeríu fer fram í Volgograd í dag. Þó eru bundnar vonir við að lítið álag verði á þeim starfsstöðum svo hægt verði að fylgjast með. Meira »

Björg ráðin bæjarstjóri á ný

12:06 Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin sem nýr bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, en hún var áður bæjarstjóri í 11 ár. Gengið var frá þessu á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í dag og var tillaga um ráðninguna samþykkt samhljóða. Meira »

Eitthvað í loftinu í Rússlandi

11:53 „Það er eitthvað í loftinu hérna [í Rússlandi]. Það er einhver góður andi sem verður allavega áfram meðan Ísland er að spila,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari um stemninguna á HM í Rússlandi. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...