Lærði rússnesku fyrir HM í Rússlandi

Kremlin í bak.
Kremlin í bak. Ljósmynd/Aðsend

„Ég lærði einu sinni smá [rússnesku] og svo byrjaði ég í stífum æfingum í janúar til að undirbúa mig. Maður fær miklu meira út úr ferðalaginu ef maður getur aðeins tjáð sig, skilið og bjargað sér. Þannig að ég tók mig svolítið á. Ég er búin að horfa á alla rússneska þætti á Netflix, aðallega sakamálaþættina, þannig að orðaforðinn er kannski of mikið um morð og að drepa,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um undirbúning sinn fyrir reisu sína til Rússlands í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

„Ég finn samt að ég er orðinn miklu betri í að hlusta og maður verður ekki eins þreyttur á að hlusta á svona gjörólíkt tungumál,“ bætir Sylvía við. Hún segir það muna miklu að geta gert sig skiljanlega og lesið, t.d. á skilti og reikninga á veitingastöðum.

Sylvía og sonur hennar Matthías lentu í Moskvu á sunnudag. Þau ætla á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og jafnvel fleiri, ef íslenska liðið kemst upp úr riðlinu. „Ég á semsagt ekkert flug heim,“ segir Sylvía, laus við áhyggjur.

Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu.
Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu. Ljósmynd/Aðsend

Mæðginin hafa lagt það í vana undanfarin ár að ferðast um Evrópu til þess að horfa á íslensku landsliðin í knattspyrnu taka þátt í stórmótum. Þau fóru á evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur árum og evrópumótið í Hollandi í fyrra.

„Þetta er reyndar að verða soldið skipulagt fyrir okkur fyrirfram EM 2016, EM 2017, HM 2018 og stefnum á HM 2019 kvenna í Frakklandi. Þetta bara skipuleggur sig sjálft,“ segir Sylvía.

Stemningin hefur aukist hægt og rólega

Sylvíu fannst stemningin í Moskvu mjög sérkennileg þegar þau lentu á sunnudag. „Veit enginn að HM er að fara vera hér?“ spurði hún sjálfa sig enda virtist sem fólk áttaði sig ekki á því hvað væri um að vera. Stemningin lagaðist þó aðeins mánudag og á þriðjudag hafði mannfjöldinn í borginni aukist og byrjað að bera meira á áhangendum í hinum ýmsu landsliðstreyjum. Þá voru lögreglu- og hermenn orðnir sýnilegri.

Stemningin var orðin það mikil í gær að mæðginin ákvaðu að taka sér frí frá henni og voru búin að koma sér fyrir í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins í Moskvu þegar blaðamaður hafði samband.

„Við erum í dulbúningi núna, við erum ekki í treyjunum okkar því það var verið að stoppa okkur í allan gærdag. Allir í Argentínutreyju vildu taka myndir og svo hittum við Ástrali og Brasilíumenn. Það er mikið verið að óska okkur til hamingju með að vera komin hingað á mótið. Það þykir sigur í huga þessara stóru fótboltaþjóða,“ bætir hún við og segir fólk almennt þekkja íslenska fánann.

Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum.
Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum. Ljósmynd/Aðsend

Í dag ætla Sylvía og Matthías í Luzhniki-garðinn þar sem opnunarleikur mótsins verður sýndur en þá munu heimamenn í Rússlandi taka á móti Sádi-Arabíu.

Að lokum segist svo Sylvía vera byrjuð að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið árið 2022 sem haldið verður í Katar. „Ég er byrjuð að læra arabísku,“ segir hún hlæjandi.

mbl.is

Innlent »

Reykræstu Breiðholtsskóla

Í gær, 23:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Breiðholtsskóla skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld eftir íkveikju við hurð skólans. Meira »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

Í gær, 21:21 Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Stuðningsfulltrúinn snýr ekki aftur

Í gær, 20:43 Stuðningsfulltrúinn fyrrverandi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kynferðisofbeldi er hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, fær ekki að snúa aftur í starfið. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Funduðu um stöðu íslenskra flugfélaga

Í gær, 20:18 Forsætisráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherra, samgönguráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála vegna stöðu íslensku flugfélaganna. Ráðherrarnir ræddu skýrslu starfshóps sem kannar kerfislæg mikilvæg fyrirtæki. Flugfélögin hafa ekki óskað eftir aðstoð frá ríkinu. Meira »

Ekkert kynslóðabil í sveitinni

Í gær, 20:00 Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur lokatónleika sumarsins þar sem ævintýrið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi. Meira »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

Í gær, 19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

Í gær, 19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

Í gær, 18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

Í gær, 18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

Í gær, 18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

Í gær, 17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

Í gær, 16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

Í gær, 16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

Í gær, 16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

Í gær, 15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

Í gær, 14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

Í gær, 14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

Í gær, 14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

Í gær, 13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »