„Veldur stórkostlegri hættu“

Ökumanninum var ekki veitt eftirför á Reykjanesbrautinni, að sögn aðalvarðstjóra.
Ökumanninum var ekki veitt eftirför á Reykjanesbrautinni, að sögn aðalvarðstjóra. mbl.is/​Hari

Maðurinn sem ók á ofsahraða um Reykjanesbraut í gærmorgun og olli tjóni á fjölda bíla hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Að sögn Sævars Guðmundssonar, aðalvarðstjóra í umdræmi lögreglunnar í Hafnarfirði, er maðurinn í kringum fertugt og af erlendu bergi brotinn. Hann er búsettur hérlendis og hefur lítið sem ekkert komið við sögu lögreglunnar áður. Hann er grunaður að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Lögreglan veit ekki hversu hratt hann ók en þegar lögreglubíll mætti honum á Reykjanesbraut til móts við Ásvelli var hann á yfir 130 km hraða á klukkustund.

mbl.is/Eggert

Ók eftir miðri Reykjanesbrautinni

Aðspurður segir Sævar að málið sé óvenjulegt. „Þarna ekur maður á miðri Reykjanesbrautinni og veldur stórkostlegri hættu,“ segir hann og nefnir að maðurinn hafi ekið eftir miðjum, einföldum veginum á Reykjanesbrautinni og bílar sem komu á móti hafi átt í fullu fangi með að sveigja frá. Ekkert tjón varð á þeim bílum. 

Maðurinn hélt áfram leið sinni í átt að Hafnarfirði og þegar hann kom að langri röð sem myndast jafnan við hringtorgið hjá N1-stöðinni keyrði hann inn í þvöguna er hann reyndi að troða sér á milli.

„Þetta er auðvitað mjög óvenjulegt og bendir til í hvers konar ástandi maðurinn hlýtur að hafa verið,“ segir Sævar og bætir við að speglar á bílum og annað smávægilegt tjón hafi orðið áður en hinn eiginlegi árekstur varð.

Hann nefnir að sem betur fer hafi orðið lítið líkamstjón. Maðurinn sem stundaði ofsaaksturinn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli, auk þess sem kona sem var í einum bíl slasaðist minniháttar.

Lögreglan veitti bílnum ekki eftirför

Sævar vill taka fram að bíl mannsins hafi ekki verið veitt eftirför af lögreglunni eins og margir hafa talið en fólk hefur haft efasemdir um að slíkar eftirfarir séu réttlætanlegar.

Hann segir að lögreglan hafi mætt bílnum á Reykjanesbrautinni. Hún hafi ekki getað snúið strax við og að ökumaðurinn hafi ekki séð lögreglubílinn. Hann hafi aldrei vitað af lögreglunni fyrir aftan sig, enda var lögreglan það langt fyrir aftan. Í framhaldinu kom lögreglan á vettvang eftir að áreksturinn varð.

Reykjanesbraut, skammt frá staðnum þar sem ökumaðurinn olli tjóni.
Reykjanesbraut, skammt frá staðnum þar sem ökumaðurinn olli tjóni. mbl.is/​Hari

Eitt myndskeið hefur borist

Lögreglan auglýsti í gær eftir myndskeiði frá ferðum bílsins. Eitt slíkt hefur borist og segir Sævar að það muni nýtast lögreglunni við rannsókn málsins. Það var tekið upp með búnaði sem sumir eru með í bílum sínum nú til dags.

Tryggingafélag ökumannsins greiðir tjónið

Tíu bílar skemmdust í gær, þar af voru fjórir fluttir í burtu með dráttarbíl. Spurður út í tjónið sem ökumaðurinn olli með athæfi sínu telur Sævar að það nemi milljónum. Hann gerir ráð fyrir því að tryggingafélag mannsins muni greiða tjónið sem varð á bílunum og líklega muni endurkröfur koma á ökumanninn í framhaldinu. „Þetta er gríðarlega mikið tjón,“ segir hann. „Sjálfsagt endar þetta með feitum reikningi á ökumanninn þegar fram líða stundir.“

mbl.is

Innlent »

„Heppin að vera á lífi“

13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiliskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »

Sundhöllin ekki friðuð

07:37 Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

07:34 Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »

Í eigu erlendra félaga

05:30 Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Meira »

Skuldir í borginni aukast

05:30 Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Meira »

Kosið um skipulag á Selfossi í dag

05:30 Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins.   Meira »

Aldrei of seint að byrja að vera með

05:30 Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira »

Öflug jarðvegssög flýtir fyrir lögnum

05:30 „Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Au Pair London
Au Pair óskast til að aðstoða Íslenska/Ný Sjálenska fjölskyldu í London með tvö ...