Ísland-Argentína verður sýndur víða

Gylfi Sigurðsson mun leika listir sínar gegn Argentínu.
Gylfi Sigurðsson mun leika listir sínar gegn Argentínu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrsti leikur Íslands á HM verður sýndur víða utanhúss á höfuðborgarsvæðinu, t.a.m. í Hljómskálagarðinum, Boxinu í Skeifunni, við Vesturbæjarlaug og á Garðatorgi, Rútstúni og Ingólfstorgi.

Þá mun klúbbur Listahátíðar Reykjavíkur halda viðburð á laugardaginn. Leikurinn verður sýndur í Hafnarhúsi og mun Þórunn Björnsdóttir hljóðlistakona leika raftónlist undir. ,,Ég ætla að vera þarna á sviði á meðan klúbburinn streymir þessum leik og ætla að taka þátt í því með því að spila raftónlist yfir leiknum og spila samkvæmt því hvernig leikurinn er að fara,“ segir Þórunn.

Allir leikir Íslands verða sýndir í Hljómskálagarðinum, þar verða líka veitingar, leiktæki og fleira. Leikurinn verður einnig sýndur í Hjartagarðinum, á milli 66°Norður verslunarinnar og Canopy hótelsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert