Lærði rússnesku fyrir HM í Rússlandi

Kremlin í bak.
Kremlin í bak. Ljósmynd/Aðsend

„Ég lærði einu sinni smá [rússnesku] og svo byrjaði ég í stífum æfingum í janúar til að undirbúa mig. Maður fær miklu meira út úr ferðalaginu ef maður getur aðeins tjáð sig, skilið og bjargað sér. Þannig að ég tók mig svolítið á. Ég er búin að horfa á alla rússneska þætti á Netflix, aðallega sakamálaþættina, þannig að orðaforðinn er kannski of mikið um morð og að drepa,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um undirbúning sinn fyrir reisu sína til Rússlands í tilefni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

„Ég finn samt að ég er orðinn miklu betri í að hlusta og maður verður ekki eins þreyttur á að hlusta á svona gjörólíkt tungumál,“ bætir Sylvía við. Hún segir það muna miklu að geta gert sig skiljanlega og lesið, t.d. á skilti og reikninga á veitingastöðum.

Sylvía og sonur hennar Matthías lentu í Moskvu á sunnudag. Þau ætla á alla leiki íslenska liðsins í riðlakeppninni og jafnvel fleiri, ef íslenska liðið kemst upp úr riðlinu. „Ég á semsagt ekkert flug heim,“ segir Sylvía, laus við áhyggjur.

Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu.
Í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins er útsýni yfir alla miðborg Moskvu. Ljósmynd/Aðsend

Mæðginin hafa lagt það í vana undanfarin ár að ferðast um Evrópu til þess að horfa á íslensku landsliðin í knattspyrnu taka þátt í stórmótum. Þau fóru á evrópumótið í Frakklandi fyrir tveimur árum og evrópumótið í Hollandi í fyrra.

„Þetta er reyndar að verða soldið skipulagt fyrir okkur fyrirfram EM 2016, EM 2017, HM 2018 og stefnum á HM 2019 kvenna í Frakklandi. Þetta bara skipuleggur sig sjálft,“ segir Sylvía.

Stemningin hefur aukist hægt og rólega

Sylvíu fannst stemningin í Moskvu mjög sérkennileg þegar þau lentu á sunnudag. „Veit enginn að HM er að fara vera hér?“ spurði hún sjálfa sig enda virtist sem fólk áttaði sig ekki á því hvað væri um að vera. Stemningin lagaðist þó aðeins mánudag og á þriðjudag hafði mannfjöldinn í borginni aukist og byrjað að bera meira á áhangendum í hinum ýmsu landsliðstreyjum. Þá voru lögreglu- og hermenn orðnir sýnilegri.

Stemningin var orðin það mikil í gær að mæðginin ákvaðu að taka sér frí frá henni og voru búin að koma sér fyrir í þakgarði Ritz-Carlton hótelsins í Moskvu þegar blaðamaður hafði samband.

„Við erum í dulbúningi núna, við erum ekki í treyjunum okkar því það var verið að stoppa okkur í allan gærdag. Allir í Argentínutreyju vildu taka myndir og svo hittum við Ástrali og Brasilíumenn. Það er mikið verið að óska okkur til hamingju með að vera komin hingað á mótið. Það þykir sigur í huga þessara stóru fótboltaþjóða,“ bætir hún við og segir fólk almennt þekkja íslenska fánann.

Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum.
Argentínumenn vilja ólmir fá mynd af sér með Íslendingum. Ljósmynd/Aðsend

Í dag ætla Sylvía og Matthías í Luzhniki-garðinn þar sem opnunarleikur mótsins verður sýndur en þá munu heimamenn í Rússlandi taka á móti Sádi-Arabíu.

Að lokum segist svo Sylvía vera byrjuð að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið árið 2022 sem haldið verður í Katar. „Ég er byrjuð að læra arabísku,“ segir hún hlæjandi.

mbl.is

Innlent »

Smíða síðustu bobbingana

19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »

60 þúsund á mánuði fyrir bókaskrif

19:00 Rithöfundur sem selur 1.500 eintök af bók sinni fær í sinn hlut tæpa eina og hálfa milljón króna í verktakalaun. Að baki getur legið tveggja ára vinna. Hvert fara þá allir peningarnir? Meira »

Hlýnun jarðar kallar á aukið samstarf

18:42 Alþjóðlegt vísindasamstarf er forsenda þess að unnt verði að skilja og bregðast við afleiðingum hlýnunar jarðar á umhverfi og samfélög á norðurslóðum. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hún ávarpaði gesti á þingi Hringborði norðursins. Meira »

Æfðu björgun við krefjandi aðstæður

18:30 Slökkviliðsmenn frá Laugarvatni og Reykholti æfðu björgun í virkjunum Landsvirkjunar og Orku náttúrunnar á Nesjavöllum í gær. Æfingunum er ætlað að viðhalda þekkingu viðbragðsaðila þegar eitthvað kemur upp á í þessum tilteknu kringumstæðum. Meira »

Gangi út fyrir sig og aðrar konur

17:59 „Við erum að núna að setja kröfuna á atvinnurekendur og opinberar stofnanir um að það verði raunverulega settir í gang ferlar og verklagsferlar. Eins og hefur komið í ljós væri synd að segja að þetta sé allt saman komið í lag,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir, verkefnastýra Kvennafrís 2018. Meira »

Eldur í rusli í Varmadal

16:28 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fór á fimmta tímanum í dag í útkall vegna elds í rusli og smádóti í Varmadal á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var í fyrstu talið að um húsbruna væri að ræða. Dregið var úr viðbúnaði eftir að annað kom í ljós. Meira »

Föðursystirin var ekki böðull

16:00 Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Meira »

Aðgerðir vegna aukningar í nýgengi örorku

15:45 Nýgengi örorku og fyrirbyggjandi aðgerðir voru til umræðu á Þingvöllum á K100 í morgun en gestir Páls Magnússonar, þingmanns og þáttastjórnanda, voru þau Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs, og Þórunn Gunnarsdóttir, iðjuþjálfi frá Virk. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

15:22 „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Jón fyrirgefur ljót skrif um sig

14:53 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hefur ákveðið að fyrirgefa konunum sem létu ljót ummæli falla um hann í lokaða Facebook-hópnum „Karlar að gera merkilega hluti“. Jón Steinar skrifaði grein í Morgunblaðið á föstudaginn þar sem hann sagði frá ummælunum. Meira »

Sóttu mikið slasaðan skipverja

14:48 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út til þess að sækja mikið slasaðan skipverja filippeysks flutningaskips nú fyrir hádegi. Skipið var statt um 60 sjómílur suðaustan við Vestmannaeyjar þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar bar að á ellefta tímanum í dag. Meira »

Ekki eins og rúða í stofuglugganum

14:28 Brot í rúðu flugstjórnarklefa í farþegavél Icelandair sem kom upp í flugi frá Orlando til Reykjavíkur í gær var aðeins í ysta lagi rúðunnar, sem er eitt lag af mörgum. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is. Meira »

Mál Áslaugar enn til skoðunar

13:13 Mál Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp störfum sem forstöðumanni einstaklingsmarkaðar Orku náttúrunnar, er enn til skoðunar hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og hefur hún ekki fengið skýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Þetta skrifar Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, á Facebook í dag. Meira »

Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

12:37 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

10:26 Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Svæðisstjóri hjá Vegagerðinni segir að tekin hafi verið meðvituð ákvörðun um að uppfylla ekki lýsingarstaðla. Meira »

Miklar skemmdir á rúðunni

10:24 Flugáhugamaður og ljósmyndari hefur birt mynd af skemmdunum sem urðu á rúðu farþegavélar Icelandair þegar hún var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags. Meira »

Gul viðvörun víða um land

08:59 Gul viðvörun er í gildi víða um land, en 980 mb lægð er stödd úti fyrir Húnaflóa og í nótt var suðvestanhvassviðri eða stormur á landinu. Þessu hafa fylgt miklar rigningar, en búast má við að snjói á fjallvegum norðvestan til og norðan til á landinu. Meira »

Stúlkurnar eru fundnar

07:40 Stúlk­urn­ar þrjár sem lög­regl­an lýsti eft­ir seint í gær­kvöld eru komn­ar í leitin­ar. Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti það á face­booksíðu sinni klukk­an fimm í nótt að þær væru komn­ar fram. Meira »

Ók bíl inn verslun og stakk af

07:36 Um ellefuleytið í gærkvöldi var bifreið ekið inn í verslun í Breiðholti. Engan sakaði en ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Meira »
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Tunika - Peysa
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Tunika - Peysa St.14-28 kr. 4.990 St. S...