Lærði rússnesku fyrir HM í Rússlandi

Kremlin í bak.
Kremlin í bak. Ljósmynd/Aðsend

„Ég lærði einu sinni smá [rússnesku] og svo byrjaði ég í stífum æfingum í janúar til að undirbúa mig. Maður fær miklu meira út úr ferðalaginu ef maður getur aðeins tjáð sig, skilið og bjargað sér. Þannig að ég tók mig svolítið á. Ég er búin að horfa á alla rússneska þætti á Netflix, aðallega sakamálaþættina, þannig að orðaforðinn er kannski of mikið um morð og að drepa,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um undirbúning sinn fyrir reisu sína til Rússlands í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

„Ég finn samt að ég er orðinn miklu betri í að hlusta og maður verður ekki eins þreyttur á að hlusta á svona gjörólíkt tungumál,“ bætir Sylvía við. Hún segir það muna miklu að geta gert sig skiljanlega og lesið, t.d. á skilti og reikninga á veitingastöðum.

Sylvía og sonur hennar Matthías lentu í Moskvu á sunnudag. Þau ætla á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og jafnvel fleiri, ef íslenska liðið kemst upp úr riðlinu. „Ég á semsagt ekkert flug heim,“ segir Sylvía, laus við áhyggjur.

Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu.
Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu. Ljósmynd/Aðsend

Mæðginin hafa lagt það í vana undanfarin ár að ferðast um Evrópu til þess að horfa á íslensku landsliðin í knattspyrnu taka þátt í stórmótum. Þau fóru á evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur árum og evrópumótið í Hollandi í fyrra.

„Þetta er reyndar að verða soldið skipulagt fyrir okkur fyrirfram EM 2016, EM 2017, HM 2018 og stefnum á HM 2019 kvenna í Frakklandi. Þetta bara skipuleggur sig sjálft,“ segir Sylvía.

Stemningin hefur aukist hægt og rólega

Sylvíu fannst stemningin í Moskvu mjög sérkennileg þegar þau lentu á sunnudag. „Veit enginn að HM er að fara vera hér?“ spurði hún sjálfa sig enda virtist sem fólk áttaði sig ekki á því hvað væri um að vera. Stemningin lagaðist þó aðeins mánudag og á þriðjudag hafði mannfjöldinn í borginni aukist og byrjað að bera meira á áhangendum í hinum ýmsu landsliðstreyjum. Þá voru lögreglu- og hermenn orðnir sýnilegri.

Stemningin var orðin það mikil í gær að mæðginin ákvaðu að taka sér frí frá henni og voru búin að koma sér fyrir í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins í Moskvu þegar blaðamaður hafði samband.

„Við erum í dulbúningi núna, við erum ekki í treyjunum okkar því það var verið að stoppa okkur í allan gærdag. Allir í Argentínutreyju vildu taka myndir og svo hittum við Ástrali og Brasilíumenn. Það er mikið verið að óska okkur til hamingju með að vera komin hingað á mótið. Það þykir sigur í huga þessara stóru fótboltaþjóða,“ bætir hún við og segir fólk almennt þekkja íslenska fánann.

Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum.
Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum. Ljósmynd/Aðsend

Í dag ætla Sylvía og Matthías í Luzhniki-garðinn þar sem opnunarleikur mótsins verður sýndur en þá munu heimamenn í Rússlandi taka á móti Sádi-Arabíu.

Að lokum segist svo Sylvía vera byrjuð að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið árið 2022 sem haldið verður í Katar. „Ég er byrjuð að læra arabísku,“ segir hún hlæjandi.

mbl.is

Innlent »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Í gær, 17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

Í gær, 16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

Í gær, 16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

Í gær, 14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...