Lærði rússnesku fyrir HM í Rússlandi

Kremlin í bak.
Kremlin í bak. Ljósmynd/Aðsend

„Ég lærði einu sinni smá [rússnesku] og svo byrjaði ég í stífum æfingum í janúar til að undirbúa mig. Maður fær miklu meira út úr ferðalaginu ef maður getur aðeins tjáð sig, skilið og bjargað sér. Þannig að ég tók mig svolítið á. Ég er búin að horfa á alla rússneska þætti á Netflix, aðallega sakamálaþættina, þannig að orðaforðinn er kannski of mikið um morð og að drepa,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um undirbúning sinn fyrir reisu sína til Rússlands í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

„Ég finn samt að ég er orðinn miklu betri í að hlusta og maður verður ekki eins þreyttur á að hlusta á svona gjörólíkt tungumál,“ bætir Sylvía við. Hún segir það muna miklu að geta gert sig skiljanlega og lesið, t.d. á skilti og reikninga á veitingastöðum.

Sylvía og sonur hennar Matthías lentu í Moskvu á sunnudag. Þau ætla á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og jafnvel fleiri, ef íslenska liðið kemst upp úr riðlinu. „Ég á semsagt ekkert flug heim,“ segir Sylvía, laus við áhyggjur.

Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu.
Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu. Ljósmynd/Aðsend

Mæðginin hafa lagt það í vana undanfarin ár að ferðast um Evrópu til þess að horfa á íslensku landsliðin í knattspyrnu taka þátt í stórmótum. Þau fóru á evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur árum og evrópumótið í Hollandi í fyrra.

„Þetta er reyndar að verða soldið skipulagt fyrir okkur fyrirfram EM 2016, EM 2017, HM 2018 og stefnum á HM 2019 kvenna í Frakklandi. Þetta bara skipuleggur sig sjálft,“ segir Sylvía.

Stemningin hefur aukist hægt og rólega

Sylvíu fannst stemningin í Moskvu mjög sérkennileg þegar þau lentu á sunnudag. „Veit enginn að HM er að fara vera hér?“ spurði hún sjálfa sig enda virtist sem fólk áttaði sig ekki á því hvað væri um að vera. Stemningin lagaðist þó aðeins mánudag og á þriðjudag hafði mannfjöldinn í borginni aukist og byrjað að bera meira á áhangendum í hinum ýmsu landsliðstreyjum. Þá voru lögreglu- og hermenn orðnir sýnilegri.

Stemningin var orðin það mikil í gær að mæðginin ákvaðu að taka sér frí frá henni og voru búin að koma sér fyrir í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins í Moskvu þegar blaðamaður hafði samband.

„Við erum í dulbúningi núna, við erum ekki í treyjunum okkar því það var verið að stoppa okkur í allan gærdag. Allir í Argentínutreyju vildu taka myndir og svo hittum við Ástrali og Brasilíumenn. Það er mikið verið að óska okkur til hamingju með að vera komin hingað á mótið. Það þykir sigur í huga þessara stóru fótboltaþjóða,“ bætir hún við og segir fólk almennt þekkja íslenska fánann.

Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum.
Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum. Ljósmynd/Aðsend

Í dag ætla Sylvía og Matthías í Luzhniki-garðinn þar sem opnunarleikur mótsins verður sýndur en þá munu heimamenn í Rússlandi taka á móti Sádi-Arabíu.

Að lokum segist svo Sylvía vera byrjuð að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið árið 2022 sem haldið verður í Katar. „Ég er byrjuð að læra arabísku,“ segir hún hlæjandi.

mbl.is

Innlent »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »

Íslendingar í Volgograd - Myndir

12:50 Um 3000 Íslendingar í Volgograd bíða nú spenntir eftir því að leikurinn við Nígeríumenn á HM hefjist eftir rúmlega tvær klukkustundir. Þeir eru á ferðinni í miðborginni, bæði á stuðningsmannasvæðinu og veitingastöðum hér og þar, og margir farnir að tygja sig á völlinn, sem er ekki langt frá. Meira »

Skór frá Íslandi komnir til Nígeríu

12:39 Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenta að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, daginn áður en þjóðirnar mætast á HM í fótbolta. Meira »

„Við erum bara í vinnunni“

12:17 Ekki hafa allir þann möguleika að losna frá starfi á meðan leikur Íslands og Nígeríu fer fram í Volgograd í dag. Þó eru bundnar vonir við að lítið álag verði á þeim starfsstöðum svo hægt verði að fylgjast með. Meira »

Björg ráðin bæjarstjóri á ný

12:06 Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin sem nýr bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, en hún var áður bæjarstjóri í 11 ár. Gengið var frá þessu á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í dag og var tillaga um ráðninguna samþykkt samhljóða. Meira »

Eitthvað í loftinu í Rússlandi

11:53 „Það er eitthvað í loftinu hérna [í Rússlandi]. Það er einhver góður andi sem verður allavega áfram meðan Ísland er að spila,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari um stemninguna á HM í Rússlandi. Meira »

Ógagnsætt og í bága við stjórnsýsluhætti

11:45 Stúdentaráð Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðherra við skipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Tilkynnt var á vef Stjórnarráðsins í síðustu viku að Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefði verið endurskipuð í embættið. Meira »

Skert starfsemi ráðuneyta frá klukkan 14

11:44 Búast má við raski á starfsemi stjórnarráðsins í dag vegna leik Íslands og Nígeríu í Volgograd. Þá hafa sum ráðuneyti veitt starfsmönnum frí eða „lausa viðveru“, aðeins tvö ráðuneyti loka. Meira »

Lokanir á sunnudag vegna götuhjólreiða

11:40 Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum verður haldið núna á sunnudaginn og hefst mótið klukkan níu. Vegna mótsins eru lokanir á vegum fyrirhugaðar sem gott er að hafa í huga á sunnudaginn. Meira »

53% líkur á að Ísland komist áfram

11:05 53% líkur eru á að íslenska landslið komist upp úr riðlinum á HM. Þetta er niðurstaða HM-hermis mbl.is, en hann byggist á 100.000.000 hermunum á úrslitum þeirra þriggja leikja sem eftir eru í riðli Íslands, Nígería-Ísland, Ísland-Króatía og Argentína-Nígería. Meira »

Stærð er hugarástand

10:41 Hugur flestra Íslendinga hvar sem þeir eru staddir er í Rússlandi þessa dagana enda íslenska landsliðið í knattspyrnu að taka þar þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Íbúar Djúpavogshrepps eru þar ekki undanskildir en þeir senda liðinu flotta baráttukveðju. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6, 2...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...