Byrjað að svara um BRCA2

Konur sem hafa stökkbreytingu í geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri …
Konur sem hafa stökkbreytingu í geninu BRCA2 eru fjórfalt líklegri í dag til að fá brjóstakrabbamein fyrir sjötugt en þær voru fyrir áttatíu árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslensk erfðagreining er byrjuð að svara þeim sem óskuðu eftir upplýsingum um það hvort þeir bæru breytt BRCA2-gen sem eykur verulega líkur á krabbameini. Um 24 þúsund Íslendingar sóttu um upplýsingarnar á vefnum arfgerd.is.

Íslensk erfðagreining ráðleggur þeim sem greinst hafa með breyttBRCA2-gen að hafa samband við erfðaráðgjöf Landspítalans. Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi hjá erfðaráðgjöf Landspítalans, segir marga hringja á hverjum degi vegna BRCA2-gensins og að símtölum hafi fjölgað eftir að íslensk erfðagreining sendi út svör.

Þegar fólk leitar til erfðaráðgjafar Landspítalans eftir að hafa fengið jákvæðar niðurstöður frá arfgerd.is er byrjað á því að gera klínískt staðfestingarpróf, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Uppfært kl. 09.35: Af frétt blaðsins í dag má ráða að búið sé að svara öllum sem óskuðu eftir upplýsingum, en Íslensk erfðagreining segir það ekki rétt, heldur sé byrjað að svara þessum hópi, sem er nær 24 þúsund manns en 20 þúsund. Þetta er hérmeð liðrétt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert