Rannsókn enn í gangi í Skáksambandsmáli

Sigurður Kristinsson er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á …
Sigurður Kristinsson er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á 5 kílóum af amfetamíni til landsins. Haraldur Jónasson/Hari

Rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða er enn ekki lokið. Þetta staðfestir talsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við blaðamann mbl.is. Enn liggur ekki fyrir hvenær málið verður sent til héraðssaksóknara.

Mál Sigurðar Kristinssonar, fyrrverandi eiganda verktakafyrirtækisins SS, var sent aftur til lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu til frekari gagnaöflunar í aprílmánuði. Sigurður er grunaður um að vera viðriðinn innflutning á amfetamíni til landsins.

Farbann var staðfest yfir Sigurði af Landsrétti eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 25. maí. Talsmaður lögreglu vildi ekki gefa upp hversu vel á veg rannsóknin væri komin en farbann Sigurðar á að renna út á morgun, 15 júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert