Öll tilboð í hringtorg yfir áætlun

Hringtorgið við Esjumela.
Hringtorgið við Esjumela. Teikning/Hjálmar Skarphéðinsson

Fjögur tilboð bárust í gerð hringtorgs á Vesturlandsvegi við Esjumela á Kjalarnesi. Þau voru öll yfir áætluðum verktakakostnaði. Tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni.

PK verk ehf., Kópavogi, átti lægsta tilboðið, 433 milljónir. Loftorka ehf., Garðabæ, bauð 457 milljónir, Ístak hf., Mosfellsbæ, 488 milljónir og Bjössi ehf., Hafnarfirði, 546 milljónir. Lægsta tilboðið var 42 milljónir yfir áætluðum verktakakostnaði, sem var 391 milljón.

Sem fyrr segir felst verkið í gerð hringtorgs á hringveginum við Esjumela auk allra vega og stíga sem nauðsynlegt er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna teljast einnig undirgöng undir Hringveg, strætóbiðstöðvar við Hringveg, gerð Víðinesvegar á um 600 metra kafla og gerð Norðurgrafarvegar að Lækjarmel/Esjumel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert