Elti uppi tófu og lá í tvo tíma

Hvarvetna í dýraríkinu má sjá ást móður á unga sínum. …
Hvarvetna í dýraríkinu má sjá ást móður á unga sínum. Myndina tók Elma á dögunum í friðlandinu á Hornströndum. Ljósmynd/Elma Ben.

Ljósmyndarinn Elma Rún Benediktsdóttir lá í leyni í um tvo tíma dag einn nú í byrjun júní og fylgdist með tófu ferja yrðlinga sína yfir straumharða á, sem meðfylgjandi mynd sýnir.

„Ég sá hana fyrst hlaupa fram hjá mér, svo ég ákvað bara að elta hana,“ segir Elma en hún hefur um árabil stundað dýraljósmyndun vítt og breitt um landið. „Hún er sem sagt að skipta um greni,“ segir Elma og bætir við: „Hún er að færa yrðlingana frá einum stað til annars og neyðist til þess að fara yfir þessa á.“

Elma eyddi þremur dögum í friðlandinu á Hornströndum snemma í júní þar sem hún myndaði náttúrulífið en refir og fuglar hafa verið helsta myndefni hennar.

Sjá samtal við Elmu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert